1905

Ísafold, 12. júlí 1905, 17.árg., 43. tbl., bls. 170:

Grundarfundurinn.
Borgfirðingar óskuðu á Grundarfundinum (19. júní) eftir, að flutningsbrautin fyrirhugaða frá Borgarnesi liggi á þjóðveginn sem næst Kláffossbrú; skipaleið inn Borgarfjörð verði sem fyrst mæld og skipalega við Seleyri; allir vegir, sem landssjóður kostar, séu undir góðu eftirliti; veitt sé fé til viðgerðar á þjóðveginum gegnum sýsluna fyrir ofan Grímsá og beggja megin Geirsár; Kjósarpóstur sé látinn ganga upp í Borgarfjörð í leið fyrir aðalpóstana úr Borgarnesi; vetrarferðum sé haldið uppi til Akraness og Borgarness, og Faxaflóabátsferðirnar komist í beint samband við millilandaferðir; tillag til millilandaferða og strandferða færist að miklum mun niður.


Ísafold, 12. júlí 1905, 17.árg., 43. tbl., bls. 170:

Grundarfundurinn.
Borgfirðingar óskuðu á Grundarfundinum (19. júní) eftir, að flutningsbrautin fyrirhugaða frá Borgarnesi liggi á þjóðveginn sem næst Kláffossbrú; skipaleið inn Borgarfjörð verði sem fyrst mæld og skipalega við Seleyri; allir vegir, sem landssjóður kostar, séu undir góðu eftirliti; veitt sé fé til viðgerðar á þjóðveginum gegnum sýsluna fyrir ofan Grímsá og beggja megin Geirsár; Kjósarpóstur sé látinn ganga upp í Borgarfjörð í leið fyrir aðalpóstana úr Borgarnesi; vetrarferðum sé haldið uppi til Akraness og Borgarness, og Faxaflóabátsferðirnar komist í beint samband við millilandaferðir; tillag til millilandaferða og strandferða færist að miklum mun niður.