1907

Norðurland, 14. des. 1907, 7. árg., 18. tbl., bls. 72:

Mótorvagninn.
Loks er þá svo komið að einn mótorvagn er til á þessu landi og farið að nota hann til flutninga hér á brautinni fram Eyjafjörð.
Frá því hefir verið skýrt fyrir nokkuru að vagninn var kominn til landsins. Maðurinn sem keypti hann í Þýskalandi fyrir Magnús Sigurðsson á Grund, Jón Sigurðsson á Hellulandi í Skagafirði, hefir dvalið hér undanfarið, sett vagninn saman og komið honum af stað og hefir það allt gengið ágætlega vel og greiðlega.
Vagninn ber rúmlega 3000 pund og er knúinn áfram af bensínmótor. Vagn þessi hafði verið smíðaður fyrir rúmu ári áður en hann var keyptur og notaður til flutninga en eigendurnir seldu hann af því þeir þurftu að fá sér stærri vagn. Vagninn á að geta farið um 20 kílómetra á klukkutíma, en líklega ekki gerlegt að fara svo hratt á honum á þessum vegi sem hér er. Fram að Grund í Eyjafirði er brautin um 19 kílómetra og hefir sú leið verið farin á 1 klukkutíma og 40 mínútum, en vel getur þó verið að hægt sé að fara þessa leið á skemri tíma. Að þessu hafi verið flutt á honum 2600 pund og hefir Magnús ekki viljað flytja meira á honum í einu að þessu, einkum vegna þess að brýrnar á brautinni eru svo veikar, að hann telur þær hættulegar fyrir mikinn þunga. Hefir þeim verið hrækt upp úr veiku efni og hálfónýtu og farnar að fúna.
Fjarri fer því að brautin reynist hentug fyrir mótorvagn. Þegar hún var lögð, hafði verið lagt svo fyrir vegastjórann að hugsa mest um að hún yrði sem ódýrust; hæðirnar á veginum eru því sumstaðar alltof miklar, líklega um 1 á móti 12 til 1 á móti 15. Hjá þessu hefði vel mátt sneiða með litlum kostnaði í fyrstu, en kostar nú miklu meira fé. Merkur Norðmaður, sem skoðaði brautina fyrir 1-2 árum síðan, sagði að hún liti út eins og þeir vegir, sem Norðmenn hefðu lagt fyrir 20 árum og er sorglegt til þess að vita hve lítið vér getum lært af reynslu annara þjóða. Af því brautin er svo ójöfn og mishæðótt þarf að eyða miklu meira bensíni en annars, sjálfsagt 1/3 meira og er það mjög tilfinnanlegt, ekki síst fyrir það að bensín er nú í háu verði. Til ferðarinnar inn að Grund, fram og aftur, gengu um 25 pund af bensíni og er það miklu meira en venja er til þar sem vegir eru sæmilega góðir.
Miklar horfur sýnast nú vera á því að mótorvagnar séu álitlega framtíðarflutningsfæri hér á landi og á Magnús skilið þökk allra landsbúa fyrir að hafa ráðist í svo stórfelldan kostnað til þess að koma þessari tilraun á.


Norðurland, 14. des. 1907, 7. árg., 18. tbl., bls. 72:

Mótorvagninn.
Loks er þá svo komið að einn mótorvagn er til á þessu landi og farið að nota hann til flutninga hér á brautinni fram Eyjafjörð.
Frá því hefir verið skýrt fyrir nokkuru að vagninn var kominn til landsins. Maðurinn sem keypti hann í Þýskalandi fyrir Magnús Sigurðsson á Grund, Jón Sigurðsson á Hellulandi í Skagafirði, hefir dvalið hér undanfarið, sett vagninn saman og komið honum af stað og hefir það allt gengið ágætlega vel og greiðlega.
Vagninn ber rúmlega 3000 pund og er knúinn áfram af bensínmótor. Vagn þessi hafði verið smíðaður fyrir rúmu ári áður en hann var keyptur og notaður til flutninga en eigendurnir seldu hann af því þeir þurftu að fá sér stærri vagn. Vagninn á að geta farið um 20 kílómetra á klukkutíma, en líklega ekki gerlegt að fara svo hratt á honum á þessum vegi sem hér er. Fram að Grund í Eyjafirði er brautin um 19 kílómetra og hefir sú leið verið farin á 1 klukkutíma og 40 mínútum, en vel getur þó verið að hægt sé að fara þessa leið á skemri tíma. Að þessu hafi verið flutt á honum 2600 pund og hefir Magnús ekki viljað flytja meira á honum í einu að þessu, einkum vegna þess að brýrnar á brautinni eru svo veikar, að hann telur þær hættulegar fyrir mikinn þunga. Hefir þeim verið hrækt upp úr veiku efni og hálfónýtu og farnar að fúna.
Fjarri fer því að brautin reynist hentug fyrir mótorvagn. Þegar hún var lögð, hafði verið lagt svo fyrir vegastjórann að hugsa mest um að hún yrði sem ódýrust; hæðirnar á veginum eru því sumstaðar alltof miklar, líklega um 1 á móti 12 til 1 á móti 15. Hjá þessu hefði vel mátt sneiða með litlum kostnaði í fyrstu, en kostar nú miklu meira fé. Merkur Norðmaður, sem skoðaði brautina fyrir 1-2 árum síðan, sagði að hún liti út eins og þeir vegir, sem Norðmenn hefðu lagt fyrir 20 árum og er sorglegt til þess að vita hve lítið vér getum lært af reynslu annara þjóða. Af því brautin er svo ójöfn og mishæðótt þarf að eyða miklu meira bensíni en annars, sjálfsagt 1/3 meira og er það mjög tilfinnanlegt, ekki síst fyrir það að bensín er nú í háu verði. Til ferðarinnar inn að Grund, fram og aftur, gengu um 25 pund af bensíni og er það miklu meira en venja er til þar sem vegir eru sæmilega góðir.
Miklar horfur sýnast nú vera á því að mótorvagnar séu álitlega framtíðarflutningsfæri hér á landi og á Magnús skilið þökk allra landsbúa fyrir að hafa ráðist í svo stórfelldan kostnað til þess að koma þessari tilraun á.