1906

Norðurland, 3. febrúar 1906, 5. árg., 21. tbl. forsíða:

Danir mæla Ísland.
Ég gat þess í fyrri grein minni að nákvæm mæling á landinu og sjónum umhverfis það, væri hornsteinninn undir öllum vísindalegum rannsóknum og verklegum framkvæmdum í landinu. Skal ég reyna að færa að því nokkur rök, ef einhverjum þætti þetta oftalað.
.... En lítum nú á landið sjálft. Ekki er minna varið í að það sé rétt mælt og uppdráttur af því sé réttur og sem gleggstur og nákvæmastur. Einn með stærstu útgjaldaliðunum á fjárlögunum, að landsímanum slepptum, er til vega og samgöngubóta hér á landi. - En því miður hefir stórfé verið varið til vegalagninga að óþörfu, einmitt fyrir þá sök að góðar áætlanir um vegstæði og kostnað við byggingu veganna voru ekki fyrir hendi. - Slíkar áætlanir er heldur ekki unnt að gera nema víðtækar mælingar séu á undan gengnar. Því þótt vegstæði sé nákvæmlega mælt á einum stað, er óvíst nema annað betra og ódýrara vegstæði sé á þeirri leið, sem leggja á veg um. En sé landið allt nákvæmlega mælt, mishæðir allar markaðar með glöggum hæðalínum og eðli og ástand jarðvegarins skýrt táknað, þá getur vegfræðingur heima við borðið sitt afmarkað vegi um landið þvert og endilangt í öllum höfuðatriðum. Liggur í augum uppi að slíkt mundi spara mikið fé bæði beint og óbeint.
.....
Stefán Stefánsson


Norðurland, 3. febrúar 1906, 5. árg., 21. tbl. forsíða:

Danir mæla Ísland.
Ég gat þess í fyrri grein minni að nákvæm mæling á landinu og sjónum umhverfis það, væri hornsteinninn undir öllum vísindalegum rannsóknum og verklegum framkvæmdum í landinu. Skal ég reyna að færa að því nokkur rök, ef einhverjum þætti þetta oftalað.
.... En lítum nú á landið sjálft. Ekki er minna varið í að það sé rétt mælt og uppdráttur af því sé réttur og sem gleggstur og nákvæmastur. Einn með stærstu útgjaldaliðunum á fjárlögunum, að landsímanum slepptum, er til vega og samgöngubóta hér á landi. - En því miður hefir stórfé verið varið til vegalagninga að óþörfu, einmitt fyrir þá sök að góðar áætlanir um vegstæði og kostnað við byggingu veganna voru ekki fyrir hendi. - Slíkar áætlanir er heldur ekki unnt að gera nema víðtækar mælingar séu á undan gengnar. Því þótt vegstæði sé nákvæmlega mælt á einum stað, er óvíst nema annað betra og ódýrara vegstæði sé á þeirri leið, sem leggja á veg um. En sé landið allt nákvæmlega mælt, mishæðir allar markaðar með glöggum hæðalínum og eðli og ástand jarðvegarins skýrt táknað, þá getur vegfræðingur heima við borðið sitt afmarkað vegi um landið þvert og endilangt í öllum höfuðatriðum. Liggur í augum uppi að slíkt mundi spara mikið fé bæði beint og óbeint.
.....
Stefán Stefánsson