1905

Þjóðólfur, 18. ágúst 1905, 57. árg., 35. tbl., forsíða:

Fjárlögin.
Til samgöngumála veitast 807 þús. kr. Þar af til póstmála 160 þús. kr., þar á meðal 8000 kr., hv. á. til gufuskipafélaganna "Thore" og "O. Wathnes Arvinger" fyrir að flytja allskonar póstsendingar milli Íslands og útlanda og milli hafna á Íslandi (áætlað er, að "Thore" beri 2/3 - 3/4 af upphæðinni). - Til vegabóta ganga 117 þús. kr. Þar af til flutningabrauta 62 þús. og til þjóðvega 61 þús., er skiptist á milli amtanna þannig, að á Suðuramtið kemur 12 þús., Vesturamtið líka 12 þús., Norðuramtið 20 þús. og Austuramtið 17. þús. Af þjóðvegafé Austuramtsins veitist 4000 kr. síð. á. til vegagerðar í Austur-Skaftafellssýslu og af þjóðvegafé Suðuramtsins 4000 kr. til þjóðvegarins upp Mosfellssveit gegn jafnmiklu tillagi annarsstaðar að. Til vegar í Vestmannaeyjum veitast 1000 kr. f.á. og til vegagerðar á Breiðadalsheiði í Ísafjarðarsýslu 5000 kr. f.á. (gegn því að hlutaðeigandi sýslufélög leggi fram 1/3 af kostnaðinum). Til brúargerðar á Hólmsá og Skaptár-eldvatni í Vestur-Skaftafellssýslu 12,000 kr. síð. á. (gegn 2000 kr. frá sýslufélaginu). Til akbrautar frá Flatholti fyrir ofan Bitru upp Skeiðin að Stóru-Laxá 12,000 kr. (gegn því að 13,000 kr. verði lagðar fram annarsstaðar frá). 3000 kr. styrkur f.á. veitist til brúargerðar á Jökulsá í Jökuldal (þó eigi fyrir helming brúarkostnaðar). - til gufuskipaferða veitast 117 þús kr., þar af 30 þús. kr. hv. á. til sameinaða gufuskipafélagsins og 28. þús. kr. hv. á til gufubátaferða (á Faxaflóa 12. þús, á Breiðafirði 8 þús., í Ísafjarðarsýslu 5 þús. og í Eyjafirði 3. þús.), ennfr. 300 kr. styrkur hv. á. til gufu- og mótorbátaferða milli Vestmannaeyja og Rangársands og 500 kr. f.á. til mótorbáts á Lagarfljóti.


Þjóðólfur, 18. ágúst 1905, 57. árg., 35. tbl., forsíða:

Fjárlögin.
Til samgöngumála veitast 807 þús. kr. Þar af til póstmála 160 þús. kr., þar á meðal 8000 kr., hv. á. til gufuskipafélaganna "Thore" og "O. Wathnes Arvinger" fyrir að flytja allskonar póstsendingar milli Íslands og útlanda og milli hafna á Íslandi (áætlað er, að "Thore" beri 2/3 - 3/4 af upphæðinni). - Til vegabóta ganga 117 þús. kr. Þar af til flutningabrauta 62 þús. og til þjóðvega 61 þús., er skiptist á milli amtanna þannig, að á Suðuramtið kemur 12 þús., Vesturamtið líka 12 þús., Norðuramtið 20 þús. og Austuramtið 17. þús. Af þjóðvegafé Austuramtsins veitist 4000 kr. síð. á. til vegagerðar í Austur-Skaftafellssýslu og af þjóðvegafé Suðuramtsins 4000 kr. til þjóðvegarins upp Mosfellssveit gegn jafnmiklu tillagi annarsstaðar að. Til vegar í Vestmannaeyjum veitast 1000 kr. f.á. og til vegagerðar á Breiðadalsheiði í Ísafjarðarsýslu 5000 kr. f.á. (gegn því að hlutaðeigandi sýslufélög leggi fram 1/3 af kostnaðinum). Til brúargerðar á Hólmsá og Skaptár-eldvatni í Vestur-Skaftafellssýslu 12,000 kr. síð. á. (gegn 2000 kr. frá sýslufélaginu). Til akbrautar frá Flatholti fyrir ofan Bitru upp Skeiðin að Stóru-Laxá 12,000 kr. (gegn því að 13,000 kr. verði lagðar fram annarsstaðar frá). 3000 kr. styrkur f.á. veitist til brúargerðar á Jökulsá í Jökuldal (þó eigi fyrir helming brúarkostnaðar). - til gufuskipaferða veitast 117 þús kr., þar af 30 þús. kr. hv. á. til sameinaða gufuskipafélagsins og 28. þús. kr. hv. á til gufubátaferða (á Faxaflóa 12. þús, á Breiðafirði 8 þús., í Ísafjarðarsýslu 5 þús. og í Eyjafirði 3. þús.), ennfr. 300 kr. styrkur hv. á. til gufu- og mótorbátaferða milli Vestmannaeyja og Rangársands og 500 kr. f.á. til mótorbáts á Lagarfljóti.