1904

Norðurland, 26. mars 1904, 3. árg., 26. tbl., bls. 102:

Sýslufundur Eyfirðinga 15.-19. mars. (Ágrip)
Dragferja.
Öngulstaðahreppi veitt leyfi til að borga 10 kr. úr hreppsjóði til dragferjunnar á Stokkahlaðahyl.
Viðauki samþykktur við reglugjörð fyrir lögferjur í sýslunni: dragferjan gerð að lögferju, ferjutollar ákveðnir og samþykkt, að sýsluvegasjóður greiði ferjumanni árlega 15 kr. til viðhalds ferjunni, enda sé hún þá ætíð í góðu lagi.
Samgöngu- og atvinnumál.
Bréf hafði komið til sýslunefndarinnar frá stjórnarráði Íslands, þar sem það æskir eftir tillögum sýslunefndarinnar um helstu áhugamál sýslunnar í atvinnu og samgöngumálum. Til þess að íhuga þetta mál var kosin sérstök nefnd: Magnús Sigurðsson, Stefán Stefánsson kennari, Sigurður Jónasson, Páll Briem og Friðrik Kristjánsson. Nefndinni var sérstaklega falið að taka til íhugunar eftirfarandi mál:
1. Póstvegur úr Kræklingahlíð, er liggi sem næst Hörgárbrúnni og um Öxnadal. Vegurinn sé gjörður akfær og gistihús reist í Bakkaseli.
2. Brú á Eyjafjarðará á póstleiðina.
3. Framhald flutningabrautarinnar inn fjörðinn að Saurbæ.
4. Gufubátur á Eyjafirði.
5. Brú á Svarfaðardalsá á aukapóstleið.
6. Ræktunarfélagið og í sambandi við það búnaðarskóli í nánd við gróðrarstöð félagsins.
7. Þilskipaábyrgðarsjóður.
8. Skipakví til vetrarlægis fyrir þilskip.
9. Íshús.
10. Ullarverksmiðja.
11. Veiting Glerár fram af Akureyrarbrekkum.
12. Tígulsteinsgjörð og steinsteypuverksmiðja.
Sýsluvegur.
Beiðnir um viðgjörð á vegum höfðu komið úr flestum hreppum sýslunnar.
Samþ., að vegarspottinn frá Hörgárbrú á væntanlegum póstvegi á Moldhaugahálsi verði sýsluvegur, að vegarstæðið verði ákveðið og byrjað á veginum á næsta sumri.
Þar sem nýir sýsluvegir eru lagðir, skulu þeir gjörðir akfærir, ef því verður við komið.
Oddvita falið að taka allt að 600 kr. lán handa sýsluvegasjóði, og samþ., að 30 kr. séu teknar til hans af hreppsfé Hrafnagilshrepps þ. á.
Tekjur sjóðsins áætlaðar kr. 1380, sem skal varið þannig: Til Hörgárbrúar kr. 500. Til Öngulstaðahrepps 55. Til brúar á Skjóldalsá 25. til Glæsibæjarhrepps 150. Til Skriðuhrepps 75. Til Arnarhrepps 175. Til Svarfaðardalshrepps 175. Til Þóroddstaðahrepps 75. til dragferju 15. til viðhalds og viðgjörða á sýsluvegum 135.


Norðurland, 26. mars 1904, 3. árg., 26. tbl., bls. 102:

Sýslufundur Eyfirðinga 15.-19. mars. (Ágrip)
Dragferja.
Öngulstaðahreppi veitt leyfi til að borga 10 kr. úr hreppsjóði til dragferjunnar á Stokkahlaðahyl.
Viðauki samþykktur við reglugjörð fyrir lögferjur í sýslunni: dragferjan gerð að lögferju, ferjutollar ákveðnir og samþykkt, að sýsluvegasjóður greiði ferjumanni árlega 15 kr. til viðhalds ferjunni, enda sé hún þá ætíð í góðu lagi.
Samgöngu- og atvinnumál.
Bréf hafði komið til sýslunefndarinnar frá stjórnarráði Íslands, þar sem það æskir eftir tillögum sýslunefndarinnar um helstu áhugamál sýslunnar í atvinnu og samgöngumálum. Til þess að íhuga þetta mál var kosin sérstök nefnd: Magnús Sigurðsson, Stefán Stefánsson kennari, Sigurður Jónasson, Páll Briem og Friðrik Kristjánsson. Nefndinni var sérstaklega falið að taka til íhugunar eftirfarandi mál:
1. Póstvegur úr Kræklingahlíð, er liggi sem næst Hörgárbrúnni og um Öxnadal. Vegurinn sé gjörður akfær og gistihús reist í Bakkaseli.
2. Brú á Eyjafjarðará á póstleiðina.
3. Framhald flutningabrautarinnar inn fjörðinn að Saurbæ.
4. Gufubátur á Eyjafirði.
5. Brú á Svarfaðardalsá á aukapóstleið.
6. Ræktunarfélagið og í sambandi við það búnaðarskóli í nánd við gróðrarstöð félagsins.
7. Þilskipaábyrgðarsjóður.
8. Skipakví til vetrarlægis fyrir þilskip.
9. Íshús.
10. Ullarverksmiðja.
11. Veiting Glerár fram af Akureyrarbrekkum.
12. Tígulsteinsgjörð og steinsteypuverksmiðja.
Sýsluvegur.
Beiðnir um viðgjörð á vegum höfðu komið úr flestum hreppum sýslunnar.
Samþ., að vegarspottinn frá Hörgárbrú á væntanlegum póstvegi á Moldhaugahálsi verði sýsluvegur, að vegarstæðið verði ákveðið og byrjað á veginum á næsta sumri.
Þar sem nýir sýsluvegir eru lagðir, skulu þeir gjörðir akfærir, ef því verður við komið.
Oddvita falið að taka allt að 600 kr. lán handa sýsluvegasjóði, og samþ., að 30 kr. séu teknar til hans af hreppsfé Hrafnagilshrepps þ. á.
Tekjur sjóðsins áætlaðar kr. 1380, sem skal varið þannig: Til Hörgárbrúar kr. 500. Til Öngulstaðahrepps 55. Til brúar á Skjóldalsá 25. til Glæsibæjarhrepps 150. Til Skriðuhrepps 75. Til Arnarhrepps 175. Til Svarfaðardalshrepps 175. Til Þóroddstaðahrepps 75. til dragferju 15. til viðhalds og viðgjörða á sýsluvegum 135.