1907

Þjóðólfur, 20. september 1907, 59. árg., 41. tbl., forsíða:

Alþingi.
Fjárlögin.
1908-1909. Tekjurnar taldar 2.822.530 kr. að meðtaldri 500 þús. kr. lántöku, er afborgast skal á 15 árum frá 1. jan. 1910 að telja, en útgjöldin eru 2.848.042 kr. 67 aurar, og er þá tekjuhallinn 25.512 kr. 67 aurar. Hinar helstu fjárveitingar bæði árin að samanlögðu eru: til hinnar æðstu stjórnar 100 þús. kr. Til Alþingis og milliþinganefndar o. fl. 65.600 kr. Dómgæsla og lögreglustjórn o. fl. 207.300 kr. Læknaskipunin 269.301 kr. 20 aur. Til samgöngumála eru veittar alls 1.208.301 kr. og 47 aurar. Til vegabóta ganga 307,100 kr., og fer af því 18.000 kr. til verkfræðinga og undirbúnings vegagerða. Til flutningabrauta 134.000 ( á Fagradal 55.000, upp Borgarfjörð 30.000, frá Húsavík að Einarsstöðum 25.000 og til viðhalds 24.000). Til þjóðvega 105.000 (í Sunnlendingafjórðungi 17.000, þar af síðara árið 5.000 kr. f. á. til vegagerðar í Helgafellssveit; í Norðlendingafjórðungi 15.000 kr. til vega og 33.000 f. á. til brúargerðar á Fnjóská; í Austfirðingafjórðungi 18.000). 16.500 kr. eru veittar f. á. til að gera nákvæmlega landmælingar við ákvörðun járnbrautarstæðis frá Reykjavík til Þjórsár.


Þjóðólfur, 20. september 1907, 59. árg., 41. tbl., forsíða:

Alþingi.
Fjárlögin.
1908-1909. Tekjurnar taldar 2.822.530 kr. að meðtaldri 500 þús. kr. lántöku, er afborgast skal á 15 árum frá 1. jan. 1910 að telja, en útgjöldin eru 2.848.042 kr. 67 aurar, og er þá tekjuhallinn 25.512 kr. 67 aurar. Hinar helstu fjárveitingar bæði árin að samanlögðu eru: til hinnar æðstu stjórnar 100 þús. kr. Til Alþingis og milliþinganefndar o. fl. 65.600 kr. Dómgæsla og lögreglustjórn o. fl. 207.300 kr. Læknaskipunin 269.301 kr. 20 aur. Til samgöngumála eru veittar alls 1.208.301 kr. og 47 aurar. Til vegabóta ganga 307,100 kr., og fer af því 18.000 kr. til verkfræðinga og undirbúnings vegagerða. Til flutningabrauta 134.000 ( á Fagradal 55.000, upp Borgarfjörð 30.000, frá Húsavík að Einarsstöðum 25.000 og til viðhalds 24.000). Til þjóðvega 105.000 (í Sunnlendingafjórðungi 17.000, þar af síðara árið 5.000 kr. f. á. til vegagerðar í Helgafellssveit; í Norðlendingafjórðungi 15.000 kr. til vega og 33.000 f. á. til brúargerðar á Fnjóská; í Austfirðingafjórðungi 18.000). 16.500 kr. eru veittar f. á. til að gera nákvæmlega landmælingar við ákvörðun járnbrautarstæðis frá Reykjavík til Þjórsár.