1907

Ísafold, 17. júlí 1907, 24.árg., 49. tbl., bls. 194:

Viðhald vega.
Landsstjórnin mun ætla að leggja fyrir Alþingi í sumar frumvarp til breytinga á vegalögunum. Meðal annars um breytingu á viðhaldsskyldu flutningabrauta. Stærsta breytingin og hættulegasta miðar til þess, að skjóta viðhaldsbyrðinni frá landssjóði á sýslusjóðina, þ.e. öllum kostnaði við aðgerð á vegum þeim flestöllum, er í byggðum héruðum liggja. Breytingar þessar munu gerðar að ráði verkfræðings landsins (J.Þ.) Viðhaldskostnaðurinn um árið áætlar saml. verkfr. 75 kr. á röst hverja, eða um 562 kr. á míluna.
Ekki hefir frumvarp þetta í heild komið fyrir almennings augu enn, að ég viti til, fremur en svo mörg önnur frumv. frá stjórn vorri, sem nú er. Mundi þó öll þörf að athuga það og ræða áður en þingið fær það til meðferðar í ógrynnis-önnum. Þörf að athuga það frá almennu sjónarmiði og enn meiri þörf fyrir ákveðin svæði.
Hér verða ástæður Árnessýslu sérstaklega skyldar.
Alkunnugt er það, að Árnessýsla er stærsta sýsla landsins, fólksflest og best löguð til búnaðarbóta.
Hitt er sjaldnar minnst á, og vakir því óljósar fyrir mönnum, að Árnessýsla á minna land að sjó en nokkur önnur sýsla á landinu. Lítill hluti af ummáli hennar nær til sjávar, - sjávar, sem engu skipi getur skilað heilu til hafnar, smáu né stóru, svo mánuðum skiptir á vetrum og ef til vill vikum saman á sumrum. Um 40-50 rasta vegur í minnsta lagi, og fjallvegur einatt illfær eða ófær á veturna, er milli sýslunnar og næstu hafna. Ellefu hreppar eiga að sækja yfir aðra hreppa þvera og endilanga á leið til sjávar, og 5 (bráðum 6) hreppar yfir 3-4 aðra hreppa.
Sumir hrepparnir eru luktir stórum vötnum, er einatt geta orðið ófær, Þverá, Kálfá, Stóralaxá, Litlalaxá o. fl. ár eru enn alveg óbrúaðar. Sumar aðrar hafa verið brúaðar á auðveldustu stöðum, en fjarri notalegustu leiðum; og þó nú sé þegar komin brú á Hvítá, er hún meira en þingmannaleið ofar en Ölfusárbrúin.
Af þessu geta ókunnugir skilið, að í Árnessýslu er afar mikil þörf á brúm og vegum, bæði mörgum og löngum.
Sýslubúar hafa fundið þetta best sjálfir, og þeir hafa ekki legið á liði sínu. Sýsluvegasjóður hefir lagt fé móti landssjóði, svo mikið sem lánstraust hans þolir, og öllu meira en ástæður leyfa, til brúa og akbrauta, sem skipta mílum að vegarlengd.
Auk þess hafa félög og einstakir menn sléttað út á köflum og lagað margra mílna vegi til bráðabirgða-akfæris. Enn eru þó ólagðir vegir og ólagðar margar, margar mílur.
Aðalbrautin yfir þvera sýsluna, Austurbrautin, var lögð á kostnað landssjóðs, lögð til hafnlausu sýslnanna í jafnaðar skyni móti kostnaði til gufuskipaferða og strandferða, er aðrar sýslur landsins hafa beinu notin af.
Austurbrautin er ekki að eins fyrir Árnesinga, heldur og Rangæinga og Skaftfellinga (sem hvorir tveggja eru enn ver settir að sumu leyti en Árnesingar). En hún er ekki síður vatn á myllu Reykvíkinga. Hún er lífæð fyrir verslun bæjarins og bjargræði bæjarbúa; fyrir brautina er miklu meira flutt og sótt til þeirra, auk þess sem þeir nota hana beinlínis. Enn fremur er fjöldi útlendinga, sem ferðast um braut þessa.
Austurbrautin er lögð af landssjóðs hálfu skilyrðislaust og án sérstakra skylduákvæða, eða óbærilegrar byrði fyrir sýslurnar.
Að leggja viðhald þessarar brautar á sýslurnar, sem hún liggur um, væri jafn réttlátt og jafn hyggilegt eins og að láta kaupstaðina eina og þær sýslur, sem beint not hafa af gufuskipaferðum og strandferðum, kosta þessar skipaferðir, ef ekki væri unnt að fá þær ódýrari landinu eftirleiðis en að undanförnu.
Þessa jafnréttiskröfu hljóta hlutaðeigandi sýslur að gjöra móti hinni.
Að þetta sé hvorki mælt af mótþróa né sérhlífni skal ég nú leitast við að sýna með tölum.
Árið 1906 voru allar tekjur sýsluvegasjóðs Árnessýslu 2860 kr. (fyrir utan 8000 kr. lántöku til Skeiðavegarins). Af þeim ganga 1638 kr. til vaxta og afborgana af lánum til brúa og vega að mestu leyti. Eru þá eftir 1122 kr., sem eiga að fullnægja brýnustu þörfum í 16 hreppum, þ. e. kr. 76,36 í hrepp til jafnaðar. Með svo litlu fé er ekki einu sinni hægt að laga almennilega það, sem ófært er orðið af gamla vegagerðarkákinu.
Hve mikið fé þarf nú til viðhalds þeim vegum, sem búið er að leggja?
Af Austurbraut, milli Kamba og Þjórsárbrúar, eru það rúmar 32 rastir, Bakkabraut 12 rastir og Skeiðavegur verður líklega nálægt 15 rastir = 59 r. Sé viðhaldskostnaður 75 kr. á röst verður þetta 4425 kr. Þetta er hátt upp í tvöfalt meir en allar tekjur sýsluvegasjóðsins - en þó ekki nema lítill hluti af landssjóðsfé því, er til vega gengur.
Hvar á að taka þetta fé?
Stjórnin hefir í frumvarpi sínu ekki séð sér fært að leyfa tvöfalda hækkun á dagsverki fyrir verkfæra karlmenn eða meira, eftir því sem verkfærum mönnum fækkar í sýslunum. Hún mun gera ráð fyrir því, að nema úr lögum gjaldskyldu til sýsluvegasjóða, en demba öllu saman á sýslusjóðina.
Hver verðu þá afleiðingin af þessari breyting?
Ekki verður gjaldið minna fyrir hana. En sé ekki í frumvarpinu gert ráð fyrir breyting á gjaldskyldu til sýslusjóðanna, þá færast gjöldin, mikill hluti af vegafénu, frá sjóþorpabúum yfir á bændur. Ábúðar- og lausafjárhundruð taka þá við vegabyrðinni af verkfæru mönnunum. Mönnunum, sem alltaf fækkar í sveitum, en fjölgar við sjó. Þeir, verkamennirnir og bændurnir, þurfa þó að nota veginn til að komast burt úr sveitunum.
Þingið hefir mörg ár rutt braut frá sveitum til kaupstaða og sjóþorpa, en sjaldan hefir verið reynt að setja svona aflmikla gangvél (mótor) á brautina til að draga bændur burt úr sveitunum.
30. júní 1907.


Ísafold, 17. júlí 1907, 24.árg., 49. tbl., bls. 194:

Viðhald vega.
Landsstjórnin mun ætla að leggja fyrir Alþingi í sumar frumvarp til breytinga á vegalögunum. Meðal annars um breytingu á viðhaldsskyldu flutningabrauta. Stærsta breytingin og hættulegasta miðar til þess, að skjóta viðhaldsbyrðinni frá landssjóði á sýslusjóðina, þ.e. öllum kostnaði við aðgerð á vegum þeim flestöllum, er í byggðum héruðum liggja. Breytingar þessar munu gerðar að ráði verkfræðings landsins (J.Þ.) Viðhaldskostnaðurinn um árið áætlar saml. verkfr. 75 kr. á röst hverja, eða um 562 kr. á míluna.
Ekki hefir frumvarp þetta í heild komið fyrir almennings augu enn, að ég viti til, fremur en svo mörg önnur frumv. frá stjórn vorri, sem nú er. Mundi þó öll þörf að athuga það og ræða áður en þingið fær það til meðferðar í ógrynnis-önnum. Þörf að athuga það frá almennu sjónarmiði og enn meiri þörf fyrir ákveðin svæði.
Hér verða ástæður Árnessýslu sérstaklega skyldar.
Alkunnugt er það, að Árnessýsla er stærsta sýsla landsins, fólksflest og best löguð til búnaðarbóta.
Hitt er sjaldnar minnst á, og vakir því óljósar fyrir mönnum, að Árnessýsla á minna land að sjó en nokkur önnur sýsla á landinu. Lítill hluti af ummáli hennar nær til sjávar, - sjávar, sem engu skipi getur skilað heilu til hafnar, smáu né stóru, svo mánuðum skiptir á vetrum og ef til vill vikum saman á sumrum. Um 40-50 rasta vegur í minnsta lagi, og fjallvegur einatt illfær eða ófær á veturna, er milli sýslunnar og næstu hafna. Ellefu hreppar eiga að sækja yfir aðra hreppa þvera og endilanga á leið til sjávar, og 5 (bráðum 6) hreppar yfir 3-4 aðra hreppa.
Sumir hrepparnir eru luktir stórum vötnum, er einatt geta orðið ófær, Þverá, Kálfá, Stóralaxá, Litlalaxá o. fl. ár eru enn alveg óbrúaðar. Sumar aðrar hafa verið brúaðar á auðveldustu stöðum, en fjarri notalegustu leiðum; og þó nú sé þegar komin brú á Hvítá, er hún meira en þingmannaleið ofar en Ölfusárbrúin.
Af þessu geta ókunnugir skilið, að í Árnessýslu er afar mikil þörf á brúm og vegum, bæði mörgum og löngum.
Sýslubúar hafa fundið þetta best sjálfir, og þeir hafa ekki legið á liði sínu. Sýsluvegasjóður hefir lagt fé móti landssjóði, svo mikið sem lánstraust hans þolir, og öllu meira en ástæður leyfa, til brúa og akbrauta, sem skipta mílum að vegarlengd.
Auk þess hafa félög og einstakir menn sléttað út á köflum og lagað margra mílna vegi til bráðabirgða-akfæris. Enn eru þó ólagðir vegir og ólagðar margar, margar mílur.
Aðalbrautin yfir þvera sýsluna, Austurbrautin, var lögð á kostnað landssjóðs, lögð til hafnlausu sýslnanna í jafnaðar skyni móti kostnaði til gufuskipaferða og strandferða, er aðrar sýslur landsins hafa beinu notin af.
Austurbrautin er ekki að eins fyrir Árnesinga, heldur og Rangæinga og Skaftfellinga (sem hvorir tveggja eru enn ver settir að sumu leyti en Árnesingar). En hún er ekki síður vatn á myllu Reykvíkinga. Hún er lífæð fyrir verslun bæjarins og bjargræði bæjarbúa; fyrir brautina er miklu meira flutt og sótt til þeirra, auk þess sem þeir nota hana beinlínis. Enn fremur er fjöldi útlendinga, sem ferðast um braut þessa.
Austurbrautin er lögð af landssjóðs hálfu skilyrðislaust og án sérstakra skylduákvæða, eða óbærilegrar byrði fyrir sýslurnar.
Að leggja viðhald þessarar brautar á sýslurnar, sem hún liggur um, væri jafn réttlátt og jafn hyggilegt eins og að láta kaupstaðina eina og þær sýslur, sem beint not hafa af gufuskipaferðum og strandferðum, kosta þessar skipaferðir, ef ekki væri unnt að fá þær ódýrari landinu eftirleiðis en að undanförnu.
Þessa jafnréttiskröfu hljóta hlutaðeigandi sýslur að gjöra móti hinni.
Að þetta sé hvorki mælt af mótþróa né sérhlífni skal ég nú leitast við að sýna með tölum.
Árið 1906 voru allar tekjur sýsluvegasjóðs Árnessýslu 2860 kr. (fyrir utan 8000 kr. lántöku til Skeiðavegarins). Af þeim ganga 1638 kr. til vaxta og afborgana af lánum til brúa og vega að mestu leyti. Eru þá eftir 1122 kr., sem eiga að fullnægja brýnustu þörfum í 16 hreppum, þ. e. kr. 76,36 í hrepp til jafnaðar. Með svo litlu fé er ekki einu sinni hægt að laga almennilega það, sem ófært er orðið af gamla vegagerðarkákinu.
Hve mikið fé þarf nú til viðhalds þeim vegum, sem búið er að leggja?
Af Austurbraut, milli Kamba og Þjórsárbrúar, eru það rúmar 32 rastir, Bakkabraut 12 rastir og Skeiðavegur verður líklega nálægt 15 rastir = 59 r. Sé viðhaldskostnaður 75 kr. á röst verður þetta 4425 kr. Þetta er hátt upp í tvöfalt meir en allar tekjur sýsluvegasjóðsins - en þó ekki nema lítill hluti af landssjóðsfé því, er til vega gengur.
Hvar á að taka þetta fé?
Stjórnin hefir í frumvarpi sínu ekki séð sér fært að leyfa tvöfalda hækkun á dagsverki fyrir verkfæra karlmenn eða meira, eftir því sem verkfærum mönnum fækkar í sýslunum. Hún mun gera ráð fyrir því, að nema úr lögum gjaldskyldu til sýsluvegasjóða, en demba öllu saman á sýslusjóðina.
Hver verðu þá afleiðingin af þessari breyting?
Ekki verður gjaldið minna fyrir hana. En sé ekki í frumvarpinu gert ráð fyrir breyting á gjaldskyldu til sýslusjóðanna, þá færast gjöldin, mikill hluti af vegafénu, frá sjóþorpabúum yfir á bændur. Ábúðar- og lausafjárhundruð taka þá við vegabyrðinni af verkfæru mönnunum. Mönnunum, sem alltaf fækkar í sveitum, en fjölgar við sjó. Þeir, verkamennirnir og bændurnir, þurfa þó að nota veginn til að komast burt úr sveitunum.
Þingið hefir mörg ár rutt braut frá sveitum til kaupstaða og sjóþorpa, en sjaldan hefir verið reynt að setja svona aflmikla gangvél (mótor) á brautina til að draga bændur burt úr sveitunum.
30. júní 1907.