1904

Norðurland, 25. júní 1904, 3. árg., 39. tbl., bls. 155:

Ódýr vegarlagning.
Sigurður skólastjóri Sigurðsson hefir látið gera veg á allt annan hátt en sést hefir áður hér á landi. Vegurinn liggur frá neðri tilraunastöðinni við Akureyri upp í efri tilraunastöðina inn við Kjarnaland. Hann liggur skáhalt upp brekku, yfir gil, skorninga, holt og mýrar, er þriggja álna breiður, akfær, 230 faðma langur og hefir kostað 32 kr. Faðmurinn kostar því tæpa 14 aura.
Til þess að fá veginn svona ódýran, hefir Sigurður skólastjóri notað hestaflið og verkfæri þau, sem Ræktunarfélag Norðurlands hefir keypt, plóga og moldrekur.


Norðurland, 25. júní 1904, 3. árg., 39. tbl., bls. 155:

Ódýr vegarlagning.
Sigurður skólastjóri Sigurðsson hefir látið gera veg á allt annan hátt en sést hefir áður hér á landi. Vegurinn liggur frá neðri tilraunastöðinni við Akureyri upp í efri tilraunastöðina inn við Kjarnaland. Hann liggur skáhalt upp brekku, yfir gil, skorninga, holt og mýrar, er þriggja álna breiður, akfær, 230 faðma langur og hefir kostað 32 kr. Faðmurinn kostar því tæpa 14 aura.
Til þess að fá veginn svona ódýran, hefir Sigurður skólastjóri notað hestaflið og verkfæri þau, sem Ræktunarfélag Norðurlands hefir keypt, plóga og moldrekur.