1904

Ísafold, 29. júní 1904, 16.árg., 43. tbl., bls. 171:

Póstleiðin meðfram Esju.
Sunnudaginn var lá leið mín fram á Kjalarnes til messu á Brautarholti, og minntist ég þá, er ég reið frá Kollafirði, orðtækisins; >glöggt er gests auga<.
Ég leitaðist við að hafa augun hjá mér.
Það sem mér varð starsýnst á, var vegurinn, og í undrun út af honum hugsaði ég, svona er þá póstvegurinn hér rétt undir handajaðri hinnar vaxandi Reykjavíkur. Alveg verð ég hissa og er á því, að vegur þessi skuli ekki vera betur ruddur og bættur heldur en er, þess er þó brýn og bráð þörf, sumstaðar þar meðfram Esju verður ekki sagt að þverfótandi sé fyrir stóru og smáu grjóti, og hættulegar holur eru þar fyrir hestafætur. Vil ég með þessu láta vera nóg sagt til þess, að ómynd sú og héraðsminkun, sem á er í greindu efni, verði hið allrafyrsta athuguð og lagfærð af réttum hlutaðeigendum.
St. í Reykjavík 28. júní 1904.
Magnús Þorsteinsson.


Ísafold, 29. júní 1904, 16.árg., 43. tbl., bls. 171:

Póstleiðin meðfram Esju.
Sunnudaginn var lá leið mín fram á Kjalarnes til messu á Brautarholti, og minntist ég þá, er ég reið frá Kollafirði, orðtækisins; >glöggt er gests auga<.
Ég leitaðist við að hafa augun hjá mér.
Það sem mér varð starsýnst á, var vegurinn, og í undrun út af honum hugsaði ég, svona er þá póstvegurinn hér rétt undir handajaðri hinnar vaxandi Reykjavíkur. Alveg verð ég hissa og er á því, að vegur þessi skuli ekki vera betur ruddur og bættur heldur en er, þess er þó brýn og bráð þörf, sumstaðar þar meðfram Esju verður ekki sagt að þverfótandi sé fyrir stóru og smáu grjóti, og hættulegar holur eru þar fyrir hestafætur. Vil ég með þessu láta vera nóg sagt til þess, að ómynd sú og héraðsminkun, sem á er í greindu efni, verði hið allrafyrsta athuguð og lagfærð af réttum hlutaðeigendum.
St. í Reykjavík 28. júní 1904.
Magnús Þorsteinsson.