1907

Reykjavík, 25. júní 1907, 8. árg., 48. tbl., forsíða:

Þingmálafundur
að Seljalandi (Rangárv.sýslu) 10. júní. (Frá skrifara fundarins).
¿
Vegamálið. Fundurinn mótmælir því að viðhald og endurreisn brúnna á Þjórsá og Ölvesá sé varpað á sýslufélögin, svo og viðhaldi og endurreisn annara stórbrúa á landinu.
¿
Brú á Rangá. Fundurinn álítur æskilegt að brúin yrði á Ægissíðuhöfða, ef til þess nægði 5000 kr. tillag frá sýslusjóði.
¿
Járnbraut frá Rvík austur í Rangárvallasýslu. Fundurinn telur það mál eitt af þýðingarmestu framfaramálum landsins og skorar á Alþingi að gera allt sem mögulegt er til þess að flýta fyrir því máli.


Reykjavík, 25. júní 1907, 8. árg., 48. tbl., forsíða:

Þingmálafundur
að Seljalandi (Rangárv.sýslu) 10. júní. (Frá skrifara fundarins).
¿
Vegamálið. Fundurinn mótmælir því að viðhald og endurreisn brúnna á Þjórsá og Ölvesá sé varpað á sýslufélögin, svo og viðhaldi og endurreisn annara stórbrúa á landinu.
¿
Brú á Rangá. Fundurinn álítur æskilegt að brúin yrði á Ægissíðuhöfða, ef til þess nægði 5000 kr. tillag frá sýslusjóði.
¿
Járnbraut frá Rvík austur í Rangárvallasýslu. Fundurinn telur það mál eitt af þýðingarmestu framfaramálum landsins og skorar á Alþingi að gera allt sem mögulegt er til þess að flýta fyrir því máli.