1904

Þjóðólfur, 10. júní 1904, 56. árg., 25. tbl., bls. 98:

För um Dala- og Strandasýslur haustið 1903
Eftir P. Z.
Hvammssveit.
Úr Hvammssveit liggja tvær leiðir yfir í Saurbæinn. Önnur er yfir Sælingsdalstunguheiði en hinn eftir Svínadal, þar sem Kjartan Ólafsson var drepinn. Steinninn, er hann barðist við , sést nú hvergi, en steinhrúgur eru þar á einum stað, þar sem líklegt er, að steinninn hafi verið, og líta þær út eins og stór steinn, er hefur klofnað sundur af áhrifum lofts og lagar. Annars er Hafragil, þar sem þeir Bolli voru, vel lagað til fyrirsáturs, því eigi sjást þeir sem eru í gilinu, fyrr en yfir er komið, eins og vegurinn hefur þá legið. Nú liggur hann eigi yfir gilið, heldur er farið yfir Leysingjastaðaá hjá gilinu, og riðin hlíðin út hinumegin. Eftir dal þessum liggur póstvegurinn, en litlu láni hefur vegur sá átt að fagna, og eigi hefur verið varið stórfé til þess að gera við hann, enda sjást þess ljós merki, þó ekki sé á öðru en því, að 11 sinnum er farið yfir Leysingjastaðaá á klukkutíma ferð, auk þess sem nokkrum sinnum er farið yfir sprænu þá, er rennur niður í Saurbæinn, og á einum stað riðið eftir ánni. Þetta sífellda vatnslark er fremur þreytandi, auk þess er það getur komið sér opt illa, því Leysingjastaðaá getur verið ófær, sérstaklega á neðsta vaðinu, Jónsvað er það kallað.


Þjóðólfur, 10. júní 1904, 56. árg., 25. tbl., bls. 98:

För um Dala- og Strandasýslur haustið 1903
Eftir P. Z.
Hvammssveit.
Úr Hvammssveit liggja tvær leiðir yfir í Saurbæinn. Önnur er yfir Sælingsdalstunguheiði en hinn eftir Svínadal, þar sem Kjartan Ólafsson var drepinn. Steinninn, er hann barðist við , sést nú hvergi, en steinhrúgur eru þar á einum stað, þar sem líklegt er, að steinninn hafi verið, og líta þær út eins og stór steinn, er hefur klofnað sundur af áhrifum lofts og lagar. Annars er Hafragil, þar sem þeir Bolli voru, vel lagað til fyrirsáturs, því eigi sjást þeir sem eru í gilinu, fyrr en yfir er komið, eins og vegurinn hefur þá legið. Nú liggur hann eigi yfir gilið, heldur er farið yfir Leysingjastaðaá hjá gilinu, og riðin hlíðin út hinumegin. Eftir dal þessum liggur póstvegurinn, en litlu láni hefur vegur sá átt að fagna, og eigi hefur verið varið stórfé til þess að gera við hann, enda sjást þess ljós merki, þó ekki sé á öðru en því, að 11 sinnum er farið yfir Leysingjastaðaá á klukkutíma ferð, auk þess sem nokkrum sinnum er farið yfir sprænu þá, er rennur niður í Saurbæinn, og á einum stað riðið eftir ánni. Þetta sífellda vatnslark er fremur þreytandi, auk þess er það getur komið sér opt illa, því Leysingjastaðaá getur verið ófær, sérstaklega á neðsta vaðinu, Jónsvað er það kallað.