1905

Norðurland, 3. júní 1905, 4. árg., 38. tbl., bls. 151:

Reykjaheiði og Siglufjarðarskarð.
Ég hefi áður farið nokkurum orðum um Lágheiði hér í blaðinu og bent á hve mikil þörf sé á því að hún sé vörðuð, en vil þá líka leyfa mér að geta þeirra tveggja annara fjallvega, er Siglufjarðarpóstur af Akureyri þarf að fara yfir.
Á Reykjaheiði voru hlaðnar vörður fyrir 4-5 árum. Á fyrsta hausti hrundu 20-30 af þeim. Auk þess voru vörðurnar svo lágar Svarfaðardalsmegin að þær verða gagnslausar seinni hluta vetrar. Jafnvel á þessum vetri síðastliðnum, sem hefir verið einhver snjóminnsti vetur, voru vörðurnar að eins uppi á austurhluta heiðarinnar. Úr þessu þyrfti að bæta hið allra bráðasta.
Þá er Siglufjarðarskarð. Þar hefir verið alfaravegur frá því landið byggðist. Þar er ein hætta, af náttúrunnar völdum, sem ekki hefir ennþá verið bætt, og er þó furðanlegt, jafn hvumleið eins og hún er. Efsti fjallshryggurinn er örmjór, beggja vegna hamrar og svellar á vetrum og er snarbratt til beggja handa, einkum þó að austanverðu. Þar leggur svellbunka niður úr skarðinu, svo fyrir kemur að menn þurfa að fara hálfflatir eða flatir ofan efstu brekkuna. Þetta er hreinn lífsháski í stórviðrum, sem eru mjög tíð þar uppi.
Við þetta mætti gera streng á 30-40 faðma svæði, sem strengdur væri yfir fjallshrygginn og mundi ekki kosta nema tiltölulega mjög lítið fé.
Á parti að vestan á skarðinu eru vörður svo gisnar að ekki sér á milli þeirra í vondum veðrum.
Hallgrímur Kráksson,
Póstur.


Norðurland, 3. júní 1905, 4. árg., 38. tbl., bls. 151:

Reykjaheiði og Siglufjarðarskarð.
Ég hefi áður farið nokkurum orðum um Lágheiði hér í blaðinu og bent á hve mikil þörf sé á því að hún sé vörðuð, en vil þá líka leyfa mér að geta þeirra tveggja annara fjallvega, er Siglufjarðarpóstur af Akureyri þarf að fara yfir.
Á Reykjaheiði voru hlaðnar vörður fyrir 4-5 árum. Á fyrsta hausti hrundu 20-30 af þeim. Auk þess voru vörðurnar svo lágar Svarfaðardalsmegin að þær verða gagnslausar seinni hluta vetrar. Jafnvel á þessum vetri síðastliðnum, sem hefir verið einhver snjóminnsti vetur, voru vörðurnar að eins uppi á austurhluta heiðarinnar. Úr þessu þyrfti að bæta hið allra bráðasta.
Þá er Siglufjarðarskarð. Þar hefir verið alfaravegur frá því landið byggðist. Þar er ein hætta, af náttúrunnar völdum, sem ekki hefir ennþá verið bætt, og er þó furðanlegt, jafn hvumleið eins og hún er. Efsti fjallshryggurinn er örmjór, beggja vegna hamrar og svellar á vetrum og er snarbratt til beggja handa, einkum þó að austanverðu. Þar leggur svellbunka niður úr skarðinu, svo fyrir kemur að menn þurfa að fara hálfflatir eða flatir ofan efstu brekkuna. Þetta er hreinn lífsháski í stórviðrum, sem eru mjög tíð þar uppi.
Við þetta mætti gera streng á 30-40 faðma svæði, sem strengdur væri yfir fjallshrygginn og mundi ekki kosta nema tiltölulega mjög lítið fé.
Á parti að vestan á skarðinu eru vörður svo gisnar að ekki sér á milli þeirra í vondum veðrum.
Hallgrímur Kráksson,
Póstur.