1904

Austri, 17. sept. 1904, 14.árg., 28. tbl., forsíða:

Lýsing á Lagarfljótsbrúnni.
Herra Ingeniör Sig. Thoroddsen hefir, eftir beiðni vorri, góðfúslega látið oss í té eftirfarandi lýsingu á Lagarfljótsbrúnni:
"Brúin er byggð á staurum þannig, að með 16 álna millibili eru reknir niður í botninn 2 - sumstaðar 3 - staurar, sem mynda tréstöpla undir brúna, alls eru í henni 29 þannig lagaðir stöplar, en til endanna eru hlaðnir 2 rúmlega 5 álna háir sementeraðir steinstöplar; ofan á stöplana eru lagðir járnbitar eftir endilangri brúnni - tveir í breiddinni -; þvert yfir bitana liggja þvertré með 2 feta millibili og á þessi þvertré er plánkagólfið neglt, til beggja handa er 3 feta hátt handrið úr járni. - Lengd allrar brúarinnar er um 480 álnir, en frá báðum steinstöplum ganga upp á land háir vegaspottar (5-6 álna háir þar sem þeir eru hæstir), að norðanverðu um 70 álna langur kafli, að mestu hlaðinn úr grjóti, en að austanverðu alltað því 300 álna langur vegur, hlaðinn úr sniddu mestmegnis og grjóti raðað utaná kantana. Hæð brúarinnar frá gólfi til vatns, eins og það getur orðið allra lægst, er um 6 álnir; en frá hæstu vatnsstöðu, sem menn þekkja dæmi til, og uppundir járnbitana, er um 1 1/2 fet.
Botninn er mjög linur og blautur - mestmegnis jökulleðja, hefir sumstaðar orðið að reka staurana 40-50 fet niður í botninn til þess að þeir yrðu nægilega fastir.
28 ísbrjótar úr tré eiga að vera uppaf tréstöplunum öllum, nema þeim austasta.
Það er nú verið að hlaða steinstöplana og leggja vegakaflana, gólfið er ekki lagt enn í fullri breidd og handrið aðeins komið öðru megin, en búist er við að fullgjöra það sem eftir er svo - fyrir lok septembermánaðar - að hægt verði að nota brúna til umferðar í vetur. - Ísbrjótarnir verða að bíða næsta sumars flestir, það er nú verið að koma hinum fyrstu fyrir, en það verða varla fleiri búnir í sumar en 4-5 af 28.
Brúin á að geta borið 80 pd. á hverju ferhyrningsfeti af flatarmáli gólfsins. Þar sem sú breidd brúarinnar er 8 fet og lengd ca. 960 fet, getur öll brúin borið 614,400 punda þunga eða rúm 307 ton."
*
Vér erum Ingeniörnum mjög þakklátir fyrir að hafa gefið Austra undanfarandi lýsingu á brúnni, sem kemur þá úr áreiðanlegustu átt. - Er oss kunnugt um, að herra Thoroddsen hefir verið mjög þarfur Íslandi við brúarbygginguna og haldið duglega fram rétti landsins gagnvart þeim, er tekið hafa að sér brúarsmíðina, og auðvitað vilja sleppa sem ódýrast frá henni.
Ritstjórinn.


Austri, 17. sept. 1904, 14.árg., 28. tbl., forsíða:

Lýsing á Lagarfljótsbrúnni.
Herra Ingeniör Sig. Thoroddsen hefir, eftir beiðni vorri, góðfúslega látið oss í té eftirfarandi lýsingu á Lagarfljótsbrúnni:
"Brúin er byggð á staurum þannig, að með 16 álna millibili eru reknir niður í botninn 2 - sumstaðar 3 - staurar, sem mynda tréstöpla undir brúna, alls eru í henni 29 þannig lagaðir stöplar, en til endanna eru hlaðnir 2 rúmlega 5 álna háir sementeraðir steinstöplar; ofan á stöplana eru lagðir járnbitar eftir endilangri brúnni - tveir í breiddinni -; þvert yfir bitana liggja þvertré með 2 feta millibili og á þessi þvertré er plánkagólfið neglt, til beggja handa er 3 feta hátt handrið úr járni. - Lengd allrar brúarinnar er um 480 álnir, en frá báðum steinstöplum ganga upp á land háir vegaspottar (5-6 álna háir þar sem þeir eru hæstir), að norðanverðu um 70 álna langur kafli, að mestu hlaðinn úr grjóti, en að austanverðu alltað því 300 álna langur vegur, hlaðinn úr sniddu mestmegnis og grjóti raðað utaná kantana. Hæð brúarinnar frá gólfi til vatns, eins og það getur orðið allra lægst, er um 6 álnir; en frá hæstu vatnsstöðu, sem menn þekkja dæmi til, og uppundir járnbitana, er um 1 1/2 fet.
Botninn er mjög linur og blautur - mestmegnis jökulleðja, hefir sumstaðar orðið að reka staurana 40-50 fet niður í botninn til þess að þeir yrðu nægilega fastir.
28 ísbrjótar úr tré eiga að vera uppaf tréstöplunum öllum, nema þeim austasta.
Það er nú verið að hlaða steinstöplana og leggja vegakaflana, gólfið er ekki lagt enn í fullri breidd og handrið aðeins komið öðru megin, en búist er við að fullgjöra það sem eftir er svo - fyrir lok septembermánaðar - að hægt verði að nota brúna til umferðar í vetur. - Ísbrjótarnir verða að bíða næsta sumars flestir, það er nú verið að koma hinum fyrstu fyrir, en það verða varla fleiri búnir í sumar en 4-5 af 28.
Brúin á að geta borið 80 pd. á hverju ferhyrningsfeti af flatarmáli gólfsins. Þar sem sú breidd brúarinnar er 8 fet og lengd ca. 960 fet, getur öll brúin borið 614,400 punda þunga eða rúm 307 ton."
*
Vér erum Ingeniörnum mjög þakklátir fyrir að hafa gefið Austra undanfarandi lýsingu á brúnni, sem kemur þá úr áreiðanlegustu átt. - Er oss kunnugt um, að herra Thoroddsen hefir verið mjög þarfur Íslandi við brúarbygginguna og haldið duglega fram rétti landsins gagnvart þeim, er tekið hafa að sér brúarsmíðina, og auðvitað vilja sleppa sem ódýrast frá henni.
Ritstjórinn.