Fréttir

Jóla- og áramótakveðja Vegagerðarinnar 2006 - 22.12.2006

  • Jólakveðja Vegagerðarinnar 2006

Vegagerðin sendir landsmönnum öllum sínar bestu óskir um


Gleðileg jól og farsælt komandi ár

með þökk fyrir samskiptin á árinu sem er að líða

Lesa meira

Reykjanesbraut um Garðabæ - 21.12.2006

  • Reykjanesbraut um Garðabæ

Ný mislæg gatnamót við Urriðaholt voru tekin í notkun um miðjan október. Malbikun nýrrar akbrautar frá Kaplakrika að Fífuhvammsvegi er langt komin. Ýmis vinna við frágang með vegi hefur tafist af ýmsum ástæðum, þ.m.t. veðurfarslegum.


Nú er unnið að því að koma endanlegri lýsingu á þann kafla sem þegar hefur verið tekinn í notkun og vonast er til að það náist fyrir áramót.

Lesa meira

Lokaskýrsla um áhrif höfuðborgarsvæðisins og ferðavenjur - 14.12.2006

  • Áhrif höfuðborgarsvæðisins

Komin er út lokaskýrsla um rannsóknarverkefnið ,,Áhrif höfuðborgarsvæðisins og helstu þéttbýlisstaða.”
Ráðgjafarfyrirtækið Land-ráð sf. undir stjórn Bjarna Reynarssonar hefur unnið fimm skýrslur um málið fyrir samgönguyfirvöld en markmið rannsóknarinnar er að afla glöggra upplýsinga um ferðavenjur innanlands fyrir stefnumótun í samgöngumálum.

Lesa meira

Jarðgöng á milli Bolungarvíkur og Ísafjarðar - 14.12.2006

  • Jarðgöng á milli Bolungarvíkur og Ísafjarðar

Greinargerð um mögulegar jarðgangaleiðir á milli Bolungarvíkur og Ísafjarðar var kynnt á fundi í ráðhúsinu í Bolungarvík í dag. Á fundinum voru samgönguráðherra og Vegamálastjóri með fylgdarliði og bæjarfulltrúar í Bolungarvík og á Ísafirði.


Í greinargerðinni kemur fram að þrjár leiðir séu taldar mögulegar og næst sé að taka saman kynningarskýrslu um þessar leiðir og umhverfisáhrif þeirra. Leiðirnar eru Seljadalsleið, Skarfaskersleið og Hnífsdalsleið, sjá nánar yfirlitsuppdrátt.

Lesa meira

Norðfjarðarvegur (92) um Hólmaháls - 5.12.2006

Vegagerðin fyrirhugar að endurbyggja Norðfjarðarveg, vegnúmer 92, um Hólmaháls á milli Reyðarfjarðar og Eskifjarðar. Núverandi vegur er frekar mjór og hlykkjóttur með bröttum brekkum.


Um er að ræða 5,1 km langan kafla.


Byggður verður nýr vegur utan vegsvæðis núverandi vegar, nema til endanna þar sem vegurinn tengist aftur inn á núverandi Norðfjarðarveg og þar sem vegurinn þverar núverandi veg í Hólmahálsi Reyðarfjarðarmegin.

Lesa meira

Samtök opinberra verkkaupa (SOV) stofnuð - 4.12.2006

  • Stofnun SOV

Þann 1. desember 2006 var haldinn stofnfundur SOV – Samtaka opinberra verkkaupa. SOV er samstarfsvettvangur opinberra aðila á Íslandi, sem stunda kaup á verkum og þjónustu þeim tengdum. Aðild að samtökunum geta átt ríkisstofnanir og sveitarfélög.


Stofnaðilar SOV eru Framkvæmdasýslan, Framkvæmdasvið Reykjavíkurborgar, Siglingastofnun og Vegagerðin.

Lesa meira

Umfangsmikið vöktunar- og viðbragðskerfi í jarðgöngum - 15.11.2006

  • Fáskrúðsfjarðargöng

Mörg hundruð jarðgöng fyrir bíla- og/eða lestarumferð eru í vegakerfi Evrópulanda, mismunandi löng og umferðarþunginn er sömuleiðis mikill. Alls eru kringum 400 í ríkjum Evrópusambandsins og munu um 114 bætast við til ársins 2010. Í Noregi eru alls tæplega þúsund göng, þar af tæplega 400 sem eru 500 m og lengri, og í Sviss eru göngin alls kringum 200.


Á Íslandi eru 7 jarðgöng í dag og 8 ef talið er með 35 metra langt ,,gatið" í Arnardalshamrinum milli ....

Lesa meira

Hringvegur(1); Hafravatnsvegur - Þorlákshafnarvegur - 15.11.2006

Vegagerðin kynnir nú tillögu að breikkun Suðurlandsvegar um eina akrein í svokallaðan 2+1 veg, frá gatnamótum við Þorlákshafnarveg og Hveragerði að gatnamótum við Hafravatnsveg.


Vegurinn verður þá tvær akreinar í aðra áttina og ein akrein í gagnstæða átt.


Miðjuakrein er síðan víxlað sem næst á eins til tveggja og hálfs kílómetra millibili. Víravegrið verður sett á milli akstursstefna, sem dregur verulega úr líkum þess að bílar úr gagnstæðri átt rekist saman.

Lesa meira

Rannsóknarráðstefna Vegagerðarinnar 2006 - 3.11.2006

  • Ráðstefnugestir 2006

Þróunarsvið Vegagerðarinnar stóð fyrir árlegri rannsóknaráðstefnu sinni föstudaginn 3. nóvember 2006, á Hótel Nordica.


Þetta er í fimmta sinn sem rannsóknaráðstefnan er haldin og hafa í hvert sinn dregið til sín vel yfir hundrað þátttakendur.


Fyrirlestrarnir eru nú aðgengilegir hér á netinu .....


Lesa meira

Rannsóknarráðstefna Vegagerðarinnar 2006 auglýst - 30.10.2006

  • Rannsóknarráðstefna 2006

Þróunarsvið Vegagerðarinnar stendur fyrir árlegri rannsóknaráðstefnu sinni föstudaginn 3. nóvember 2006 á Hótel Nordica í ráðstefnusal á fyrstu hæð.


Þetta er í fimmta sinn sem rannsóknaráðstefnan er haldin. Kveðið er á í vegalögum að 1% af mörkuðum tekjum til vegamála skuli renna til rannsókna- og þróunarstarfs og er ráðstefnunni ætlað að endurspegla afrakstur hluta þess starfs.

Lesa meira

Afhending viðurkenningar fyrir vegagerðarmannvirki - 27.10.2006

  • Norðausturvegur (85) um Tjörnes


Dómnefnd vegna viðurkenningar Vegagerðarinnar fyrir gerð og frágang mannvirkja hefur lokið störfum og ákveðið að framkvæmdin Norðausturvegur (85) á Tjörnesi skuli hljóta viðurkenningu að þessu sinni.


Til greina komu verk sem lokið var við á árunum 2002-2004.

Viðurkenningarskjöl voru afhent á Akureyri 26. október. Það voru Norðaustursvæði Vegagerðarinnar og verktakinn Ístak hf. sem tóku á móti viðurkenningunum.

Lesa meira

Drög að vegalögum til umsagnar - 26.10.2006

  • Skjaldarmerki

Nefnd sem skipuð var að samgönguráðherra 17. janúar 2006 til að endurskoða vegalög nr. 45/1994 hefur skilað niðurstöðum í formi frumvarps til nýrra vegalaga.


Þrír nefndarmenn skrifuðu undir nefndarálitið með fyrirvara og skiluðu séráliti sem er að finna sem fylgiskjal með frumvarpinu.


Nefndarálitið ásamt skýringum er hér með lagt fram á vef samgönguráðuneytisins til umsagnar þeirra sem áhuga hafa.

Lesa meira

Undirbúningur samgönguáætlunar 2007 - 2018 - 20.10.2006

  • Skjaldarmerki

Vinna við samgönguáætlun 2007 - 2018 er á lokastigi en ráðgert er að leggja hana fyrir Alþingi nú í haust.


Í samgönguáætlun er sett fram stefnumótun og helstu markmið sem unnið skal að, grunnnet samgöngukerfisins er skilgreint, sett fram áætlun um fjáröflun til samgöngumála og yfirlit um útgjöld til allra helstu þátta í rekstri samgöngustofnana, svo og viðhalds, öryggismála og nýframkvæmda á sviði flugmála, siglingamála og vegamála.


Lesa meira

Vegstaðall: Vegrið - útgáfa til umsagnar - 12.10.2006

  • Vegstaðall - Vegrið

Lögð er hér fram, til umsagnar, drög að vegstaðli, sem fjallar um vegrið.

Lögð er áhersla á að menn kynni sér þessa útgáfu og geri við hana athugasemdir, fyrir 1. nóvember 2006, og sendi Eymundi Runólfssyni.



Lesa meira

Auglýsing um umhverfismat Samgönguáætlunar 2007 - 2018 - 6.10.2006

  • Skjaldarmerki


Samgönguráðuneytið og stofnanir þess auglýsa hér með kynningu á umhverfismati á tillögu að samgönguáætlun 2007 – 2018 í samræmi við lög nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana.


Samgönguáætlun er unnin í samræmi við lög nr. 71/2002 og er hún samræmd áætlun fyrir flug-, siglinga- og vegamál. Umhverfismatið tekur til áhrifa helstu markmiða og helstu framkvæmda samgönguáætlunar á umhverfið.

Lesa meira

Vel heppnuð ráðstefna um evrópska staðla í vegagerð - 2.10.2006

  • NVF Logo
Föstudaginn 29. september síðastliðinn var haldin ráðstefna um evrópska staðla í vegagerð í Reykjavík.

Ráðstefnuna sóttu ríflega 100 manns, þar af um 60 erlendis frá. Á ráðstefnunni, sem haldin var á vegum nefnda 33 og 34 innan Norræna vegtæknisambandsin (NVF), var fjallað um staðla frá tækninefndum CEN/TC 154 (steinefni) og CEN/TC 227 (vegagerðarefni) og innleiðingu þeirra á Norðurlöndunum. Lesa meira

Héðinsfjarðargöng - Samgönguráðherra sprengir fyrstu sprengingu laugardaginn 30. september - 27.9.2006

  • Munni Héðinsfjarðarganga

Laugardaginn 30. september kl. 14:00 mun samgönguráðherra tendra fyrstu formlegu sprengingu við Héðinsfjarðargöng. Sprengingin verður framkvæmd við gangamunna Siglufjarðarmegin í Skútudal.

Héðinsfjarðargöng er stærsta verkefni sem Vegagerðin hefur boðið út og var verksamningur milli Vegagerðarinnar og verktakans Metrostav a.s. og Háfell ehf undirritaður á Siglufirði þann 20. maí sl. Upphæð verksamnings er um 5,7 milljarðar króna en heildarkostnaður verksins er áætlaður rúmir 7 milljarðar.

Lesa meira

CEN-NORD Seminar in Iceland - föstud. 29.9.2006 - 22.9.2006

  • NVF Logo

Þegar hafa yfir 100 þátttakendur skráð sig á Norræna ráðstefnu um Evrópska staðla í vegagerð, sem haldin verður á vegum deilda 33 og 34 Norræna vegtæknisambandsins (NVF) föstudaginn 29. september 2006 á hótel Nordica.

Efni ráðstefnunnar eru evrópustaðlar sem fjalla um steinefni (CEN/TC 154) og vegagerðarefni (CEN/TC 227). Ítarleg umfjöllun verður um staðlana og innleiðingu þeirra á Norðurlöndum.

Lesa meira

Umferðarkönnun í Víkurskarði - 14.9.2006

  • Víkurskarð

Út er komin skýrsla með niðurstöðum úr umferðarkönun, sem gerð var í Víkurskarði með það að markmiði að afla upplýsinga um umferð á milli þéttbýlisstaða á Norðurlandi eystra. Einnig gætu niðurstöður nýst við undirbúning hugsanlegra jarðganga í gegnum Vaðlaheiði.

Framkvæmd könnunarinnar var með þeim hætti að allar bifreiðir, á leið um könnunarstaðinn voru stöðvaðar og bílstjórar spurðir nokkurra spurninga.
Vegagerðin, umferðardeild og björgunarsveitin Súlur á Akureyri sáu um að framkvæma umferðarkönnunina, alls 35 manns.

Margvíslegur fróðleikur um umferð á svæðinu kemur fram í skýrslunni.

Lesa meira

Nú segjum við stopp - 13.9.2006

  • Nú segjum við stopp

Efnt verður til borgarafunda samtímis á sjö stöðum á landinu fimmtudaginn 14. september kl. 17.15 undir yfirskriftinni "Nú segjum við stopp!"

Tilefni fundanna er sú alda umferðarslysa sem skollið hefur á landsmönnum að undanförnu.

Borgarafundirnir verða haldnir í Hallgrímskirkju í Reykjavík, Stapanum í Reykjanesbæ, Fjölbrautarskóla Suðurlands á Selfossi, Menntaskólanum á Egilsstöðum, Akureyrarkirkju, Ísafjarðarkirkju og í Borgarneskirkju.

Lesa meira

Framkvæmdafréttir 24. tbl. 2006 - 29.8.2006

  • Hringtorg í Reykjavík

Út er komið 24. tölublað Framkvæmdafrétta.


Hvers vegna ekki að nota hringtorgin meira á þjóðvegum? er titill áhugaverðrar greinar í blaðinu, þar sem fjallað er meðal annar um svokallaða "núll sýn" sem þjóðþing Noregs og Svíþjóðar hafa samþykkt.


Öryggismál umferðarinnar er einnig kjarni annarra greina blaðsins.

Lesa meira

EuroRAP verkefnið - 16.8.2006

  • Reykjanesbraut

Nú liggja fyrir fyrstu niðurstöður úr svokölluðu EuroRAP verkefni sem FÍB stendur að. EuroRAP er úttekt á umferðaröryggi vega og umhverfi þeirra og hefur þegar verið unnið að slíkum samræmdum úttektum í nokkrum Evrópuríkjum.


Vegagerðin hefur fylgst með þróun EuroRAP í Evrópu í nokkur ár, gegnum systurstofnanir og ýmis samtök og nefndir sem starfsmenn taka þátt í.


Í þeirri forkönnun sem þegar hefur verið unnin hérlendis lagði Vegagerðin til ýmis gögn og þekkingu varðandi vegakerfið og umferðaröryggismál, og stofnunin mun áfram styðja við framhald verkefnisins.

Lesa meira

Vegirnir okkar - kynningarrit um starfsemi Vegagerðarinnar - 1.8.2006

  • Hringbraut v.Bústaðarveg

Vegakerfinu er stundum líkt við æðakerfi mannslíkamans sem viðheldur starfseminni með því að tryggja eðlilegt blóðstreymi um hina ýmsa hluta líkamans.


Með sama hætti eru traust vegakerfi og góðar samgöngur forsenda þess að mannlíf og atvinnulíf geti vaxið og dafnað í þéttbýli sem dreifbýli.


Eðli málsins samkvæmt er Vegagerðin með starfsemi um allt land og umsvif hennar og áhrif á lífið í landinu eru meiri en margan grunar og er kynningarritinu "Vegirnir okkar" ætlað að gefa nokkra innsýn í helstu þætti starfseminnar, almenningi til fróðleiks.

Lesa meira

Greinargerð um hrun úr Óshyrnu yfir vegi um Óshlíð milli Bolungarvíkur og Hnífsdals - 24.7.2006

  • Oshyrna - mælingar

Þessa dagana eru enn til umræðu mælingar sem Veðurstofan stendur fyrir á sprungu uppi á Óshyrnu yfir vegi um Óshlíð á milli Bolungarvíkur og Hnífsdals. Búið er að mæla gliðnun sprungunnar þetta árið og mælist um 5 mm, eða helmingi meiri en undanfarin ár.


Sett hefur verið fram lýsing á versta hugsanlega atburði, það er að stór spilda losni í einu lagi sem valdi mjög miklu hruni úr fjallinu. Starfsmenn Veðurstofu hafa gert því skóna að þessi atburður gæti vel orðið innan 10 ára. Þetta virðast þó vera mjög ólíkleg atburðarás.....

Lesa meira

Uppbygging á Útnesvegi um norðvestanvert Snæfellsnes - 19.7.2006

  • Útnesvegur á Snæfellsnesi

Vegagerðin kynnir hér fyrirhugaða vegaframkvæmd á Útnesvegi (574) sem liggur um norðvestanvert Snæfellsnes frá HáahrauniSaxhóli.


Framkvæmdarsvæðið liggur í Þjóðgarðinum Snæfellsjökull og er á náttúruminjaskrá.


Fyrirhugað er að endurbyggja veginn á 16,9 km kafla .....

Lesa meira

Kynning fyrirhugaðrar framkvæmdar á Hringvegi í Skriðdal - 17.7.2006

  • Hringvegur um Haugaá

Vegagerðin fyrirhugar að enduruppbyggja um 4,3 km langan kafla af Hringvegi í Skriðdal og setja ræsi í Haugaá og Vatnsdalsá í stað einbreiðra brúa sem þar eru í dag.


Framkvæmdarsvæðið er á Hringvegi, vegnúmer 1, um 36 km sunnan við Egilsstaði. Vegurinn verður endurbyggður frá Haugaá og að norðurenda Skriðuvatns. Ræsi verður sett í Vatnsdalsá .....

Lesa meira

Hringvegur um Hornafjarðarfljót í Hornafirði - 10.7.2006

  • Hringvegur um Hornafjarðarfljót

Vegagerðin auglýsir hér með drög að tillögu að matsáætlun vegna fyrirhugaðra breytinga á Hringvegi um Hornafjarðarfljót í sveitarfélaginu Hornafirði. Framkvæmdin er 11-18 km löng veglagning, háð veglínum og nær frá Hringvegi vestan Hornafjarðarfljóts, yfir Hornafjarðarfljót og að Hringvegi skammt austan Hafnarvegar sem liggur að Höfn í Hornafirði.


Framkvæmdin styttir Hringveginn um 10-12 km. Tilgangur framkvæmdar er að bæta samgöngur á Suðausturlandi og ...

Lesa meira

2. áfangi Sundabrautar - Tillaga að matsáætlun auglýst til kynningar - 7.7.2006

  • Geldingarnes séð frá Gufunesi


Áætlaðar eru framkvæmdir við 2. áfanga Sundabrautar í Reykjavík frá Gufunesi upp á Kjalarnes.


Vinna við undirbúning mats á umhverfisáhrifum framkvæmdanna er hafin hjá Verkfræðistofunni Línuhönnun og eru drög að tillögu að matsáætlun nú til kynningar um tveggja vikna skeið, frá 7. júlí til 19. júlí.


Lesa meira

Umferð á þjóðvegum 2005 - 23.6.2006

  • Kringlumyrarbraut

Heildarakstur á þjóðvegum 2005 var rúmar 2000 milljónir, eða 2 milljarðar, eknir km. Aukning umferðar milli áranna 2004 og 2005 reyndist vera 6,0%. Til samanburðar má geta þess að umferðaraukning var 3,4% að meðaltali á ári á tímabilinu 1999-2004.

Lesa meira

Sjálfvirkt hraðaeftirlit á þjóðvegum - 15.6.2006

  • Við Hringveginn í Melasveit. Frá vinstri: Arve Nyborg frá norsku vegagerðinni, Bryndís Friðriksdóttir frá Línuhönnun, Auður Þóra Árnadóttir frá Vegagerðinni og Per Engeset frá norsku vegagerðinni.
Umferðaröryggisáætlun stjórnvalda er hluti samgönguáætlunar. Sérstakur samráðshópur sér um að útfæra áætlunina og halda utan um framkvæmd hennar. Fulltrúi samgönguráðuneytisins er formaður hópsins en auk hans eiga fulltrúar Umferðarstofu, Vegagerðarinnar og Ríkislögreglustjóra sæti í honum. Lesa meira

Skýrsla Rannsóknarnefndar umferðarslysa 2005 - 12.6.2006

  • Rannsóknarnefnd umferðarslysa

Skýrsla RNU árið fyrir árið 2005 er komin út og er birt á slóðinni http://www.rnu.is. Í skýrslunni er fjallað um einstök banaslys á árinu 2005 í forvarnarskyni og er það breytt framsetning samanborið við fyrri skýrslur nefndarinnar. Er það gert með hliðsjón af nýrri löggjöf um nefndina.

Lesa meira

Hvalfjarðargöngin og Sundabraut. Mat á kostum og göllum einkaframkvæmdar - 9.6.2006

  • Hvalfjarðargöng - suðurmunni

Á heimasíðu Ríkisendurskoðunar má finna nýútkomna greinargerð, þar sem fjallað er um kosti þess og galla að láta einkaaðila en ekki ríkið sjá um rekstur samgöngumannvirkja.

Niðurstöðurnar eru mjög áhugaverðar, ekki síst þar sem reynsla af undirbúningi og framkvæmd við gerð Hvalfjarðarganga er notuð til að meta væntanleg áform um gerð Sundabrautar.

Lesa meira

Fundur vegamálastjóra Evrópu haldinn á Íslandi - 31.5.2006

  • CEDR fundur 2006

Um síðastliðin áramót tók Vegagerðin við forsæti til eins árs í samtökum vegamálastjóra/aðstoðarvegamálastjóra í Evrópu, CEDR (Conference of European Directors of Roads).


Fyrri fundur vegamálastjóranna árið 2006 er haldinn í Reykjavík dagana 31. maí - 2. júní. Fyrsta daginn er undirbúningsfundur ráðgjafanefndar samtakanna sem í sitja forsetar síðustu 2ja ára ásamt núverandi og viðtakandi forsetum. 1. júní er svo fundur allra vegamálastjóra, þar sem farið verður yfir ýmis mál í innra starfi samtakanna. Lesa meira

Nýr vefur Vegagerðarinnar var opnaður þann 24. maí síðastliðinn - 30.5.2006

  • Forsíða vefsins

Kannanir sem gerðar hafa verið hjá viðskiptavinum Vegagerðarinnar sýna að þeir nota vefinn mikið til að afla sér upplýsinga, og líklegt að það komi enn til með aukast með bættri tölvuþekkingu og bættum tækjabúnaði hjá notendum.


Viðskiptavinir Vegagerðarinnar, hvort sem um er að ræða einstaklinga eða fyrirtæki eiga að geta sparað sér tíma í viðskiptum við Vegagerðina með því að afla sér upplýsinga í gegnum vefinn. Vefurinn verður þannig valkostur við hlið textavarps og síma og er kynningarvettvangur fyrir þjónustu Vegagerðarinnar og þau verkefni sem hún sinnir.

Lesa meira

Könnun á hagkvæmum leiðum til uppbyggingar farsímakerfa á heiðarvegum - 29.5.2006

  • Farsímasamband við þjóðvegi

Á liðnum árum hefur umræða verið um nauðsyn farsímasambands á þjóðvegum landsins í öryggisskyni og af þeim sökum hefur Vegagerðin haft það til skoðunar að stuðla að slíkri uppbyggingu

Vegagerðin hefur reynt að meta slíka framkvæmd og er ljóst að um er að ræða mjög kostnaðarsamt verkefni og því vildi Vegagerðin kanna möguleika á hagkvæmari útfærslum til að ná settu marki. Vegagerðin leitaði til Merkja- og fjarskiptastofu Verkfræðistofnunar Háskóla Íslands til að framkvæma slíka athugun og átti sú vinna sér stað á árinum 2003 og 2004.

Lesa meira

Rauði krossinn veitir viðurkenningar fyrir starf að umferðaröryggismálum - 25.5.2006

  • Vidurkenning Rauðakrossins
Á aðalfundi Rauða kross Íslands þann 20. maí tók Hreinn Haraldsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Vegagerðarinnar, við viðurkenningum fyrir störf Rannsóknarráðs umferðaröryggismála, RANNUM. Annars vegar var veitt viðurkenning til RANNUM fyrir mikilsvert framlag til umferðaröryggismála, og tók Hreinn við viðurkenningunni sem formaður stjórnar,og hins vegar voru Hreini og Óla H. Þórðarsyni formanni Umferðarráðs veittar viðurkenningar fyrir þeirra þátt í umferðaröryggisstarfi.

Lesa meira

Samningur um gerð Héðinsfjarðarganga - 20.5.2006

  • Héðinsfjarðargöng - Yfirlitsmynd frá Siglufirði
Laugardaginn 20. maí 2006 var undirritaður, um borð í bátnum Tý, í Síldarminjasafninu á Siglufirði verksamningur milli Vegagerðarinnar og fyrirtækjanna Metrostav a.s., Tékklandi og Háfells ehf. Reykjavík um gerð Héðinsfjarðarganga. Samningurinn var undirritaður af Jóni Rögnvaldssyni vegamálastjóra fyrir hönd Vegagerðarinnar og staðfestur af Sturlu Böðvarssyni samgönguráðherra. Fyrir hönd Metrostav a.s. undirrituðu samninginn þeir Jiri Belohlav aðalforstjóri og Zdenek Sinovski fjármálastjóri og fyrir hönd Háfells ehf., Eiður Haraldsson framkvæmdastjóri... Lesa meira

Umferðaröryggi í brennidepli - 8.5.2006

  • Umferð í Leirársveit

Austurríkismenn stýra Evrópu-sam-band-inu á fyrri hluta ársins 2006 og eitt megin áhersluefni þeirra þann tíma er umferðaröryggi. Af því tilefni boðuðu þeir til Evrópuráðstefnu um þau mál í Vínarborg í janúar 2006, þar sem margt athyglisvert kom fram. Þar sem efnisflokkurinn er mjög stór var umfjöllunin þrengd með því að beina sjónum fyrst og fremst að -öryggi vegamannvirkja en í þetta sinn síður að ökutækjum og ökumönnum. Fyrirlestrum og um-ræð-um var skipað niður í fjóra efnisflokka, sem um leið greina hvernig nú er unnið að flokkun umferðaröryggisstjórnunar vega í Evrópu, auk þess sem fjallað var um hagfræðilegt mat á umferðaröryggisáætlunum.

Lesa meira

Miðdalsgil á Bröttubrekku - 10.4.2006

  • Geir Jónsson

Þegar nýr vegur var lagður yfir Bröttubrekku 2001-2003 var ráðgert að rífa gömlu brúna yfir Miðdalsgil á Bröttubrekku.

Geir Jónsson í Dalsmynni, Þór Konráðsson hjá Arnarfelli ehf. og fleiri góðir menn höfðu hins vegar áhuga á að lagfæra brúna og koma henni í upphaflegt horf. Fór svo að Geir fékk brúna til varðveislu með leyfi landeiganda sem er Stafholtskirkja.

Lesa meira

Athugun á rannsóknargögnum v. vegganga til Vestmannaeyja - 21.3.2006

  • Vestmannaeyjar

Sérfræðingar hafa, að beiðni Vegagerðarinnar, farið yfir fyrirliggjandi rannsóknargögn vegna hugmynda um veggöng milli lands og Eyja, og skilað meðfylgjandi skýrslu.

Gerð er grein fyrir almennum aðstæðum til gangagerðar milli Vestmannaeyja og lands í ljósi nýjustu rannsókna sem farið hafa fram á svæðinu. Þar eru viðamestar rannsóknir ÍSOR sem fram fóru sumarið 2005 og skýrsla þar um sem kom út í nóvember 2005.

Lesa meira