1906

Þjóðólfur, 14. sept. 1906, 58. árg., 41. tbl., bls. 156:

Járnbrautarlagning austur.
Járnbrautarleiðina austur í sýslur hefur verkfræðingur hr Þorvaldur Krabbe nú athugað, en vitanlega án mælinga. Er hann nýkominn hingað úr síðari för sinni austur. Höfum vér fundið hann að máli, og skýrði hann oss frá, að hann hefði fyrst athugað leiðina héðan austur í Ölfus. Er þar um þrjár leiðir að tala: um Ólafsskarð, Lágaskarð og um Hellisheiði niður hjá Reykjaholti og Reykjum, en um þá leið væri naumast að tala. Um Ólafsskarð mætti leggja braut, og væri þá farið fram hjá Vífilfelli, en Lágaskarðsleiðin niður að Hrauni væri greiðust, en á þeirri leið væri um hraun að fara á mjög löngum kafla, og hann vildi ekki leggja til, að járnbrautir væru lagðar yfir hraun. Undirstaðan eða hleðslan undir brautina héldist þar afarilla, sigi niður og skekktist allavega, og það gæti orðið stórhættulegt, því að járnbrautarteinarnir mega ekki haggast hið minnsta, annars er við því búið, að lestin hlaupi út af sporinu. Annar galli á þessari leiðinni væri og sá, að brautin lægi þar svo langa leið gegnum óbyggð, gegnum land, sem alls ekki væri unnt að yrkja og aldrei yrði yrkt, en það væri alstaðar hyllst til, að leggja brautirnar sem mest gegnum byggt land, eða óbyggt land, sem fallið væri til yrkingar, þar sem unnt væri að koma því við, og oft lagðar stórar lykkjur á leiðina, til að sneiða hjá óbyggilegum og óræktandi svæðum.
Í síðari ferð sinni rannsakaði verkfræðingurinn nyrðri leiðina um Mosfellsdalinn, sem áður hefur verið getið um í Þjóðólfi. Að leggja brautina um Þingvelli og fyrir austan Þingvallavatn niður með Sogi, áleit hann naumast tiltök, mest vegna hraunanna á þeirri leið og strjálbyggðar. Best leist honum á leiðina upp Mosfellsdal nálægt Gullbringum og þaðan austur yfir þvera Mosfellsheiði fyrir norðan Borgarhóla og um Jórukleif ofan í Grafning nálægt Jórutindi, til Hagavíkur, þaðan nálægt bænum Króki og suður dalverpið þar bak við Bíldsfell, milli þess og Hlíðar, og svo þaðan nálægt Torfastöðum, suður að Ingólfsfjalli og meðfram því um Alviðru hjá Sogsbrúnni og niður að Ölfusá, annaðhvort móts við Laugardælur eða Selfoss. Sérstaka járnbrautarbrú kvað hann eflaust mundi þurfa að byggja yfir Ölfusá, en það væri aukaatriði, sem ekki snerti lagning brautarinnar í sjálfu sér. Á þessari leið væri lítið um hraun, nema dálítill spotti fyrir utan Hagavík, en mikill kostur við hana, að óbyggða svæðið meðfram brautinni yrði ekki langt, og víðast hvar svo, að rækta mætti, enda á sjálfri Mosfellsheiði, því að jarðvegur þar væri mjúkur og alldjúpur. En grunnt mun nú vera þar á hrauninu sumstaðar, því að mestur hluti heiðarinnar mun vera mosaklætt, uppgróið hraun. Hann sagði, að það myndi verða að vísu nokkrum erfiðleikum bundið, að leggja brautina af heiðinni ofan í Grafninginn, en kvaðst þó ekki sjá annað, en það mætti vel takast án gífurlegs kostnaðar. Vitanlega yrði að rannsaka þetta allt með nákvæmum mælingum, áður en byrjað væri á verkinu, og verða þá eflaust mældar fleiri leiðir en þessi, svo að niðurstaðan getur því orðið önnur, er þeim mælingum er lokið. En við lauslega yfirferð og yfirsýn kvað hann sér lítast einna best á þessa leið, er nú var getið. Hún hefur og þann kost, að brautin lægi þá sem næst fossunum í Soginu, svo að hægara væri að hagnýta sér hið mikla afl, sem í þeim er fólgið.
Ekki hugði verkfræðingurinn, að snjór mundi verða til mikils farartálma á brautinni þessa leiðina, síst ef járnbrautarlest gengi daglega, enda væru ýmis ráð til að koma í veg fyrir slíkar tálmanir, með yfirbyggingum (snjóskýlum) yfir brautina, þar sem fannir legðust mest að henni o. s. frv., auk snjóplóga, sem vitanlega eru oft notaðir til að moka snjónum af brautunum.
Um kostnað við brautarlagninguna verður ekkert sagt enn með vissu, en sennilegt, að ekki fari fram úr 25.000 kr. á kílómetri, þar sem landslag er ekki mjög óslétt. Þjóðvegurinn héðan austur að Ölfusá er um 60 kílómetra, en Grafningsbautin yrði líklega um 20 km. lengri.


Þjóðólfur, 14. sept. 1906, 58. árg., 41. tbl., bls. 156:

Járnbrautarlagning austur.
Járnbrautarleiðina austur í sýslur hefur verkfræðingur hr Þorvaldur Krabbe nú athugað, en vitanlega án mælinga. Er hann nýkominn hingað úr síðari för sinni austur. Höfum vér fundið hann að máli, og skýrði hann oss frá, að hann hefði fyrst athugað leiðina héðan austur í Ölfus. Er þar um þrjár leiðir að tala: um Ólafsskarð, Lágaskarð og um Hellisheiði niður hjá Reykjaholti og Reykjum, en um þá leið væri naumast að tala. Um Ólafsskarð mætti leggja braut, og væri þá farið fram hjá Vífilfelli, en Lágaskarðsleiðin niður að Hrauni væri greiðust, en á þeirri leið væri um hraun að fara á mjög löngum kafla, og hann vildi ekki leggja til, að járnbrautir væru lagðar yfir hraun. Undirstaðan eða hleðslan undir brautina héldist þar afarilla, sigi niður og skekktist allavega, og það gæti orðið stórhættulegt, því að járnbrautarteinarnir mega ekki haggast hið minnsta, annars er við því búið, að lestin hlaupi út af sporinu. Annar galli á þessari leiðinni væri og sá, að brautin lægi þar svo langa leið gegnum óbyggð, gegnum land, sem alls ekki væri unnt að yrkja og aldrei yrði yrkt, en það væri alstaðar hyllst til, að leggja brautirnar sem mest gegnum byggt land, eða óbyggt land, sem fallið væri til yrkingar, þar sem unnt væri að koma því við, og oft lagðar stórar lykkjur á leiðina, til að sneiða hjá óbyggilegum og óræktandi svæðum.
Í síðari ferð sinni rannsakaði verkfræðingurinn nyrðri leiðina um Mosfellsdalinn, sem áður hefur verið getið um í Þjóðólfi. Að leggja brautina um Þingvelli og fyrir austan Þingvallavatn niður með Sogi, áleit hann naumast tiltök, mest vegna hraunanna á þeirri leið og strjálbyggðar. Best leist honum á leiðina upp Mosfellsdal nálægt Gullbringum og þaðan austur yfir þvera Mosfellsheiði fyrir norðan Borgarhóla og um Jórukleif ofan í Grafning nálægt Jórutindi, til Hagavíkur, þaðan nálægt bænum Króki og suður dalverpið þar bak við Bíldsfell, milli þess og Hlíðar, og svo þaðan nálægt Torfastöðum, suður að Ingólfsfjalli og meðfram því um Alviðru hjá Sogsbrúnni og niður að Ölfusá, annaðhvort móts við Laugardælur eða Selfoss. Sérstaka járnbrautarbrú kvað hann eflaust mundi þurfa að byggja yfir Ölfusá, en það væri aukaatriði, sem ekki snerti lagning brautarinnar í sjálfu sér. Á þessari leið væri lítið um hraun, nema dálítill spotti fyrir utan Hagavík, en mikill kostur við hana, að óbyggða svæðið meðfram brautinni yrði ekki langt, og víðast hvar svo, að rækta mætti, enda á sjálfri Mosfellsheiði, því að jarðvegur þar væri mjúkur og alldjúpur. En grunnt mun nú vera þar á hrauninu sumstaðar, því að mestur hluti heiðarinnar mun vera mosaklætt, uppgróið hraun. Hann sagði, að það myndi verða að vísu nokkrum erfiðleikum bundið, að leggja brautina af heiðinni ofan í Grafninginn, en kvaðst þó ekki sjá annað, en það mætti vel takast án gífurlegs kostnaðar. Vitanlega yrði að rannsaka þetta allt með nákvæmum mælingum, áður en byrjað væri á verkinu, og verða þá eflaust mældar fleiri leiðir en þessi, svo að niðurstaðan getur því orðið önnur, er þeim mælingum er lokið. En við lauslega yfirferð og yfirsýn kvað hann sér lítast einna best á þessa leið, er nú var getið. Hún hefur og þann kost, að brautin lægi þá sem næst fossunum í Soginu, svo að hægara væri að hagnýta sér hið mikla afl, sem í þeim er fólgið.
Ekki hugði verkfræðingurinn, að snjór mundi verða til mikils farartálma á brautinni þessa leiðina, síst ef járnbrautarlest gengi daglega, enda væru ýmis ráð til að koma í veg fyrir slíkar tálmanir, með yfirbyggingum (snjóskýlum) yfir brautina, þar sem fannir legðust mest að henni o. s. frv., auk snjóplóga, sem vitanlega eru oft notaðir til að moka snjónum af brautunum.
Um kostnað við brautarlagninguna verður ekkert sagt enn með vissu, en sennilegt, að ekki fari fram úr 25.000 kr. á kílómetri, þar sem landslag er ekki mjög óslétt. Þjóðvegurinn héðan austur að Ölfusá er um 60 kílómetra, en Grafningsbautin yrði líklega um 20 km. lengri.