1905

Ísafold, 7. okt. 1905, 17.árg., 67. tbl., forsíða:

Lagarfljótsbrúin
er langstærsta brúin á landinu, 480 álnir. Hún liggur á 29 tréstólpum, með 16 álna millibili, gerðum af 2-3 staurum, sem reknir eru niður í botninn. Auk þess er steinstöpull við hvern enda brúarinnar. Þeir eru steinlímdir. Upp frá tréstólpunum eru ísbrjótar, er eiga að hlífa þeim við ísreki. Brúarkjálkarnir eru úr járni, lagðir ofan á tréstólpana að endilöngu, en þvertré í milli á kjálkunum með álnar millibili og gólf lagt þar á ofan, úr plönkum. Handrið 1½ alin; það er nokkuð lítið. Brúin er 4 álna breið. Tvær mannhæðir eru frá brúnni niður að vatni í fljótinu eins og það gerist minnst, en 18 þml. í mestu vatnavöxtum, sem dæmi eru til sögð. Svo telst til, að brúin muni bera 6144 vætta þunga (10-fjórð.) í einu, ef jafnt væri raðað á hana alla. Ef staurarnir ná þá niður úr leirnum alstaðar.
Kostað hefir brú þessi að sögn um 120 þús. kr. Hún átti að kosta upphaflega að eins 45 þús. Hún hefir verið 4 ár í smíðum. Það hefir gengið í mesta basli.
Finna má minna grand í mat sínum en slíka áætlunarskekkju 120 þús. í stað 45 þús. Hún mun vera áreiðanlegri, stauraflutningsáætlunin hjá meiri hlutanum í ritsímamálanefndinni?


Ísafold, 7. okt. 1905, 17.árg., 67. tbl., forsíða:

Lagarfljótsbrúin
er langstærsta brúin á landinu, 480 álnir. Hún liggur á 29 tréstólpum, með 16 álna millibili, gerðum af 2-3 staurum, sem reknir eru niður í botninn. Auk þess er steinstöpull við hvern enda brúarinnar. Þeir eru steinlímdir. Upp frá tréstólpunum eru ísbrjótar, er eiga að hlífa þeim við ísreki. Brúarkjálkarnir eru úr járni, lagðir ofan á tréstólpana að endilöngu, en þvertré í milli á kjálkunum með álnar millibili og gólf lagt þar á ofan, úr plönkum. Handrið 1½ alin; það er nokkuð lítið. Brúin er 4 álna breið. Tvær mannhæðir eru frá brúnni niður að vatni í fljótinu eins og það gerist minnst, en 18 þml. í mestu vatnavöxtum, sem dæmi eru til sögð. Svo telst til, að brúin muni bera 6144 vætta þunga (10-fjórð.) í einu, ef jafnt væri raðað á hana alla. Ef staurarnir ná þá niður úr leirnum alstaðar.
Kostað hefir brú þessi að sögn um 120 þús. kr. Hún átti að kosta upphaflega að eins 45 þús. Hún hefir verið 4 ár í smíðum. Það hefir gengið í mesta basli.
Finna má minna grand í mat sínum en slíka áætlunarskekkju 120 þús. í stað 45 þús. Hún mun vera áreiðanlegri, stauraflutningsáætlunin hjá meiri hlutanum í ritsímamálanefndinni?