1904

Norðurland, 2. júlí 1904, 3. árg., 40. tbl., bls. 158:

Opinbera rannsókn
gegn sýslumanni í Dalasýslu, Birni Bjarnarsyni, hefir amtsráð Vesturamtsins heimtað með eftirfarandi samþykkt, er gerð var í einu hljóði, að sýslumanni Dalamanna undanskildum:
Þar eð sýslumaður hefir eigi fullnægt þeim úrskurði amtsráðsins frá fyrra ári, að semja og senda lokareikning Laxárbrúarinnar á tilsettum tíma, 1. febr., og auk þess hafa komið fram opinberlega nýjar kærur undirskrifaðar af tveimur sýslunefndarmönnum í Dalasýslu út af reikningsfærslu sýslumanns í þessu brúarmáli, þá skorar amtsráðið á forseta að láta rannsaka allar framkvæmdir í reikningsfærslu sýslumanns í þessu brúarmáli.


Norðurland, 2. júlí 1904, 3. árg., 40. tbl., bls. 158:

Opinbera rannsókn
gegn sýslumanni í Dalasýslu, Birni Bjarnarsyni, hefir amtsráð Vesturamtsins heimtað með eftirfarandi samþykkt, er gerð var í einu hljóði, að sýslumanni Dalamanna undanskildum:
Þar eð sýslumaður hefir eigi fullnægt þeim úrskurði amtsráðsins frá fyrra ári, að semja og senda lokareikning Laxárbrúarinnar á tilsettum tíma, 1. febr., og auk þess hafa komið fram opinberlega nýjar kærur undirskrifaðar af tveimur sýslunefndarmönnum í Dalasýslu út af reikningsfærslu sýslumanns í þessu brúarmáli, þá skorar amtsráðið á forseta að láta rannsaka allar framkvæmdir í reikningsfærslu sýslumanns í þessu brúarmáli.