1909

Ísafold, 21. júlí 1909, 36. árg., 46. tbl., forsíða:

Fjárbúin.
Lögrétta á Hundavaði
Lögrétta hefir neitað að flytja þessa grein í heilu lagi, og fyrir því hefir Ísafold verið fyrir hana beðin.
Þótt ég hafi ekki lagt í vana minn að ansa rógburðarsögum þeim, er Lögrétta hefir af og til verið að flytja um mig síðan í fyrrasumar, þá finnst mér þó rétt að láta ritstjórn blaðsins vita það, að hún fer með rangt og ósatt mál í blaðinu 8. þ.m. í grein með fyrirsögninni "Bitlingar Þorleifs í Hólum"
Í grein þeirri er gefið í skyn og jafnvel sagt berum orðum, að ég hafi svælt 10.000 kr. út úr landsjóði, til að gera fyrir "fjárbrú" handa mér yfir Laxá. Þar er sagt, að áin sé ágæt yfirferðar, nema hvað hún geti stíflast svo á vetrardag, að óþægilegt sé að koma fé yfir hana, "en þess þurfi Hólabóndinn". Jafnframt er því bætt við, að sæmilega fjárbrú handa mér hefði mátt leggja yfir ána fyrir 1.000 kr.
Ég er nú smeykur um, Lögrétta sæl! að þessi rógur um mig komi að enn minni notum fyrir blaðið en verslunarmálarógur sá, er fluttur var um mig í blaðinu í fyrra sumar, og ímynda ég mér að Lögr. hafi þó orðið þess vör, að hann hafi illa dugað. - Allir sýslubúar mínir sem vildu vita það, vissu að blaðið var þá látið hlaupa með röklaus ósannindi.
Í þessu máli, sem hér er um að ræða, eru þó ósannindin enn augljósari öllum hér. Enginn er svo fáfróður hér í sýslu, að hann viti ekki, að ég hefi engin not af Laxárbrú til fjárrekstra, og allir kunnugir sjá, að hér er verið að búa til örgustu ósannindi, róg, sem ekki á beinlínis að verka hér í sýslu, heldur í fjarlægum héruðum, meðal ókunnugra.
En þótt útlit sé fyrir, að ritstjóra Lögréttu sé mjög hughaldið að ofsækja mig með lygasögum, pöntuðum eða heimagerðum, þá hefi ég þó þá von, að ýmsum af þeim heiðursmönnum, er að blaðinu standa, verði ljúft að láta það flytja þessa mótmælagrein þegar þeir fá vitneskju um:
að ég bý ekki við Laxá, og á hvergi land að henni;
að á milli Hóla og Laxár liggur jörðin Árnanes, stór tvíbýlisjörð:
að ég rek aldrei fé yfir Laxá, hvorki á vetrardag né endranær, ekki einu sinni, þegar ég rek á afrétt á vorin;
að ég staðhátta vegna þarf ekki að flytja neitt yfir Laxárbrú, og hefi ekki meiri not af henni en aðrir þeir, er búa austan árinnar.
Ég verð að vona, að ritstjórninni sé ljúft að fá að vita hið sanna í þessu, þótt hún sé búin að flagga með því, að sögumaður sinn verði ekki rengdur.
Lögrétta lætur sem hún viti ekki, að Laxárbrúin er á þjóðvegi, sem á að gera akfæran, og hún lætur sem hún viti ekki, að verkfræðingur landsins lét leggja í fyrrasumar hinn nýja þjóðveg hér að fyrirhuguðu brúarstæði á Laxá, þar sem áin fellur þrengst í gljúfrum. Langt er frá að ég ámæli lands-verkfræðingnum fyrir tillögur hans og framkvæmdir í þessu máli, þvert á móti álít ég að hann hafi hagað þessu vel og viturlega; en úr því að vegurinn var kominn að árgljúfrunum, hlaut næsta stigið að verða brúargerðar-"hneykslið", sem >Lögrétta talar mest um.
Öðrum slettum Lögréttu í minn garð, í þetta sinn og endranær, hirði ég eigi að ansa.
Þjóðsögurnar segja, að púkarnir fitni best af ljótum munnsöfnuði mannanna.
Útlit er fyrir að Lögr. álíti að rógur og illmæli um saklausa menn sé nauðsynlegt holdameðal.
Verði henni að góðu!
Bara það verði ekki álíka endingargóð fita og fita sú, sem sumir kalla "bjór-kvap".
Hólum 12. júní 1909.
Þorleifur Jónsson.


Ísafold, 21. júlí 1909, 36. árg., 46. tbl., forsíða:

Fjárbúin.
Lögrétta á Hundavaði
Lögrétta hefir neitað að flytja þessa grein í heilu lagi, og fyrir því hefir Ísafold verið fyrir hana beðin.
Þótt ég hafi ekki lagt í vana minn að ansa rógburðarsögum þeim, er Lögrétta hefir af og til verið að flytja um mig síðan í fyrrasumar, þá finnst mér þó rétt að láta ritstjórn blaðsins vita það, að hún fer með rangt og ósatt mál í blaðinu 8. þ.m. í grein með fyrirsögninni "Bitlingar Þorleifs í Hólum"
Í grein þeirri er gefið í skyn og jafnvel sagt berum orðum, að ég hafi svælt 10.000 kr. út úr landsjóði, til að gera fyrir "fjárbrú" handa mér yfir Laxá. Þar er sagt, að áin sé ágæt yfirferðar, nema hvað hún geti stíflast svo á vetrardag, að óþægilegt sé að koma fé yfir hana, "en þess þurfi Hólabóndinn". Jafnframt er því bætt við, að sæmilega fjárbrú handa mér hefði mátt leggja yfir ána fyrir 1.000 kr.
Ég er nú smeykur um, Lögrétta sæl! að þessi rógur um mig komi að enn minni notum fyrir blaðið en verslunarmálarógur sá, er fluttur var um mig í blaðinu í fyrra sumar, og ímynda ég mér að Lögr. hafi þó orðið þess vör, að hann hafi illa dugað. - Allir sýslubúar mínir sem vildu vita það, vissu að blaðið var þá látið hlaupa með röklaus ósannindi.
Í þessu máli, sem hér er um að ræða, eru þó ósannindin enn augljósari öllum hér. Enginn er svo fáfróður hér í sýslu, að hann viti ekki, að ég hefi engin not af Laxárbrú til fjárrekstra, og allir kunnugir sjá, að hér er verið að búa til örgustu ósannindi, róg, sem ekki á beinlínis að verka hér í sýslu, heldur í fjarlægum héruðum, meðal ókunnugra.
En þótt útlit sé fyrir, að ritstjóra Lögréttu sé mjög hughaldið að ofsækja mig með lygasögum, pöntuðum eða heimagerðum, þá hefi ég þó þá von, að ýmsum af þeim heiðursmönnum, er að blaðinu standa, verði ljúft að láta það flytja þessa mótmælagrein þegar þeir fá vitneskju um:
að ég bý ekki við Laxá, og á hvergi land að henni;
að á milli Hóla og Laxár liggur jörðin Árnanes, stór tvíbýlisjörð:
að ég rek aldrei fé yfir Laxá, hvorki á vetrardag né endranær, ekki einu sinni, þegar ég rek á afrétt á vorin;
að ég staðhátta vegna þarf ekki að flytja neitt yfir Laxárbrú, og hefi ekki meiri not af henni en aðrir þeir, er búa austan árinnar.
Ég verð að vona, að ritstjórninni sé ljúft að fá að vita hið sanna í þessu, þótt hún sé búin að flagga með því, að sögumaður sinn verði ekki rengdur.
Lögrétta lætur sem hún viti ekki, að Laxárbrúin er á þjóðvegi, sem á að gera akfæran, og hún lætur sem hún viti ekki, að verkfræðingur landsins lét leggja í fyrrasumar hinn nýja þjóðveg hér að fyrirhuguðu brúarstæði á Laxá, þar sem áin fellur þrengst í gljúfrum. Langt er frá að ég ámæli lands-verkfræðingnum fyrir tillögur hans og framkvæmdir í þessu máli, þvert á móti álít ég að hann hafi hagað þessu vel og viturlega; en úr því að vegurinn var kominn að árgljúfrunum, hlaut næsta stigið að verða brúargerðar-"hneykslið", sem >Lögrétta talar mest um.
Öðrum slettum Lögréttu í minn garð, í þetta sinn og endranær, hirði ég eigi að ansa.
Þjóðsögurnar segja, að púkarnir fitni best af ljótum munnsöfnuði mannanna.
Útlit er fyrir að Lögr. álíti að rógur og illmæli um saklausa menn sé nauðsynlegt holdameðal.
Verði henni að góðu!
Bara það verði ekki álíka endingargóð fita og fita sú, sem sumir kalla "bjór-kvap".
Hólum 12. júní 1909.
Þorleifur Jónsson.