1909

Þjóðólfur, 7. apríl 1909, 61. árg., 15. tbl., forsíða:

Alþingi
Fjárlagafrumvarpið
Var afgreitt frá neðri deild á laugardaginn var og skal hér getið helstu breytinganna, sem orðið hafa á frumvarpi stjórnarinnar í meðförunum í neðri deild.
.....
Útgjöldin til samgöngumálanna hafa verið færð niður um 13.500. Þau eru áætluð alls 1.065.000 kr.
Útgjöld til vegabóta eru hækkuð um rúml. 30.000 kr.. upp í rúml. 280.000 kr., 10.000 kr. fjárveiting síðara árið til Reykjadalsbrautar er flutt yfir á fjáraukalög til þess að koma sem fyrst brú á Laxá, og sömul. 10.000 kr. til Grímsnesbrautarinnar, en f. á. er bætt við í fjárlögunum 11.000 kr. fjárveitingu til Húnvetningsbrautar frá Blönduósi vestur að Víðidalsá. Í burtu er felld 4000 kr. veiting f. á. til þjóðvegar á Völlum í Suðurmúlasýslu, en bætt við 10.000 kr. f. á. til brúar á Laxá í Hornafirði og 5.000 kr. síð. á. til þjóðvegar frá Laxá að Bjarnanesi, ennfremur 1.000 kr. f. á. til þjóðvegar frá Ljárskógum til Svínadals, og hækkuð veiting til annarra þjóðvega um 5.000 kr. í því skyni, að fjölgað verði vörðum á Þorskafjarðarheiði og bætur verði gerðar á veginum milli Þingvalla og Geysis. Þá vill n.d. veita 300 kr. hv. á. til dragferjugjalds á Lagarfljóti, 5.000 kr. í . á. til Hvammstanga kaupstaðarvegar, 2.000 kr. f. á. til akvegar frá Dalvík inn Svarfaðardal, 2.000 kr. f. á. til Breiðdalsvegar, 4.500 kr. til brúar á Hölkná í Þistilfirði og 10.000 kr. til brúar á Sandá í Þistilfirði


Þjóðólfur, 7. apríl 1909, 61. árg., 15. tbl., forsíða:

Alþingi
Fjárlagafrumvarpið
Var afgreitt frá neðri deild á laugardaginn var og skal hér getið helstu breytinganna, sem orðið hafa á frumvarpi stjórnarinnar í meðförunum í neðri deild.
.....
Útgjöldin til samgöngumálanna hafa verið færð niður um 13.500. Þau eru áætluð alls 1.065.000 kr.
Útgjöld til vegabóta eru hækkuð um rúml. 30.000 kr.. upp í rúml. 280.000 kr., 10.000 kr. fjárveiting síðara árið til Reykjadalsbrautar er flutt yfir á fjáraukalög til þess að koma sem fyrst brú á Laxá, og sömul. 10.000 kr. til Grímsnesbrautarinnar, en f. á. er bætt við í fjárlögunum 11.000 kr. fjárveitingu til Húnvetningsbrautar frá Blönduósi vestur að Víðidalsá. Í burtu er felld 4000 kr. veiting f. á. til þjóðvegar á Völlum í Suðurmúlasýslu, en bætt við 10.000 kr. f. á. til brúar á Laxá í Hornafirði og 5.000 kr. síð. á. til þjóðvegar frá Laxá að Bjarnanesi, ennfremur 1.000 kr. f. á. til þjóðvegar frá Ljárskógum til Svínadals, og hækkuð veiting til annarra þjóðvega um 5.000 kr. í því skyni, að fjölgað verði vörðum á Þorskafjarðarheiði og bætur verði gerðar á veginum milli Þingvalla og Geysis. Þá vill n.d. veita 300 kr. hv. á. til dragferjugjalds á Lagarfljóti, 5.000 kr. í . á. til Hvammstanga kaupstaðarvegar, 2.000 kr. f. á. til akvegar frá Dalvík inn Svarfaðardal, 2.000 kr. f. á. til Breiðdalsvegar, 4.500 kr. til brúar á Hölkná í Þistilfirði og 10.000 kr. til brúar á Sandá í Þistilfirði