Vegagerðin hefur tekið við rekstri Spalar
Vegagerðin hefur tekið við daglegum rekstri Spalar (Hvalfjarðarganga).
Skrifstofu Spalar á Akranesi var lokað þann 27. nóvember 2019 og allur daglegur rekstur færður yfir á skrifstofu Vegagerðarinnar. Veglykla og miða skal senda á þjónustustöð Vegagerðarinnar í Borgarnesi, Borgarbraut 66, 310 Borgarnes. Sími 522 1000 og netfang spolur@vegagerdin.is <mailto:spolur@vegagerdin.is>. Allar nánari upplýsingar veita Anna Reynis og Dóra Sigríður Gísladóttir fjárreiðudeild.
