1906

Ísafold, 7. júlí 1906, 33.árg., 44. tbl., bls. 173:

Amtsráðsfundur
hér í Suðuramtinu var haldinn 25. f. mán. Þessir voru fulltrúar á fundinum: Jón bóndi Einarsson í Hemru, síra Skúli Skúlason í Odda, síra Valdimar prófastur Briem, Ágúst bóndi Jónsson í Höskuldarkoti, Þórður hreppstjóri Guðmundsson á Háls og Hjörtur Snorrason skólastjóri á Hvanneyri (varamaður Borgf.).
Sýsluvegagjald var leyft að hækka þ. á. upp í 1 kr. á hvern verkfæran karlmann í Vestmannaeyjum - 2 kr. í Kjósarsýslu og 2 kr. 25 a. í Árnessýslu.
Til þjóðvegar upp Mosfellssveit veitti þingið í fyrra 4000 kr. gegn jafnmiklu tillagi annarsstaðar frá. Samþykkt var á þessum amtsráðsfundi 3000 kr. fjárveiting til þess vegar úr sýslusjóði Kjósarsýslu gegn 1000 kr. minnst frá Mosfellshreppi, og 2500 kr. lántaka Kjósarsýslu í þessu skyni.
Til að styrkja vélarbátskaup handa Kjósarmönnum og Kjalnesingum samþykkti amtsráðið, að verja mætti 1000 kr. af fyrnefndu 2500 kr. láni til Mosfellshreppsvegarins til hlutabréfakaupa í þeim bát.
Samþykkt var 2250 kr. fjárveiting úr sýslusjóði Gullbringusýslu til vegargerðar úr Hafnarfirði suður að Vogastapa gegn 2500 kr. fjárlagaveiting í fyrra.
Þessar lögferjur í Árnessýslu var samþykkt að leggja niður: á Brúará hjá Böðmóðsstöðum, á Hvítá hjá Arnarbæli og á Þjórsá hjá Þjórsárholti.
Skógræktarfélagi Reykjavíkur voru veittar 150 kr. úr jafnaðarsjóði þ. á. og Kvennaskóla Reykjavíkur 100 kr.


Ísafold, 7. júlí 1906, 33.árg., 44. tbl., bls. 173:

Amtsráðsfundur
hér í Suðuramtinu var haldinn 25. f. mán. Þessir voru fulltrúar á fundinum: Jón bóndi Einarsson í Hemru, síra Skúli Skúlason í Odda, síra Valdimar prófastur Briem, Ágúst bóndi Jónsson í Höskuldarkoti, Þórður hreppstjóri Guðmundsson á Háls og Hjörtur Snorrason skólastjóri á Hvanneyri (varamaður Borgf.).
Sýsluvegagjald var leyft að hækka þ. á. upp í 1 kr. á hvern verkfæran karlmann í Vestmannaeyjum - 2 kr. í Kjósarsýslu og 2 kr. 25 a. í Árnessýslu.
Til þjóðvegar upp Mosfellssveit veitti þingið í fyrra 4000 kr. gegn jafnmiklu tillagi annarsstaðar frá. Samþykkt var á þessum amtsráðsfundi 3000 kr. fjárveiting til þess vegar úr sýslusjóði Kjósarsýslu gegn 1000 kr. minnst frá Mosfellshreppi, og 2500 kr. lántaka Kjósarsýslu í þessu skyni.
Til að styrkja vélarbátskaup handa Kjósarmönnum og Kjalnesingum samþykkti amtsráðið, að verja mætti 1000 kr. af fyrnefndu 2500 kr. láni til Mosfellshreppsvegarins til hlutabréfakaupa í þeim bát.
Samþykkt var 2250 kr. fjárveiting úr sýslusjóði Gullbringusýslu til vegargerðar úr Hafnarfirði suður að Vogastapa gegn 2500 kr. fjárlagaveiting í fyrra.
Þessar lögferjur í Árnessýslu var samþykkt að leggja niður: á Brúará hjá Böðmóðsstöðum, á Hvítá hjá Arnarbæli og á Þjórsá hjá Þjórsárholti.
Skógræktarfélagi Reykjavíkur voru veittar 150 kr. úr jafnaðarsjóði þ. á. og Kvennaskóla Reykjavíkur 100 kr.