1904

Ísafold, 28. maí 1904, 16.árg., 34. tbl., bls. 134:

Sýslufundur Rangæinga.
Aðalsýslufundur Rangárvallasýslu var haldinn á Stórólfshvoli 5. til 7. apríl. Auk venjulegra reikningsmála koma þessi mál þar til umræðu.
10. Lögð var niður lögferja á Sandhólaferju.
14. Samkvæmt málaleitan landsstjórnarinnar lét nefndin uppi, að þessi framfaramál teldi hún mestu skipta fyrir sýsluna:
Brýr á Rangá hvorutveggja. Framhald þjóðvegarins að Þverá. Gufubátaferðir milli Vestmannaeyja og Rangársands. Framhald á umbótum á Stokkseyrarhöfn og að Stokkseyri verði viðkomustaður - ólæsilegt orð - gufuskipa og strandbátanna. Mótorvagnaferðir eftir akveginum og talsími fram með þeim á sínum tíma.
18. Veittar 50 kr. til að halda uppi ferju á Þverá hjá Fróðholtshjáleigu.
19. Samþykkt þessi áætlun fyrir sýsluvegasjóð: Tekjur 1050 kr. Gjöld: til sýsluvegar í Austur-Eyjafjallahreppi 100 kr., í Vestur-Eyjafjallahr. 300 kr., í Austur-Landeyjahr. 50 kr., í Hvolhreppi 200 kr., í Rangárvallahr. 80 kr., í Landmannahr. 100 kr. og í Holtahreppi 100 kr.; óviss útgjöld 120 kr.
20. Sýslusjóðsáætlun. Tekjur: niðurjöfnun 4700 kr., aðrar tekjur 810 kr.; samtals 5510 kr. Gjöld: sýslunefndarkostnaður 280 kr., ritföng hreppstjóra 50, yfirsetukonulaun 700, jafnaðarsjóðsgjald 1,30, hundalækningar 25, brúargæsla (þjórsá) 300, vextir og afborgun af jarðskjálftaláni 800, vextir og afborgun af Ölfusárbrúarláni 230, umsjón á skógi og mel 60, óviss útgjöld (mest skuldagreiðsla) 800, eftirstöðvar 585. Samtals 5510.


Ísafold, 28. maí 1904, 16.árg., 34. tbl., bls. 134:

Sýslufundur Rangæinga.
Aðalsýslufundur Rangárvallasýslu var haldinn á Stórólfshvoli 5. til 7. apríl. Auk venjulegra reikningsmála koma þessi mál þar til umræðu.
10. Lögð var niður lögferja á Sandhólaferju.
14. Samkvæmt málaleitan landsstjórnarinnar lét nefndin uppi, að þessi framfaramál teldi hún mestu skipta fyrir sýsluna:
Brýr á Rangá hvorutveggja. Framhald þjóðvegarins að Þverá. Gufubátaferðir milli Vestmannaeyja og Rangársands. Framhald á umbótum á Stokkseyrarhöfn og að Stokkseyri verði viðkomustaður - ólæsilegt orð - gufuskipa og strandbátanna. Mótorvagnaferðir eftir akveginum og talsími fram með þeim á sínum tíma.
18. Veittar 50 kr. til að halda uppi ferju á Þverá hjá Fróðholtshjáleigu.
19. Samþykkt þessi áætlun fyrir sýsluvegasjóð: Tekjur 1050 kr. Gjöld: til sýsluvegar í Austur-Eyjafjallahreppi 100 kr., í Vestur-Eyjafjallahr. 300 kr., í Austur-Landeyjahr. 50 kr., í Hvolhreppi 200 kr., í Rangárvallahr. 80 kr., í Landmannahr. 100 kr. og í Holtahreppi 100 kr.; óviss útgjöld 120 kr.
20. Sýslusjóðsáætlun. Tekjur: niðurjöfnun 4700 kr., aðrar tekjur 810 kr.; samtals 5510 kr. Gjöld: sýslunefndarkostnaður 280 kr., ritföng hreppstjóra 50, yfirsetukonulaun 700, jafnaðarsjóðsgjald 1,30, hundalækningar 25, brúargæsla (þjórsá) 300, vextir og afborgun af jarðskjálftaláni 800, vextir og afborgun af Ölfusárbrúarláni 230, umsjón á skógi og mel 60, óviss útgjöld (mest skuldagreiðsla) 800, eftirstöðvar 585. Samtals 5510.