1905

Þjóðólfur, 19. maí 1905, 57. árg., 21. tbl., bls. 90:

Sýslufundur Árnesinga.
var haldinn 25.-29. f.m. á Eyrarbakka, og eru þetta helstu málin, er hann hafði um að fjalla:
5. Lagðir fram sýslusjóðs- og sýsluvegareikningar.
7. Beiðni frá ábúendum Arnarbælis um afnám lögferju þar, þá er Sogsbrúin er komin á. Samþykkt.
8. Beiðni frá ábúendum Áhrauns um lausn frá því, að hafa stórskip þar, þegar brúin er komin á Sogið. Samþykkt.
9. Lögferjan að Þjórsárholti lögð niður, en ábúanda gert að skyldu að hafa bát.
15. Sýsluvegagjald hækkað úr kr. 1,50 upp í kr. 1,75 = 2112,25.
16. Bréf frá sýslunefnd Rangárvallasýslu um mótorvagna og flutningabraut. Máli því frestað til næsta fundar, málið þótti ekki vel undirbúið ennþá.
18. Oddvita falið að taka 5000 kr. lán til Sogsbrúar.
22. Beðið um að stjórnarráðið láti verkfræðing skoða brúarstæði á Tungufljóti og Hvítá.
33. Samþykkt að biðja stjórnarráð Íslands að svipast eftir, hvort ekki megi afnema brúargæslu á brúnum á Þjórsá og Ölfusá, og þá um leið reglur fyrir umferð á þeim. (Þær eru farnar að eldast(!).


Þjóðólfur, 19. maí 1905, 57. árg., 21. tbl., bls. 90:

Sýslufundur Árnesinga.
var haldinn 25.-29. f.m. á Eyrarbakka, og eru þetta helstu málin, er hann hafði um að fjalla:
5. Lagðir fram sýslusjóðs- og sýsluvegareikningar.
7. Beiðni frá ábúendum Arnarbælis um afnám lögferju þar, þá er Sogsbrúin er komin á. Samþykkt.
8. Beiðni frá ábúendum Áhrauns um lausn frá því, að hafa stórskip þar, þegar brúin er komin á Sogið. Samþykkt.
9. Lögferjan að Þjórsárholti lögð niður, en ábúanda gert að skyldu að hafa bát.
15. Sýsluvegagjald hækkað úr kr. 1,50 upp í kr. 1,75 = 2112,25.
16. Bréf frá sýslunefnd Rangárvallasýslu um mótorvagna og flutningabraut. Máli því frestað til næsta fundar, málið þótti ekki vel undirbúið ennþá.
18. Oddvita falið að taka 5000 kr. lán til Sogsbrúar.
22. Beðið um að stjórnarráðið láti verkfræðing skoða brúarstæði á Tungufljóti og Hvítá.
33. Samþykkt að biðja stjórnarráð Íslands að svipast eftir, hvort ekki megi afnema brúargæslu á brúnum á Þjórsá og Ölfusá, og þá um leið reglur fyrir umferð á þeim. (Þær eru farnar að eldast(!).