1904

Þjóðólfur, 22. júlí 1904, 56. árg., 32. tbl., bls. 126:

För um Dala- og Strandasýslur haustið 1903 Eftir P. Z.
Miðdalir.
Þegar riðið er suður öxl þá, er aðskilur Laxárdal og Miðdalina, blasir við manni ofurlítið undirlendi. Undirlendi þetta, er liggur við suðausturhorn Hvammsfjarðar er myndað af Haukadalsá, Miðá og Hörðudalsá. Alla leið frá Búðardal og fram undir Fellsenda er góður upphleyptur vegur. Að vegur sá hefur komist á, mun vera að þakka dugnaði hr. sýslum. Björns að Sauðafelli. Þó vegur þessi sé í alla staði eins góður eins og landsjóðsvegirnir, þá hefur hann þó verið mikið ódýrari en þeir. Mun það ekki eiga lítinn þátt að, að styrkur til hans mun vera veittur svo og svo mikill fyrir hverja alin. Vert væri að taka þá aðferð upp við styrki þá, er landsjóður veitir til vegagerðar, en síðan ætti að láta virða vegalagninguna á eftir og aðgæta, hvort hún fullnægði öðrum skilyrðum. Það er margreynt, að þegar sveitarfélög eiga að leggja vegina, þá verða þeir ódýrari en landsjóðsvegirnir. Til grundvallar fyrir því liggur auðvitað það, að þau geta betur haft eftirlit með vegagerðinni.


Þjóðólfur, 22. júlí 1904, 56. árg., 32. tbl., bls. 126:

För um Dala- og Strandasýslur haustið 1903 Eftir P. Z.
Miðdalir.
Þegar riðið er suður öxl þá, er aðskilur Laxárdal og Miðdalina, blasir við manni ofurlítið undirlendi. Undirlendi þetta, er liggur við suðausturhorn Hvammsfjarðar er myndað af Haukadalsá, Miðá og Hörðudalsá. Alla leið frá Búðardal og fram undir Fellsenda er góður upphleyptur vegur. Að vegur sá hefur komist á, mun vera að þakka dugnaði hr. sýslum. Björns að Sauðafelli. Þó vegur þessi sé í alla staði eins góður eins og landsjóðsvegirnir, þá hefur hann þó verið mikið ódýrari en þeir. Mun það ekki eiga lítinn þátt að, að styrkur til hans mun vera veittur svo og svo mikill fyrir hverja alin. Vert væri að taka þá aðferð upp við styrki þá, er landsjóður veitir til vegagerðar, en síðan ætti að láta virða vegalagninguna á eftir og aðgæta, hvort hún fullnægði öðrum skilyrðum. Það er margreynt, að þegar sveitarfélög eiga að leggja vegina, þá verða þeir ódýrari en landsjóðsvegirnir. Til grundvallar fyrir því liggur auðvitað það, að þau geta betur haft eftirlit með vegagerðinni.