1904

Norðurland, 30. júlí 1904, 3. árg., 44. tbl., bls. 174:

Framfaramál Þingeyinga.
Sýslunefnd Suður-Þingeyinga hefir í vor svarað á þann hátt, er hér fer á eftir, fyrirspurn stjórnarráðsins um það, hver almenn framfarafyrirtæki í atvinnu- og samgöngumálum séu talin nauðsynlegust í héraðinu:
a. Samgöngumál.
Viðvíkjandi samgöngum í héraðinu telur sýslunefndin einkum nauðsynlegt að í nánustu framtíð, eða þegar á næsta fjárhagstímabili, séu þessar umbætur gerðar á þeim:
1. Rífleg fjárhæð sé veitt til akbrautar þeirrar, sem á gildandi vegalögum er ákveðið að leggja skuli frá Húsavík upp Reykjadal.
2. Þjóðvegurinn frá Eyjafirði að Reykjahlíð sé sem fyrst endurbættur og gerður akfær, að væntanlegu brúarstæði á Fnjóksá, þaðan norður um Ljósavatnsskarð að brúnum yfir Skjálfandafljót og frá þeim yfir Fljótsheiði að akbrautinni hjá Einarsstöðum í Reykjadal. Af þessum vegarkafla leggur nefndin mesta áherslu á viðgerð Vaðlaheiðar og kringum brýrnar á Skjálfandafljóti.
Í sambandi við þetta telur nefndin mjög nauðsynlegt að fljótlega sé lagður akfær vegur af þjóðveginum á vesturbrún Vaðlaheiðar að kauptúninu Svalbarðseyri, og þessi vegarspotti jafnframt gerður að þjóðvegi. Þessu atriði til stuðnings tekur nefndin það fram, að verslun Þingeyinga og aðsókn til Svalbarðseyrar er orðin mjög mikil og fer árlega vaxandi, en nú sem stendur eru hinar mestu vegleysur þangað að fara.
3. Eins og áður fyrri er það einhuga álit sýslunefndarinnar og héraðsbúa, að brúa þurfi Fnjóská á þjóðveginum, og telur nefndin æskilegt, að á næstu fjárlögum verði veitt nægilegt fé til þessarar brúargerðar.
4. Nefndin telur það hafa allmikla þýðingu fyrir þetta hérað, sökum margs konar sambanda við Akureyrarbæ, að brú sé gerð á Eyjafjarðará, svo neðarlega sem unnt er. En þar sem nefndin telur sjálfsagt, að sú brú verði mjög dýr, og geri auk þess lykkju á leið margra, hyggur hún að til álita geti komið, að komið sé á duglegri eimferju yfir Akureyrarpoll, er þá komi í stað brúar á Eyjafjarðará.
5. Ef þingið framvegis veitir styrk úr landssjóði til sýsluvegagerða, hyggur nefndin að sem fyrst ætti að leggja fé fram til þess, að sýsluvegurinn frá Grenivík upp Dalsmynni til Ljósavatnsskarðs verði gerður akfær.


Norðurland, 30. júlí 1904, 3. árg., 44. tbl., bls. 174:

Framfaramál Þingeyinga.
Sýslunefnd Suður-Þingeyinga hefir í vor svarað á þann hátt, er hér fer á eftir, fyrirspurn stjórnarráðsins um það, hver almenn framfarafyrirtæki í atvinnu- og samgöngumálum séu talin nauðsynlegust í héraðinu:
a. Samgöngumál.
Viðvíkjandi samgöngum í héraðinu telur sýslunefndin einkum nauðsynlegt að í nánustu framtíð, eða þegar á næsta fjárhagstímabili, séu þessar umbætur gerðar á þeim:
1. Rífleg fjárhæð sé veitt til akbrautar þeirrar, sem á gildandi vegalögum er ákveðið að leggja skuli frá Húsavík upp Reykjadal.
2. Þjóðvegurinn frá Eyjafirði að Reykjahlíð sé sem fyrst endurbættur og gerður akfær, að væntanlegu brúarstæði á Fnjóksá, þaðan norður um Ljósavatnsskarð að brúnum yfir Skjálfandafljót og frá þeim yfir Fljótsheiði að akbrautinni hjá Einarsstöðum í Reykjadal. Af þessum vegarkafla leggur nefndin mesta áherslu á viðgerð Vaðlaheiðar og kringum brýrnar á Skjálfandafljóti.
Í sambandi við þetta telur nefndin mjög nauðsynlegt að fljótlega sé lagður akfær vegur af þjóðveginum á vesturbrún Vaðlaheiðar að kauptúninu Svalbarðseyri, og þessi vegarspotti jafnframt gerður að þjóðvegi. Þessu atriði til stuðnings tekur nefndin það fram, að verslun Þingeyinga og aðsókn til Svalbarðseyrar er orðin mjög mikil og fer árlega vaxandi, en nú sem stendur eru hinar mestu vegleysur þangað að fara.
3. Eins og áður fyrri er það einhuga álit sýslunefndarinnar og héraðsbúa, að brúa þurfi Fnjóská á þjóðveginum, og telur nefndin æskilegt, að á næstu fjárlögum verði veitt nægilegt fé til þessarar brúargerðar.
4. Nefndin telur það hafa allmikla þýðingu fyrir þetta hérað, sökum margs konar sambanda við Akureyrarbæ, að brú sé gerð á Eyjafjarðará, svo neðarlega sem unnt er. En þar sem nefndin telur sjálfsagt, að sú brú verði mjög dýr, og geri auk þess lykkju á leið margra, hyggur hún að til álita geti komið, að komið sé á duglegri eimferju yfir Akureyrarpoll, er þá komi í stað brúar á Eyjafjarðará.
5. Ef þingið framvegis veitir styrk úr landssjóði til sýsluvegagerða, hyggur nefndin að sem fyrst ætti að leggja fé fram til þess, að sýsluvegurinn frá Grenivík upp Dalsmynni til Ljósavatnsskarðs verði gerður akfær.