1904

Þjóðólfur, 1. janúar 1904, 56. árg., 1. tbl., bls. 2:

Víkursveit.
Þegar farið er norður í Víkursveit liggur leiðin yfir Trékyllisheiði. Heiðin fremur há (1.530 fet) og illviðrasöm, einkum norðan til. Þegar norður er farið má fara niður að þremur bæjum í Reykjarfirðinum. Aðalvegurinn liggur að kaupstaðnum Kúvíkum, eða Reykjarfirði, sem hann vanalega er kallaður, er hann lengstur. Styst er að fara niður Kjós, og er undarlegt, að sýsluvegurinn skuli ekki liggja þangað, því bæði er það styttra, og svo er vegur þar að mun ódýrari. Yfir heiðina er fremur góður vegur og allvel vandaður, en víða eru þó vörðurnar fallnar. Úr Reykjarfirðinum liggur sýsluvegur yfir Göngumannaskörð að Árnesi. Flesta er fara þá leið mun furða, að það er sýsluvegur, því ekki lítur út fyrir, að sú leið hafi verið rudd í lengri tíma. Að sunnanverðu eru allar götur fullar af grjóti, og á einni smábrú, sem þar er, eru göt. Að gera það góðan veg getur ekki verið mjög dýrt.


Þjóðólfur, 1. janúar 1904, 56. árg., 1. tbl., bls. 2:

Víkursveit.
Þegar farið er norður í Víkursveit liggur leiðin yfir Trékyllisheiði. Heiðin fremur há (1.530 fet) og illviðrasöm, einkum norðan til. Þegar norður er farið má fara niður að þremur bæjum í Reykjarfirðinum. Aðalvegurinn liggur að kaupstaðnum Kúvíkum, eða Reykjarfirði, sem hann vanalega er kallaður, er hann lengstur. Styst er að fara niður Kjós, og er undarlegt, að sýsluvegurinn skuli ekki liggja þangað, því bæði er það styttra, og svo er vegur þar að mun ódýrari. Yfir heiðina er fremur góður vegur og allvel vandaður, en víða eru þó vörðurnar fallnar. Úr Reykjarfirðinum liggur sýsluvegur yfir Göngumannaskörð að Árnesi. Flesta er fara þá leið mun furða, að það er sýsluvegur, því ekki lítur út fyrir, að sú leið hafi verið rudd í lengri tíma. Að sunnanverðu eru allar götur fullar af grjóti, og á einni smábrú, sem þar er, eru göt. Að gera það góðan veg getur ekki verið mjög dýrt.