1906

Ísafold, 13. september 1906, 33.árg., 39. tbl., forsíða:

Járnbrautin austur.
Hr. Þorvaldur Krabbe mannvirkjafræðingur er nýlega heim kominn úr skoðunarferð sinni um leiðina héðan upp eða austur í Árnessýslu til járnbrautarlagningar, og hefir Ísafold átt tal við hann um það mál.
Vandlega rannsókn og mælingar hefir hann ekki getað gert á svo skömmum tíma, heldur að eins kynt sér lauslega og til bráðabirgða, hvernig til hagar um fjallleiðina austur og byggðina næstu.
Þrjár leiðir eru hugsanlegar: Lágaskarð, Hellisheiði og Mosfellsheiði.
Lágaskarð er brekkuminna en Hellisheiði. En þar er snjóþungt á vetrum og þröngt heldur til sneiðinga, auk þess sem endilangt Ölfusið lengir þá leið til mikilla muna.
Hellisheiði er bæði brött nokkuð að austan, þótt Kambar verði ekki farnir, heldur Varmárdalur, og hitt þó engu betra, hve langur er aðlíðandinn upp á heiðina hérna megin, og hann of brattur fyrir járnbraut, - verður að sneiða hann mikið til þess að fá hæfilegan járnbrautarhalla, en til þess heldur þröngt sumstaðar. Sá annmarki á og við Lágaskarð að nokkru leyti.
En það sem hr. Þ. Kr. finnur mest að þessum leiðum báðum er, hve mikið af þeim er um óbyggðir, um fjöll og firnindi.
Hann segir, sem satt er og hverjum manni skiljanlegt, að jafnan eigi að hyllast til að láta járnbrautir liggja, um byggð, ef auðið er, eða þá byggilegt land, þótt óbyggt sé.
Fyrir því, meðal annars, hallast hann helst á Mosfellsheiði, - þó ekki Mosfellsheiðarveginum vanalega, því hann er sama óbyggðin eins og Hellisheiði eða Lágaskarð, heldur um hana þvera, úr Mosfellsdal upp Gullbringur og yfir að Þingvallavatni, annaðhvort hjá Heiðarbæ eða þá niður Jórukleif og að Hagavík. Þaðan liggi brautin því næst niður Grafning og ofan með Ingólfsfjalli alla leið að Ölfusárbrú.
Þessi leið segir hann að sé öll til muna óbrattari en fjallvegirnir héðan austur í Ölfus, nema ef til vill á stuttkafla, sem sé niður Jórukleif, ef hún sé farin, heldur en nokkuru norðar betur, nær Heiðarbæ. Og verulegar torfærur sé þar hvergi. Þá liggur og brautin öll í byggð eða eftir byggilegu landi, nema haftið stutta um Mosfellsheiði þvera.
- En er ekki þetta nærri helmingi lengri leið en hinn vegurinn beint austur í Ölfus héðan?
Svo mun margur spyrja, sem ekki hefir kynt sér landsuppdráttinn.
Það sést á honum að munurinn er á að giska ekki meiri en sem svarar.
Það eru 60 rastir (km) eða að kalla 8 mílur réttar úr Reykjavík spölkorn austur fyrir Ölfusárbrú.
En 75 rastir eða hér um bil 10 mílur réttar virðist vegarlengdin vera hina leiðina - héðan upp í Mosfellsdal upp Gullbringur, yfir um Mosfellsheiði að Þingvallavatni niður Grafning og ofan með Ingólfsfjalli að Ölfusárbrú.
Þar við bætist að svo mikla sneiðinga getur þurft að gera á braut sem liggur austur Hellisheiði, vegna brattlendis, að töluvert skagi upp í vegalengdarmuninn, ef lítið þarf að sneiða á hinni leiðinni: um Mosfellsheiði o. sv. frv.
Styttri leiðin getur með öðrum orðum orðið allt eins dýr, og hefir þann tilfinnanlegan annmarka umfram, að svo mikið af henni liggur um óbyggðir og öræfi, allt frá Lækjarbotnum niður í byggð í Ölfusi.
Um kostnaðinn vill hr. Þ. Kr. ekkert uppi láta að svo stöddu. Kveðst enga hugmynd geta sér um hann gert; fyr en eftir vandlegar mælingar og ítarlegar rannsóknir.
Þetta sem hann hefir nefnt, 25 þús. krónur á röstina - sama sem um 187 þús. kr. á míluna - á ekkert skylt við þessa ráðgerðu járnbrautarlagning, heldur hefir hann að eins látið þess getið, að þess séu dæmi í öðrum löndum, að járnbrautir hafi verið lagðar fyrir það verð þar, sem mjög vel hefir hagað til, eftir torfærulausri flatneskju og með hægum aðdráttum á efni í brautina.
Það er með öðrum orðum, að kostnaður hlýtur að verða miklu meiri á þessari leið, hver stefnan sem valin er. Sennilegt að giska á, að hann verði miklu nær 40.000 kr. á röstina en 25.000 kr.
En hr. Þ. Kr. vill ekkert láta eftir sér hafa um það að svo stöddu.
Sé gert ráð fyrir 40 þúsundum, kostar 75 rasta járnbraut 3 milljónir.
Kostnaðurinn yrði nær 2 millj.. og 700.000 kr. með 35 þús. kr. verði á röstina; en minna virðist harla ólíklegt að brautin geti kostað. Með vissu er raunar ekkert hægt um það að segja að svo vöxnu máli.
En hvað sem um það er, þá er mjög villandi að gera ráð fyrir enn minni kostnaði en 25 þús. kr. á röstina yfir flatlendið frá Ölfusá austur á Rangárvöllu austanverða, í Hvolhrepp, þ. e. austur að þverá, með járnbrautarbrúm á 3 stórám; Þjórsá og Rangánum báðum. Því brúna, sem nú er á Þjórsá, er ekki hægt að nota undir járnbraut. Það nær alls engri átt, að miða hér við lægsta verð á torfærulausu jafnlendi annarsstaðar. Meira að segja getur verið að telja megi með 4. brúna, sem sé járnbrautarbrú á Ölfusá.
En vitaskuld er full snemmt að svo stöddu að fara að bollaleggja kostnað á framhaldi brautarinnar, austur frá Ölfusá. Enda alls óvíst, að það framhald yrði látið liggja þann veg; beint austur um Flóann þveran, en ekki ofar, yfir um Sog t. a. m. , ef takast mætti með því móti að láta brautina þá koma meiri byggð að notum án óhæfilegs kostnaðarauka og án verulegs ógreiða fyrir Flóabyggðina.
En það bíður allt síns tíma.


Ísafold, 13. september 1906, 33.árg., 39. tbl., forsíða:

Járnbrautin austur.
Hr. Þorvaldur Krabbe mannvirkjafræðingur er nýlega heim kominn úr skoðunarferð sinni um leiðina héðan upp eða austur í Árnessýslu til járnbrautarlagningar, og hefir Ísafold átt tal við hann um það mál.
Vandlega rannsókn og mælingar hefir hann ekki getað gert á svo skömmum tíma, heldur að eins kynt sér lauslega og til bráðabirgða, hvernig til hagar um fjallleiðina austur og byggðina næstu.
Þrjár leiðir eru hugsanlegar: Lágaskarð, Hellisheiði og Mosfellsheiði.
Lágaskarð er brekkuminna en Hellisheiði. En þar er snjóþungt á vetrum og þröngt heldur til sneiðinga, auk þess sem endilangt Ölfusið lengir þá leið til mikilla muna.
Hellisheiði er bæði brött nokkuð að austan, þótt Kambar verði ekki farnir, heldur Varmárdalur, og hitt þó engu betra, hve langur er aðlíðandinn upp á heiðina hérna megin, og hann of brattur fyrir járnbraut, - verður að sneiða hann mikið til þess að fá hæfilegan járnbrautarhalla, en til þess heldur þröngt sumstaðar. Sá annmarki á og við Lágaskarð að nokkru leyti.
En það sem hr. Þ. Kr. finnur mest að þessum leiðum báðum er, hve mikið af þeim er um óbyggðir, um fjöll og firnindi.
Hann segir, sem satt er og hverjum manni skiljanlegt, að jafnan eigi að hyllast til að láta járnbrautir liggja, um byggð, ef auðið er, eða þá byggilegt land, þótt óbyggt sé.
Fyrir því, meðal annars, hallast hann helst á Mosfellsheiði, - þó ekki Mosfellsheiðarveginum vanalega, því hann er sama óbyggðin eins og Hellisheiði eða Lágaskarð, heldur um hana þvera, úr Mosfellsdal upp Gullbringur og yfir að Þingvallavatni, annaðhvort hjá Heiðarbæ eða þá niður Jórukleif og að Hagavík. Þaðan liggi brautin því næst niður Grafning og ofan með Ingólfsfjalli alla leið að Ölfusárbrú.
Þessi leið segir hann að sé öll til muna óbrattari en fjallvegirnir héðan austur í Ölfus, nema ef til vill á stuttkafla, sem sé niður Jórukleif, ef hún sé farin, heldur en nokkuru norðar betur, nær Heiðarbæ. Og verulegar torfærur sé þar hvergi. Þá liggur og brautin öll í byggð eða eftir byggilegu landi, nema haftið stutta um Mosfellsheiði þvera.
- En er ekki þetta nærri helmingi lengri leið en hinn vegurinn beint austur í Ölfus héðan?
Svo mun margur spyrja, sem ekki hefir kynt sér landsuppdráttinn.
Það sést á honum að munurinn er á að giska ekki meiri en sem svarar.
Það eru 60 rastir (km) eða að kalla 8 mílur réttar úr Reykjavík spölkorn austur fyrir Ölfusárbrú.
En 75 rastir eða hér um bil 10 mílur réttar virðist vegarlengdin vera hina leiðina - héðan upp í Mosfellsdal upp Gullbringur, yfir um Mosfellsheiði að Þingvallavatni niður Grafning og ofan með Ingólfsfjalli að Ölfusárbrú.
Þar við bætist að svo mikla sneiðinga getur þurft að gera á braut sem liggur austur Hellisheiði, vegna brattlendis, að töluvert skagi upp í vegalengdarmuninn, ef lítið þarf að sneiða á hinni leiðinni: um Mosfellsheiði o. sv. frv.
Styttri leiðin getur með öðrum orðum orðið allt eins dýr, og hefir þann tilfinnanlegan annmarka umfram, að svo mikið af henni liggur um óbyggðir og öræfi, allt frá Lækjarbotnum niður í byggð í Ölfusi.
Um kostnaðinn vill hr. Þ. Kr. ekkert uppi láta að svo stöddu. Kveðst enga hugmynd geta sér um hann gert; fyr en eftir vandlegar mælingar og ítarlegar rannsóknir.
Þetta sem hann hefir nefnt, 25 þús. krónur á röstina - sama sem um 187 þús. kr. á míluna - á ekkert skylt við þessa ráðgerðu járnbrautarlagning, heldur hefir hann að eins látið þess getið, að þess séu dæmi í öðrum löndum, að járnbrautir hafi verið lagðar fyrir það verð þar, sem mjög vel hefir hagað til, eftir torfærulausri flatneskju og með hægum aðdráttum á efni í brautina.
Það er með öðrum orðum, að kostnaður hlýtur að verða miklu meiri á þessari leið, hver stefnan sem valin er. Sennilegt að giska á, að hann verði miklu nær 40.000 kr. á röstina en 25.000 kr.
En hr. Þ. Kr. vill ekkert láta eftir sér hafa um það að svo stöddu.
Sé gert ráð fyrir 40 þúsundum, kostar 75 rasta járnbraut 3 milljónir.
Kostnaðurinn yrði nær 2 millj.. og 700.000 kr. með 35 þús. kr. verði á röstina; en minna virðist harla ólíklegt að brautin geti kostað. Með vissu er raunar ekkert hægt um það að segja að svo vöxnu máli.
En hvað sem um það er, þá er mjög villandi að gera ráð fyrir enn minni kostnaði en 25 þús. kr. á röstina yfir flatlendið frá Ölfusá austur á Rangárvöllu austanverða, í Hvolhrepp, þ. e. austur að þverá, með járnbrautarbrúm á 3 stórám; Þjórsá og Rangánum báðum. Því brúna, sem nú er á Þjórsá, er ekki hægt að nota undir járnbraut. Það nær alls engri átt, að miða hér við lægsta verð á torfærulausu jafnlendi annarsstaðar. Meira að segja getur verið að telja megi með 4. brúna, sem sé járnbrautarbrú á Ölfusá.
En vitaskuld er full snemmt að svo stöddu að fara að bollaleggja kostnað á framhaldi brautarinnar, austur frá Ölfusá. Enda alls óvíst, að það framhald yrði látið liggja þann veg; beint austur um Flóann þveran, en ekki ofar, yfir um Sog t. a. m. , ef takast mætti með því móti að láta brautina þá koma meiri byggð að notum án óhæfilegs kostnaðarauka og án verulegs ógreiða fyrir Flóabyggðina.
En það bíður allt síns tíma.