1905

Ísafold, 16. ágúst 1905, 17.árg., 54. tbl., bls. 214:

Hreppsvegagjald í kauptúnum.
Neðri d. hefir samþ. frv. þess efnis, að kauptún sem eru hreppsfélög út af fyrir sig, skuli vera laus við sýsluvegagjald eftir lögum frá 1894, að því tilskildu, að þar sé varið til vegagerðar jafnmiklu fé úr sveitarsjóði, auk hreppsvegagjaldsins, sem nemur sýsluvegagjaldinu eftir þeim lögum og öðrum frá 1903.
Hreppsvegagjald í verslunarstöðum með sérstakri sveitarstjórn sé 2½ kr. fyrir hvern verkfæran karlmann í kauptúninu 20-60 ára. Hreppsnefnd í verslunarstað, sem er hreppur út af fyrir sig, ræður, hvar vegir skuli liggja um verslunarstaðinn, og hvernig þeir skuli vera að breidd og ásigkomulagi.


Ísafold, 16. ágúst 1905, 17.árg., 54. tbl., bls. 214:

Hreppsvegagjald í kauptúnum.
Neðri d. hefir samþ. frv. þess efnis, að kauptún sem eru hreppsfélög út af fyrir sig, skuli vera laus við sýsluvegagjald eftir lögum frá 1894, að því tilskildu, að þar sé varið til vegagerðar jafnmiklu fé úr sveitarsjóði, auk hreppsvegagjaldsins, sem nemur sýsluvegagjaldinu eftir þeim lögum og öðrum frá 1903.
Hreppsvegagjald í verslunarstöðum með sérstakri sveitarstjórn sé 2½ kr. fyrir hvern verkfæran karlmann í kauptúninu 20-60 ára. Hreppsnefnd í verslunarstað, sem er hreppur út af fyrir sig, ræður, hvar vegir skuli liggja um verslunarstaðinn, og hvernig þeir skuli vera að breidd og ásigkomulagi.