1905

Norðurland, 15. mars 1905, 4. árg., 25. tbl., bls. 98:

Sýslufundur Eyfirðinga. 2.-7. mars. (Ágrip)
Landspjöll af sýsluvegi.
Sýslunefndin býðst til að borga Birni bónda Arnþórssyni á Hrísum 10 kr. fyrir landspjöll af sýsluvegi, auk kostnaðar við matsgjörð, með því skilyrði að hún sé laus við allar frekari kröfur af því máli.
Dragferja á Stokkahlöðum.
Samþykkt að greiða ferjubóndanum kr. 34 sem álag og skal hann þá viðhalda ferjunni í góðu standi samkv. reglugjörðinni.
Sýsluvegir.
Veittar voru kr. 60 til þess að fá hæfan mann til þess að gera tillögur um legu og áætlun um umbætur á sýsluveginum í Svarfaðardals- og Arnarneshreppi inn að Hörgárbrú með því skilyrði að hrepparnir leggi, hvor að hálfu, fram fé það er á vantar og að maður sá, er til þessa verði fenginn, semji fullkomið yfirlit og geri uppdrátt af sýsluveginum á þessu svæði og tillögur um legu hans, og að skýrslur hans og tillögur verði lagðar fyrir sýslunefndina.
Vegagerð í Öngulstaðahreppi.
Öngulstaðahreppi veittur 100 kr. styrkur úr sýslusjóði til umbóta á hreppsvegi suður frá Ytri-Tjörnum, með því skilyrði að lagðar verði fram til þessa verks að minnsta kosti 200 kr. af hreppsins hálfu og vegabótinni verði lokið 30. júní þ. á.


Norðurland, 15. mars 1905, 4. árg., 25. tbl., bls. 98:

Sýslufundur Eyfirðinga. 2.-7. mars. (Ágrip)
Landspjöll af sýsluvegi.
Sýslunefndin býðst til að borga Birni bónda Arnþórssyni á Hrísum 10 kr. fyrir landspjöll af sýsluvegi, auk kostnaðar við matsgjörð, með því skilyrði að hún sé laus við allar frekari kröfur af því máli.
Dragferja á Stokkahlöðum.
Samþykkt að greiða ferjubóndanum kr. 34 sem álag og skal hann þá viðhalda ferjunni í góðu standi samkv. reglugjörðinni.
Sýsluvegir.
Veittar voru kr. 60 til þess að fá hæfan mann til þess að gera tillögur um legu og áætlun um umbætur á sýsluveginum í Svarfaðardals- og Arnarneshreppi inn að Hörgárbrú með því skilyrði að hrepparnir leggi, hvor að hálfu, fram fé það er á vantar og að maður sá, er til þessa verði fenginn, semji fullkomið yfirlit og geri uppdrátt af sýsluveginum á þessu svæði og tillögur um legu hans, og að skýrslur hans og tillögur verði lagðar fyrir sýslunefndina.
Vegagerð í Öngulstaðahreppi.
Öngulstaðahreppi veittur 100 kr. styrkur úr sýslusjóði til umbóta á hreppsvegi suður frá Ytri-Tjörnum, með því skilyrði að lagðar verði fram til þessa verks að minnsta kosti 200 kr. af hreppsins hálfu og vegabótinni verði lokið 30. júní þ. á.