1905

Austri, 31. maí 1905, 15.árg., 20. tbl., bls. 76:

Þingmannafundur fyrir Seyðisfjarðarkaupstað.
13. Samgöngumál.
Í því máli voru samþ. þessar tillögur:
a. Fundurinn skorar á alþingi að semja áætlun um strandferðir haganlegri en hingað til og sæta því besta og aðgengilegasta tilboði, er fæst, til að fullnægja þeirri áætlun. Aftur á móti álítur fundurinn ónauðsynlegt og því rangt að veita nokkurn styrk af landsfé til millilandaferða nema lítinn styrk til þess, að póstskipin til Reykjavíkur komi við á Austurlandi, að minnsta kosti Seyðisfirði, - í báðum leiðum - í janúar og desember.
b. Fundurinn skorar á þingið að veita ekki meira fé en orðið er til Fagradalsvegarins, fyr en nákvæm og áreiðanleg áætlun er gerð um hvað hann muni kosta.
Að öðru leyti lýsir fundurinn yfir, að hann telur rétt að stærri vegagjörðir og brýr, sem ekki er þegar byrjað á, sé látnar bíða meðan verið er að koma á góðu ritsímasambandi innanlands.
c. Fundurinn skorar á þingið að setja nefnd til að rannsaka Lagarfljótsbrúarmálið frá rótum og allt er að því lýtur, og gefa nefndinni heimild til að heimta upplýsingar samkv. 22. gr. stjórnarskrárinnar.


Austri, 31. maí 1905, 15.árg., 20. tbl., bls. 76:

Þingmannafundur fyrir Seyðisfjarðarkaupstað.
13. Samgöngumál.
Í því máli voru samþ. þessar tillögur:
a. Fundurinn skorar á alþingi að semja áætlun um strandferðir haganlegri en hingað til og sæta því besta og aðgengilegasta tilboði, er fæst, til að fullnægja þeirri áætlun. Aftur á móti álítur fundurinn ónauðsynlegt og því rangt að veita nokkurn styrk af landsfé til millilandaferða nema lítinn styrk til þess, að póstskipin til Reykjavíkur komi við á Austurlandi, að minnsta kosti Seyðisfirði, - í báðum leiðum - í janúar og desember.
b. Fundurinn skorar á þingið að veita ekki meira fé en orðið er til Fagradalsvegarins, fyr en nákvæm og áreiðanleg áætlun er gerð um hvað hann muni kosta.
Að öðru leyti lýsir fundurinn yfir, að hann telur rétt að stærri vegagjörðir og brýr, sem ekki er þegar byrjað á, sé látnar bíða meðan verið er að koma á góðu ritsímasambandi innanlands.
c. Fundurinn skorar á þingið að setja nefnd til að rannsaka Lagarfljótsbrúarmálið frá rótum og allt er að því lýtur, og gefa nefndinni heimild til að heimta upplýsingar samkv. 22. gr. stjórnarskrárinnar.