1905

Þjóðólfur, 15. september 1905, 57. árg., 39. tbl., bls. 168:

Vígsluathöfnin.
Laugardaginn 9. þ.m. var veður bjart og fagurt, og mátti þá sjá mannareið um Árnessýslu. En allir flokkarnir stefndu að Sogsbrúnni, er ráðherrann ætlaði að vígja þann dag kl. 2. Úr Reykjavík var meðal annars hátt á 3. hundrað manna, að því er næst varð komist. Var erfitt um gististaði fyrir allan þann fjölda, og lágu menn í heyhlöðum á bæjum meðfram veginum, voru t.d. um 60-70 Reykvíkingar nætursakir á Selfossi og í Tryggvaskála á laugardagsnóttina, og enn fleiri kvað hafa verið þar nóttina eftir. En alls voru staddir við vígsluna fullt 1000 manns eða hátt á 11. hundrað eftir því sem sumum taldist. Ráðherrann kom að aflíðandi hádegi að Soginu, að austanverðu, Grímsnesmeginn. En mestur hluti mannfjöldans var fyrir vestan ána, og gekk smátt og smátt austur yfir, því að þar var ræðupallurinn reistur við brúarsporðinn. Er þar skógur upp frá brúnni og landslag fagurt og vinalegt þar með Soginu, (í Öndverðarneslandi) þótt brunahraun sé og skógurinn ekki hávaxinn. Er þar beitiland ágætt fyrir sauðfé og land kjarngott.
Nokkru áður en sjálf vígsluathöfnin hófst var blásið í lúðra til að stefna fólkinu saman, og streymdi það þá austur yfir það er eftir var fyrir vestan ána, 40-50 í hóp, en verðir voru settir við vestri enda brúarinnar til að gæta þess að ofmargir væru ekki á brúnni í senn. Þá er kl. var 2 og allir (eða nær því allir) komnir austur yfir var spennt silkiband yfir brúna, en á meðan fólkið gekk brúna lék lúðrafélag Reykjavíkur "Eldgamla Ísafold" og "Ó, guðs vors lands" tvisvar sinnum. Þá er fólkið var komið saman á eystri bakkanum sté ráðherrann upp á ræðupallinn, og hélt þar ræðu þá, sem hér er prentuð á undan, og fannst flestum mikið um bæði efni og framburð, en maðurinn sjálfur hinn gervilegasti og veðrið skínandi fagurt, en skógarilminn lagði að vitum manna, og varð því allt til þess að gera athöfn þessa sem hátíðlegasta. Að lokinni ræðu og um leið og ráðherrann sté niður af ræðupallinum var hrópað: "Lifi ráðherrann" og tók mannfjöldinn undir það með níföldu húrra. Að því búnu gekk ráðherrann og frú hans fyrst vestur yfir brúna og klippti ráðherrafrúin sundur band það, er spennt var yfir brúna, en mannfjöldinn gekk allur á eftir og var á meðan leikið á lúðra brúardrápa H.H. og að því loknu hrópað húrra fyrir höfundinum. Síðan dreifðust menn smátt og smátt víðsvegar í kringum brúna. Höfðu Grímsnesingar reist tjald allmikið í skóginum að austanverðu við brúna handa ráðherranum og frú hans, og bauð forstöðunefndin þangað nokkrum mönnum. Var þar drukkið minni ráðherrans, yfirsmiðs brúarinnar, forstöðunefndarinnar o. fl.
Síðar um daginn hélt séra Gísli Jónsson á Mosfelli ræðu og talaði aðallega um þá erfiðleika, er þetta brúarmál hefði átt við að stríða, og þótti mælast vel. Einn hálfsvínkaður Reykvíkingur, er ekki þótti ræðan eftir valtýskum nótum, var stöðugt að gjamma fram í, og flissa heimskulega, og stórhneyksluðust allir á slíkum götustrákahætti, og þótti maðurinn vera fremur "krúkk" að kurteisi. Auk annars manns (G. Felixssonar) er talaði nokkur orð, varð ekki meira af ræðuhöldum, enda fóru menn smátt og smátt að tínast burtu, er á leið. Dansað var um hríð á fögrum grasfleti að austanverðu við Sogið, en danspallur var enginn, því að forstöðunefndin hafði ekki haft tæki til að reisa hann, enda ekki útlit fyrir næstu daga á undan, að veður yrði svo gott vígsludaginn, að menn mundu skemmta sér við dans. En þótt pallinn vantaði, skemmtu menn sér eftir föngum og létu allir hið besta yfir förinni, enda veður hið blíðasta allan daginn, og staðurinn hinn fegursti. tók Árni Thorsteinsson ljósmyndari þar nokkrar myndir, er hann hefur nú til sýnis og sölu, og eru þær allar mjög vel gerðar.


Þjóðólfur, 15. september 1905, 57. árg., 39. tbl., bls. 168:

Vígsluathöfnin.
Laugardaginn 9. þ.m. var veður bjart og fagurt, og mátti þá sjá mannareið um Árnessýslu. En allir flokkarnir stefndu að Sogsbrúnni, er ráðherrann ætlaði að vígja þann dag kl. 2. Úr Reykjavík var meðal annars hátt á 3. hundrað manna, að því er næst varð komist. Var erfitt um gististaði fyrir allan þann fjölda, og lágu menn í heyhlöðum á bæjum meðfram veginum, voru t.d. um 60-70 Reykvíkingar nætursakir á Selfossi og í Tryggvaskála á laugardagsnóttina, og enn fleiri kvað hafa verið þar nóttina eftir. En alls voru staddir við vígsluna fullt 1000 manns eða hátt á 11. hundrað eftir því sem sumum taldist. Ráðherrann kom að aflíðandi hádegi að Soginu, að austanverðu, Grímsnesmeginn. En mestur hluti mannfjöldans var fyrir vestan ána, og gekk smátt og smátt austur yfir, því að þar var ræðupallurinn reistur við brúarsporðinn. Er þar skógur upp frá brúnni og landslag fagurt og vinalegt þar með Soginu, (í Öndverðarneslandi) þótt brunahraun sé og skógurinn ekki hávaxinn. Er þar beitiland ágætt fyrir sauðfé og land kjarngott.
Nokkru áður en sjálf vígsluathöfnin hófst var blásið í lúðra til að stefna fólkinu saman, og streymdi það þá austur yfir það er eftir var fyrir vestan ána, 40-50 í hóp, en verðir voru settir við vestri enda brúarinnar til að gæta þess að ofmargir væru ekki á brúnni í senn. Þá er kl. var 2 og allir (eða nær því allir) komnir austur yfir var spennt silkiband yfir brúna, en á meðan fólkið gekk brúna lék lúðrafélag Reykjavíkur "Eldgamla Ísafold" og "Ó, guðs vors lands" tvisvar sinnum. Þá er fólkið var komið saman á eystri bakkanum sté ráðherrann upp á ræðupallinn, og hélt þar ræðu þá, sem hér er prentuð á undan, og fannst flestum mikið um bæði efni og framburð, en maðurinn sjálfur hinn gervilegasti og veðrið skínandi fagurt, en skógarilminn lagði að vitum manna, og varð því allt til þess að gera athöfn þessa sem hátíðlegasta. Að lokinni ræðu og um leið og ráðherrann sté niður af ræðupallinum var hrópað: "Lifi ráðherrann" og tók mannfjöldinn undir það með níföldu húrra. Að því búnu gekk ráðherrann og frú hans fyrst vestur yfir brúna og klippti ráðherrafrúin sundur band það, er spennt var yfir brúna, en mannfjöldinn gekk allur á eftir og var á meðan leikið á lúðra brúardrápa H.H. og að því loknu hrópað húrra fyrir höfundinum. Síðan dreifðust menn smátt og smátt víðsvegar í kringum brúna. Höfðu Grímsnesingar reist tjald allmikið í skóginum að austanverðu við brúna handa ráðherranum og frú hans, og bauð forstöðunefndin þangað nokkrum mönnum. Var þar drukkið minni ráðherrans, yfirsmiðs brúarinnar, forstöðunefndarinnar o. fl.
Síðar um daginn hélt séra Gísli Jónsson á Mosfelli ræðu og talaði aðallega um þá erfiðleika, er þetta brúarmál hefði átt við að stríða, og þótti mælast vel. Einn hálfsvínkaður Reykvíkingur, er ekki þótti ræðan eftir valtýskum nótum, var stöðugt að gjamma fram í, og flissa heimskulega, og stórhneyksluðust allir á slíkum götustrákahætti, og þótti maðurinn vera fremur "krúkk" að kurteisi. Auk annars manns (G. Felixssonar) er talaði nokkur orð, varð ekki meira af ræðuhöldum, enda fóru menn smátt og smátt að tínast burtu, er á leið. Dansað var um hríð á fögrum grasfleti að austanverðu við Sogið, en danspallur var enginn, því að forstöðunefndin hafði ekki haft tæki til að reisa hann, enda ekki útlit fyrir næstu daga á undan, að veður yrði svo gott vígsludaginn, að menn mundu skemmta sér við dans. En þótt pallinn vantaði, skemmtu menn sér eftir föngum og létu allir hið besta yfir förinni, enda veður hið blíðasta allan daginn, og staðurinn hinn fegursti. tók Árni Thorsteinsson ljósmyndari þar nokkrar myndir, er hann hefur nú til sýnis og sölu, og eru þær allar mjög vel gerðar.