1904

Austri, 14. maí 1904, 14.árg., 15. tbl., forsíða:

Sýslufundur Skagfirðinga.
Sýslufundur var haldinn hér fyrstu daga marsmánaðar.
Á meðan á Sýslufundinum stóð kom bréf frá ráðherranum til sýslunefndarinnar, þar sem hann leggur fyrir sýslunefndina að kunngjöra sér hver séu áhugamál sýslubúa, sem snerti samgöngur og atvinnumál.
Mál þau er sýslunefndin nefndi sem hin mestu áhugamál voru:
1. Að breyta láglendi Skagafjarðar sem allra fyrst í ræktað graslendi (flæðiengi). Óskaði hún eftir að fenginn væri sérfræðingur í vatnsveitingum frá útlöndum til þess að gjöra áætlun yfir verkið og kostnað við það. Einnig óskaði hún eftir, að sami maður rannsakaði botninn í Héraðsvötnum, til þess að vita, hvort flatbotnaður mótorbátur gæti ekki gengið eftir þeim. Einnig vildi hún láta sama mann rannsaka hvort hætta væri á skemmdum af Héraðsvötnum, og á hvern hátt best væri að fyrirbyggja þær.
2. Að höfnin á Sauðárkróki sé bætt með bryggju og öldubrjót.
3. Að Héraðsvötnin verði brúuð, bæði á póstleiðinni (undan Ökrum) og eins á vesturósnum (vestan við Hegranesið).
4. Að akbraut verði lögð fram Skagafjörð vestanverðan.
5. Að bættar verði skipagöngur til Skagafjaðrar í janúar og febrúar.


Austri, 14. maí 1904, 14.árg., 15. tbl., forsíða:

Sýslufundur Skagfirðinga.
Sýslufundur var haldinn hér fyrstu daga marsmánaðar.
Á meðan á Sýslufundinum stóð kom bréf frá ráðherranum til sýslunefndarinnar, þar sem hann leggur fyrir sýslunefndina að kunngjöra sér hver séu áhugamál sýslubúa, sem snerti samgöngur og atvinnumál.
Mál þau er sýslunefndin nefndi sem hin mestu áhugamál voru:
1. Að breyta láglendi Skagafjarðar sem allra fyrst í ræktað graslendi (flæðiengi). Óskaði hún eftir að fenginn væri sérfræðingur í vatnsveitingum frá útlöndum til þess að gjöra áætlun yfir verkið og kostnað við það. Einnig óskaði hún eftir, að sami maður rannsakaði botninn í Héraðsvötnum, til þess að vita, hvort flatbotnaður mótorbátur gæti ekki gengið eftir þeim. Einnig vildi hún láta sama mann rannsaka hvort hætta væri á skemmdum af Héraðsvötnum, og á hvern hátt best væri að fyrirbyggja þær.
2. Að höfnin á Sauðárkróki sé bætt með bryggju og öldubrjót.
3. Að Héraðsvötnin verði brúuð, bæði á póstleiðinni (undan Ökrum) og eins á vesturósnum (vestan við Hegranesið).
4. Að akbraut verði lögð fram Skagafjörð vestanverðan.
5. Að bættar verði skipagöngur til Skagafjaðrar í janúar og febrúar.