1905

Ísafold, 12. apríl 1905, 17.árg., 19. tbl., bls. 75:

Sæluhúsið fyrir sunnan Holtavörðuheiði.
Í vetur var ég á ferð milli Suður- og Norðurlands og kom þá í sæluhúsið rétt fyrir sunnan Holtavörðuheiði. Á húsinu, sem er í sjálfu sér gott, er 4 rúðu gluggi, en engin rúða var í honum og húsið var hálffullt af gaddi, því að dyrnar höfðu staðið opnar í því í vetur, og ómögulegt að loka dyrunum fyrir gaddi. Eins og húsið var, er ég kom þangað, mundi varla nokkrum manni hafa verið líft í því næturlangt.
Ég veit ekki hver á að hafa umsjón með húsinu, en það er augljóst, að ekki veitir af að ýta við honum, því að illt er til þess að vita, að hús, sem á að vera hæli fyrir menn í illviðrum og ef til vill oft og einatt í lífsháska, skuli vera þannig á veg komið fyrir hirðuleysi og trassaskap.
Staddur í Reykjavík 1-4 1905 Sigurbjörn Björnsson (Húnvetningur)


Ísafold, 12. apríl 1905, 17.árg., 19. tbl., bls. 75:

Sæluhúsið fyrir sunnan Holtavörðuheiði.
Í vetur var ég á ferð milli Suður- og Norðurlands og kom þá í sæluhúsið rétt fyrir sunnan Holtavörðuheiði. Á húsinu, sem er í sjálfu sér gott, er 4 rúðu gluggi, en engin rúða var í honum og húsið var hálffullt af gaddi, því að dyrnar höfðu staðið opnar í því í vetur, og ómögulegt að loka dyrunum fyrir gaddi. Eins og húsið var, er ég kom þangað, mundi varla nokkrum manni hafa verið líft í því næturlangt.
Ég veit ekki hver á að hafa umsjón með húsinu, en það er augljóst, að ekki veitir af að ýta við honum, því að illt er til þess að vita, að hús, sem á að vera hæli fyrir menn í illviðrum og ef til vill oft og einatt í lífsháska, skuli vera þannig á veg komið fyrir hirðuleysi og trassaskap.
Staddur í Reykjavík 1-4 1905 Sigurbjörn Björnsson (Húnvetningur)