1907

Þjóðólfur, 26. júlí 1907, 59. árg., 32. tbl., forsíða:

Vegamál.
Nefndarálit í því máli er nú komið, en ekki er unnt að svo, stöddu rúmsins vegna, að gera nákvæmar grein fyrir breytingatillögum nefndarinnar, er fallist hefur á aðalstefnu frv., með vissum skilyrðum. Er nánar skýrt frá þessu í einum kafla nefndarálitsins, sem er svo látandi:
"-- Í vegafrumvarpi þessu eru ekki að eins fólgnar þýðingarmiklar breytingar á núgildandi vegalögum og viðaukar við þau, heldur markar frumvarp þetta algerða stefnubreyting í vegamálum landsins að því leyti, að viðhaldskostnaður flutningabrauta og akfærra þjóðvega er fluttur af landsjóði yfir á sýslur þær, er vegirnir liggja í með örfáum undantekningum, er landsjóður á að kosta viðhald á, eins og að undanförnu. Ástæðan fyrir þessari breytingu er aðallega talin sú, að með þeim kröfum, sem nú sé farið að gera til vegalagninga og eftir hinni vaxandi vegaþörf, sé landsjóði öldungis ókleift, bæði að leggja vegina og kosta viðhald þeirra. Landsjóður hafi í svo mörg horn að líta, svo mörgum þörfum og kröfum að sinna, að hann geti ekki fullnægt vegalagningarkröfum nema í mjög litlum mæli, ef hann eigi jafnframt að kosta viðhaldið, eins og að undanförnu. En sá dráttur á nauðsynlegum vegagerðum, er af þessu mundi stafa, yrði afar óheppilegur og tilfinnanlegur fyrir landsmenn.
Nefndin hefur orðið samdóma um, að naumast verði hjá því komist, að gera breytingu á núgildandi vegalögum í þá stefnu, er frv. fer fram á, en stingur hinsvegar upp á ýmsum ívilnunum, er geri sýslufélögunum léttar fyrir að taka að sér þær byrðar, er frv. leggur þeim á herðar.
Samkvæmt uppástungum landsverkfræðingsins yrði árlegur viðhaldskostnaður, er sýslufélögin ættu að greiða, rúm 49.000 kr., þ. e. að segja, þá er allar þær vegagerðir, er frv. gerir ráð fyrir, eru komnar í kring. Og þessi viðhaldskostnaður kæmi mjög mismunandi niður á hin einstöku sýslufélög, eins og eðlilegt er, því að vegaþörfin er svo mismunandi. Þau héruð, er hafa svo að segja engin not af strandferðunum þarfnast einmitt veganna mest, og þessi kostnaður kemur harðast niður á þeim, t.d. Árnessýslu 7500 kr., þá er vegir þar eru komnir í það horf, er frv. gerir ráð fyrir, enda er sú sýsla langhæst með þetta gjald. Næst kemur Húnavatnssýsla með 5300 kr., þá Mýrarsýsla með 4630 kr., þá Eyjafjarðarsýsla með 440 kr., Þingeyjarsýsla með 4330 kr. o. s.. frv. Að vísu er ekki enn lagður fullur helmingur þeirra flutningabrauta, sem frv. tiltekur, svo að viðhaldskostnaðurinn verður fyrst um sinn ekki nándanærri svona hár. Viðhald þeirra vega, sem nú eru lagðir yrði sýslufélögunum því naumast ókleift, en við það má ekki miða, heldur við vegaviðhaldið, eins og það yrði, þá er ákvæði frv. eru komin til framkvæmda.
Eins og sjá má af frv. eru allar brýr, bæði stórar og smáar, taldar með vegum þeim, er þær liggja á, og viðhald þeirra háð sömu reglum sem veganna. Árnes- og Rangárvallasýslur eiga því að kosta viðhald stórbrúnna yfir Þjórsá og Ölfusá, viðhald, sem nú hvílir á landsjóði. Nefndin var samdóma um, að þetta væri allþung byrði, enda þótt um smærri brýr væri að ræða en þessar. Það hefur því verið stungið upp á þeirri miðlun, að ef miklar skemmdir verða á brúm þessum af jarðskjálftum, ofviðri eða örðum ófyrirsjáanlegum atvikum, þá skuli landsjóður bæta þær skemmdir að öllu leyti á sinn kostnað. Hinsvegar mun það hafa verið meining stjórnarinnar, þótt það komi ekki nógu glöggt fram í frumvarpinu, að landsjóður kostaði, þá er þörf krefði, endurbyggingu allra hinna stærri brúa (járnbrúa) á flutningabrautum, en ekki sýslufélögin, og landverkfræðingurinn, er kvaddur hefur verið álits um þetta mál, hefur skýrt nefndinni frá, að hann hafi ávalt talið þetta fyrirkomulag sjálfsagt. En með því að áríðandi er, að þessum skilningi laganna slegið algerlega föstum, svo ekki sé um að villast, þykir réttast að taka þetta skýrt fram í frv. og hefur því nefndin gert ákveðna tillögu um það. Hefði landsjóður ekki haft þessa lagaskyldu, gat ekki annað komið til mála, en að sýslufélögin hefðu heimtað álag á brýrnar, er þau tóku við þeim. En nú virðist mega við það una, að um afhending brúa gildi hið sama og um afhending vega, að allt sé í góðu standi, er afhendingin fer fram.
Þá hefur og nefndin tekið það beinlínis fram með ákveðinni tillögu, að sama skylda um bætur á ófyrirsjáanlegum skemmdum og um endurbygginu hvíli á landssjóði, að því er snertir allar brýr, er þegar eru byggðar eða byggðar verða á flutningabrautum og kosta yfir 15.000 kr.
Nefndin var öll á einu máli um það, að það hlyti að vera sjálfsögð afleiðing af þessari stefnubreyting í vegaviðhaldinu, er frumv. gerir, að eftirstöðvar þessara lána naumast fara mikið fram úr 20.000 kr. - Samskonar lán sem tekin eru annarsstaðar en í viðlagasjóði munu vera örfá, og sú upphæð sáralítil, og leiðir það af sjálfu sér, að landsjóður tekur að sér, að greiða eftirstöðvar þeirra lána, frá sama tíma og hin falla niður." --


Þjóðólfur, 26. júlí 1907, 59. árg., 32. tbl., forsíða:

Vegamál.
Nefndarálit í því máli er nú komið, en ekki er unnt að svo, stöddu rúmsins vegna, að gera nákvæmar grein fyrir breytingatillögum nefndarinnar, er fallist hefur á aðalstefnu frv., með vissum skilyrðum. Er nánar skýrt frá þessu í einum kafla nefndarálitsins, sem er svo látandi:
"-- Í vegafrumvarpi þessu eru ekki að eins fólgnar þýðingarmiklar breytingar á núgildandi vegalögum og viðaukar við þau, heldur markar frumvarp þetta algerða stefnubreyting í vegamálum landsins að því leyti, að viðhaldskostnaður flutningabrauta og akfærra þjóðvega er fluttur af landsjóði yfir á sýslur þær, er vegirnir liggja í með örfáum undantekningum, er landsjóður á að kosta viðhald á, eins og að undanförnu. Ástæðan fyrir þessari breytingu er aðallega talin sú, að með þeim kröfum, sem nú sé farið að gera til vegalagninga og eftir hinni vaxandi vegaþörf, sé landsjóði öldungis ókleift, bæði að leggja vegina og kosta viðhald þeirra. Landsjóður hafi í svo mörg horn að líta, svo mörgum þörfum og kröfum að sinna, að hann geti ekki fullnægt vegalagningarkröfum nema í mjög litlum mæli, ef hann eigi jafnframt að kosta viðhaldið, eins og að undanförnu. En sá dráttur á nauðsynlegum vegagerðum, er af þessu mundi stafa, yrði afar óheppilegur og tilfinnanlegur fyrir landsmenn.
Nefndin hefur orðið samdóma um, að naumast verði hjá því komist, að gera breytingu á núgildandi vegalögum í þá stefnu, er frv. fer fram á, en stingur hinsvegar upp á ýmsum ívilnunum, er geri sýslufélögunum léttar fyrir að taka að sér þær byrðar, er frv. leggur þeim á herðar.
Samkvæmt uppástungum landsverkfræðingsins yrði árlegur viðhaldskostnaður, er sýslufélögin ættu að greiða, rúm 49.000 kr., þ. e. að segja, þá er allar þær vegagerðir, er frv. gerir ráð fyrir, eru komnar í kring. Og þessi viðhaldskostnaður kæmi mjög mismunandi niður á hin einstöku sýslufélög, eins og eðlilegt er, því að vegaþörfin er svo mismunandi. Þau héruð, er hafa svo að segja engin not af strandferðunum þarfnast einmitt veganna mest, og þessi kostnaður kemur harðast niður á þeim, t.d. Árnessýslu 7500 kr., þá er vegir þar eru komnir í það horf, er frv. gerir ráð fyrir, enda er sú sýsla langhæst með þetta gjald. Næst kemur Húnavatnssýsla með 5300 kr., þá Mýrarsýsla með 4630 kr., þá Eyjafjarðarsýsla með 440 kr., Þingeyjarsýsla með 4330 kr. o. s.. frv. Að vísu er ekki enn lagður fullur helmingur þeirra flutningabrauta, sem frv. tiltekur, svo að viðhaldskostnaðurinn verður fyrst um sinn ekki nándanærri svona hár. Viðhald þeirra vega, sem nú eru lagðir yrði sýslufélögunum því naumast ókleift, en við það má ekki miða, heldur við vegaviðhaldið, eins og það yrði, þá er ákvæði frv. eru komin til framkvæmda.
Eins og sjá má af frv. eru allar brýr, bæði stórar og smáar, taldar með vegum þeim, er þær liggja á, og viðhald þeirra háð sömu reglum sem veganna. Árnes- og Rangárvallasýslur eiga því að kosta viðhald stórbrúnna yfir Þjórsá og Ölfusá, viðhald, sem nú hvílir á landsjóði. Nefndin var samdóma um, að þetta væri allþung byrði, enda þótt um smærri brýr væri að ræða en þessar. Það hefur því verið stungið upp á þeirri miðlun, að ef miklar skemmdir verða á brúm þessum af jarðskjálftum, ofviðri eða örðum ófyrirsjáanlegum atvikum, þá skuli landsjóður bæta þær skemmdir að öllu leyti á sinn kostnað. Hinsvegar mun það hafa verið meining stjórnarinnar, þótt það komi ekki nógu glöggt fram í frumvarpinu, að landsjóður kostaði, þá er þörf krefði, endurbyggingu allra hinna stærri brúa (járnbrúa) á flutningabrautum, en ekki sýslufélögin, og landverkfræðingurinn, er kvaddur hefur verið álits um þetta mál, hefur skýrt nefndinni frá, að hann hafi ávalt talið þetta fyrirkomulag sjálfsagt. En með því að áríðandi er, að þessum skilningi laganna slegið algerlega föstum, svo ekki sé um að villast, þykir réttast að taka þetta skýrt fram í frv. og hefur því nefndin gert ákveðna tillögu um það. Hefði landsjóður ekki haft þessa lagaskyldu, gat ekki annað komið til mála, en að sýslufélögin hefðu heimtað álag á brýrnar, er þau tóku við þeim. En nú virðist mega við það una, að um afhending brúa gildi hið sama og um afhending vega, að allt sé í góðu standi, er afhendingin fer fram.
Þá hefur og nefndin tekið það beinlínis fram með ákveðinni tillögu, að sama skylda um bætur á ófyrirsjáanlegum skemmdum og um endurbygginu hvíli á landssjóði, að því er snertir allar brýr, er þegar eru byggðar eða byggðar verða á flutningabrautum og kosta yfir 15.000 kr.
Nefndin var öll á einu máli um það, að það hlyti að vera sjálfsögð afleiðing af þessari stefnubreyting í vegaviðhaldinu, er frumv. gerir, að eftirstöðvar þessara lána naumast fara mikið fram úr 20.000 kr. - Samskonar lán sem tekin eru annarsstaðar en í viðlagasjóði munu vera örfá, og sú upphæð sáralítil, og leiðir það af sjálfu sér, að landsjóður tekur að sér, að greiða eftirstöðvar þeirra lána, frá sama tíma og hin falla niður." --