1905

Norðurland, 23. sept. 1905, 5. árg., 2. tbl., bls. 7:

Jökulsárbrúin.
Húsavík, 20. september 1905.
Í gær, þ. 19. þ.m., var opnuð og vígð Jökulsárbrúin af landritara Klemens Jónssyni í viðurvist hér um bil 260 manna og var það miklu minni fólksfjöldi en búist var við, og stafaði það af óhentugum tíma, sem brúarvígslan fór fram á, því bæði fjárréttir og heyannir hömluðu mönnum frá að vera við athöfnina. Veður var hið fegursta þar til seint um kvöldið að tók að rigna lítið eitt. Brúin var smekklega prýdd með grænum skógviði, sem bundinn var við handriðið beggja vegna svo þétt við enda brúarinnar að limið lagðist nálega saman yfir höfuð manna, svo brúin líktist fögrum skemtigangi skógi vöxnum; þrjú stórfeld púðurskot drundu úr klöppunum austanmegin árinnar þegar brúin var opnuð. Brúin er mjög fögur og sterkbygð að sjá, hún er 109 álnir að lengd millum aðalstöpla en 20 álnir á milli aðalstöpuls og akkerisstöpuls hvorumegin; talsvert er eftir að vinna að brautarlagningu við enda brúarinnar að vestan, sem fullgera á þó í haust; að öðru leyti er brúin sjálf fullger nema að málningu. Að líkindum verður á einhvern hátt birt prentuð skýrsla um byggingu og útlit brúarinnar ásamt uppdrætti af henni. Auk vígsluræðu landritarans, sem var löng og allskipulega samin predikun, að miklu leyti á blöðum, héldu munnlegar tölur Steingrímur sýslumaður, Árni prófastur og Jón læknir frá Vopnafirði; kvæði undir nafni Jökulsár flutti Ari Jochumsson og Jón Guðmundsson búfræðingur úr Þistilfirði las upp, snoturt kvæði eftir sjálfan sig um ættjarðarást. Sungið var talsvert með köflum af St. Guðjohnssen, Þórði lækni og fleirum. Kl. 4 e.h. byrjaði uppboð á ýmsum efnisleyfum og verkfærum, sem landsjóður átti, og stóð uppboðið fram í myrkur. Athöfnin fór öll skipulega og vel fram. Engar almennar veitingar voru þar hafðar um hönd og þótti mönnum það eini ókosturinn við samkomu þessa.


Norðurland, 23. sept. 1905, 5. árg., 2. tbl., bls. 7:

Jökulsárbrúin.
Húsavík, 20. september 1905.
Í gær, þ. 19. þ.m., var opnuð og vígð Jökulsárbrúin af landritara Klemens Jónssyni í viðurvist hér um bil 260 manna og var það miklu minni fólksfjöldi en búist var við, og stafaði það af óhentugum tíma, sem brúarvígslan fór fram á, því bæði fjárréttir og heyannir hömluðu mönnum frá að vera við athöfnina. Veður var hið fegursta þar til seint um kvöldið að tók að rigna lítið eitt. Brúin var smekklega prýdd með grænum skógviði, sem bundinn var við handriðið beggja vegna svo þétt við enda brúarinnar að limið lagðist nálega saman yfir höfuð manna, svo brúin líktist fögrum skemtigangi skógi vöxnum; þrjú stórfeld púðurskot drundu úr klöppunum austanmegin árinnar þegar brúin var opnuð. Brúin er mjög fögur og sterkbygð að sjá, hún er 109 álnir að lengd millum aðalstöpla en 20 álnir á milli aðalstöpuls og akkerisstöpuls hvorumegin; talsvert er eftir að vinna að brautarlagningu við enda brúarinnar að vestan, sem fullgera á þó í haust; að öðru leyti er brúin sjálf fullger nema að málningu. Að líkindum verður á einhvern hátt birt prentuð skýrsla um byggingu og útlit brúarinnar ásamt uppdrætti af henni. Auk vígsluræðu landritarans, sem var löng og allskipulega samin predikun, að miklu leyti á blöðum, héldu munnlegar tölur Steingrímur sýslumaður, Árni prófastur og Jón læknir frá Vopnafirði; kvæði undir nafni Jökulsár flutti Ari Jochumsson og Jón Guðmundsson búfræðingur úr Þistilfirði las upp, snoturt kvæði eftir sjálfan sig um ættjarðarást. Sungið var talsvert með köflum af St. Guðjohnssen, Þórði lækni og fleirum. Kl. 4 e.h. byrjaði uppboð á ýmsum efnisleyfum og verkfærum, sem landsjóður átti, og stóð uppboðið fram í myrkur. Athöfnin fór öll skipulega og vel fram. Engar almennar veitingar voru þar hafðar um hönd og þótti mönnum það eini ókosturinn við samkomu þessa.