Fréttir
  • Fjöldi samþykktra umsókna 2023 eftir flokkum.
  • Úthlutun fjárhæða eftir flokkum.
  • Fjöldi samþykktra umsókna 2023 eftir umsækjendum.
  • Úthlutun fjárhæða eftir umsækjendum.
  • Ólafur Sveinn Haraldsson, forstöðumaður rannsókna hjá Vegagerðinni.

150 milljónum úthlutað úr Rannsóknasjóði Vegagerðarinnar

78 verkefni styrkt

1.3.2023

Úthlutun úr Rannsóknasjóði Vegagerðarinnar fyrir árið 2023 er lokið en umsóknarfrestur rann út 27. janúar síðastliðinn. Alls bárust 124 umsóknir og sótt var um samtals 365,4 milljónir króna. Rannsóknaráð Vegagerðarinnar valdi 78 verkefni sem hljóta styrk að þessu sinni en sjóðurinn hafði 150 milljónir krónur til ráðstöfunar í ár.

Ólafur Sveinn Haraldsson, forstöðumaður rannsóknadeildar Vegagerðarinnar, segist vera ánægður með niðurstöðu úthlutunar í ár en valið hjá ráðinu hafi vissulega verið erfitt. „Þetta voru öll mjög frambærileg verkefni sem styðja markmið sjóðsins,“ segir hann.  

Verkefnin sem hlutu styrk í ár tengjast ýmsum þáttum sem varða vegagerð og byggingu samgöngumannvirkja á Íslandi. „Það er nógu af taka í þeim málum, enda mikil innviðauppbygging í gangi og stór verkefni fram undan,“ segir Ólafur Sveinn. 

Umsækjendur og verkefnisstjórar hafa fengið send skeyti um samþykkt eða synjun en upplýsingar um verkefni sem fengu styrk verða birtar á vef Vegagerðarinnar innan skamms. 

Samþykktar umsóknir skiptust þannig:

  • Verkfræðistofur: 24 umsóknir – samtals 48,7 m.kr.
  • Vegagerðin: 17 umsóknir – samtals 39,1 m.kr.
  • Háskólar: 24 umsóknir – samtals 40,2 m.kr.
  • Aðrar opinberar stofnanir og fyrirtæki: 3 umsóknir – samtals 5,2 m.kr.
  • Aðrir: 10 umsóknir – 16,8 m.kr.