1904

Norðurland, 15. okt. 1904, 4. árg., 3. tbl., forsíða:

Framfaramál Eyfirðinga.
Á fundi sýslunefndar Eyfirðinga, síðastliðið ár, kaus sýslunefndin 5 manna nefnd, til þess að semja fyrir hennar hönd tillögu til stjórnarráðsins um helstu áhugamál sýslunnar í atvinnu og samgöngumálum. Nefndinni var sérstaklega falið að taka til íhugunar eftirfarandi mál:
1. Póstvegur út Kræklingahlíð, er liggi sem næst Hörgárbúnni og um Öxnadal. Vegurinn sé gerður akfær og gistihús reist í Bakkaseli.
2 Brú á Eyjafjarðará á póstleiðinni.
3. Framhald flutningabrautarinnar inn fjörðinn að Saurbæ.
4. Gufubátur á Eyjafirði.
5. Brú á Svarfaðardalsá á aukapóstleið.
6. Ræktunarfélagið og í sambandi við það búnaðarskóli í nánd við gróðrarstöð félagsins.
7. Þilskipaábyrgðarsjóður.
8. Skipakví til vetrarlægis fyrir þilskip.
9. Íshús.
10. Ullarverksmiðja.
11. Veiting Glerár fram af Akureyrarbrekkum.
12. Tígulsteinsgerð og steinsteypuverksmiðja.
Í nefndina voru kosnir: Magnús Sigurðsson kaupmaður á Grund, Stefán Stefánsson kennari, Sigurður Jónasson sýslunefndarmaður á Bakka, Páll Briem amtmaður og Friðrik Kristjánsson kaupmaður.
Nefndin hefir fyrir nokkru lokið starfi sínu og er svar hennar á þessa leið:
Eins og kunnugt er liggur Akureyri við botninn á Eyjafirði, sem er einhver lengsti og fiskisælastur fjörður á landinu. Inn frá Akureyri gengur Eyjafjarðardalurinn og rennur eftir honum, mikið vatnsfall, Eyjafjarðará, en austanvert við Eyjafjörð liggur Vaðlaheiði, einn af hæstu fjallgörðum á landinu, sem póstvegur liggur yfir. Út frá Akureyri liggur mikið land, og skerast upp í fjallgarðinn vestan megin Eyjafjarðar miklir dalir, svo sem Öxnadalur, sem póstvegurinn liggur um, Hörgárdalur og Svarfaðardalur, en utar eru Ólafsfjörður og Siglufjörður. Siglufjörður er einhver besta höfn á landinu og sama er að segja um Eyjafjarðarbotninn við Akureyri. Eyjafjarðarkaupstaður er annar stærsti kaupstaðurinn. Þar eru nú um 1600 manns, en auk þess dvelja þar iðulega 2-400 manns.
Þessir menn hafa sest að á Akureyri, af því að frá náttúrunnar hendi eru skilyrðin þar að mörgu leyti mjög góð. Eins og áður er sagt, er Eyjafjörður einhver fiskisælastur fjörður á landinu og svo eru sveitirnar við fjörðinn einhverjar hinu bestu landbúnaðarsveitir. Frá náttúrunnar hendi er Eyjafjörður ríkulega útbúinn, en að því er snertir almanna ráðstafanir til þess að nota sér auð þann, sem falinn er í skauti náttúrunnar, þá eru þær mjög litlar og óverulegar og er því hin mesta nauðsyn á að farið sé að rétta atvinnuvegunum hjálparhönd.
Það sem þá fyrst og fremst er spurning um, er að geta farið á sem kostnaðar minnstan og greiðastan hátt úr einum stað í annan og komið afurðum landsins á markaðinn og flutt þaðan nauðsynjavörur. En í þessu efni hafa almennar ráðstafanir verið mjög litlar. Það helsta, sem gert hefir verið frá landstjórnarinnar hálfu, er að láta gera akveg frá Akureyri um 2 mílur inn Eyjafjarðardalinn að Grund, að styrkja brúarbyggingu á Hörgá, að byrja á vegi nú í sumar frá Akureyri út yfir Glerá, að veita fé til gistihúss í Bakkaseli og að leggja fé til að gera þjóðveginn í Öxnadal um Akureyri greiðfæran.
Það liggur í hlutarins eðli að meira þarf að gera og það mjög bráðlega.
Í raun réttri þarf að gera allan þjóðveginn akfæran. Það þarf að stefna að því, að geta komist um landið á hraðskreiðum vögnum, mótorvögnum, en fyrst þarf að gera akveg og brúa ár í allra fjölbyggðustu héruðum landsins. Þess vegna er það hin mesta nauðsyn að halda áfram veginum út frá Akureyri fram hjá Hörgárbrú áleiðis til Öxnadals. Fyrri en sá vegur kemur getur búnaður í Kræklingahlíð og úthluta Hörgárdals varla blómgast að mun. Sérstaklega mundi vegur þessi greiða mjög fyrir flutningum frá og til rjómabús þess, sem afráðið er að koma á fót næsta vor í nánd við Hörgárbú og að því leyti styðja að eflingu þess og arðsemi. En reynslan er þegar fengin fyrir því hér á landi að góð rjómabú bæta hag sveitabænda að miklum mun.
Þá er hin mesta nauðsyn á að brúa Eyjafjarðará. Þessi á er ófær nema á ferju á vorin og langt fram á sumar og meðan hún er óbrúuð, geta bændur austan árinnar eigi notað vagna til flutninga, sem þó er margfalt kostnaðarminna en að flytja á reiðingshestum. Auk þess verður fé á haustin fyrir miklum hrakningum í ánni, þegar það er rekið til slátrunar á Akureyri eða til útflutnings.
Akbrautin inn Eyjafjörð þarf að halda áfram inn að Saurbæ. Bændur þurfa að fá akfæra vegi, og hér er um fjölbyggt hérað að ræða, sem mundi hafa hin mestu not af akvegi. Akbrautin nær nú að Grund, en frá Grund að Saurbæ eru 4012 faðmar; á þessari leið eru tvær þverár, sem mundi mega brúa fyrir 1.500 kr. og að öðru leyti má ætla að eigi þyrfti til að gera veginn meira en 10.500 kr. eða alls til þessa vegar um 12.000 kr.
Vegurinn frá Akureyri framhjá Hörgárbrú að Laugalandi á Þelamörk mun kosta um 20.000 kr. og þaðan að Bægisá um 10.000 kr.
Eyjafjarðará er á póstleiðinni um 30 faðma á breidd, en að öllum líkindum má setja stöpla í ána.
Í Svarfaðardal er hin mesta nauðsyn á að brúa Svarfaðardalsá á aukapóstleið. Á þessi rennur eftir dalnum og er hún mesti farar- og flutningstálmi.


Norðurland, 15. okt. 1904, 4. árg., 3. tbl., forsíða:

Framfaramál Eyfirðinga.
Á fundi sýslunefndar Eyfirðinga, síðastliðið ár, kaus sýslunefndin 5 manna nefnd, til þess að semja fyrir hennar hönd tillögu til stjórnarráðsins um helstu áhugamál sýslunnar í atvinnu og samgöngumálum. Nefndinni var sérstaklega falið að taka til íhugunar eftirfarandi mál:
1. Póstvegur út Kræklingahlíð, er liggi sem næst Hörgárbúnni og um Öxnadal. Vegurinn sé gerður akfær og gistihús reist í Bakkaseli.
2 Brú á Eyjafjarðará á póstleiðinni.
3. Framhald flutningabrautarinnar inn fjörðinn að Saurbæ.
4. Gufubátur á Eyjafirði.
5. Brú á Svarfaðardalsá á aukapóstleið.
6. Ræktunarfélagið og í sambandi við það búnaðarskóli í nánd við gróðrarstöð félagsins.
7. Þilskipaábyrgðarsjóður.
8. Skipakví til vetrarlægis fyrir þilskip.
9. Íshús.
10. Ullarverksmiðja.
11. Veiting Glerár fram af Akureyrarbrekkum.
12. Tígulsteinsgerð og steinsteypuverksmiðja.
Í nefndina voru kosnir: Magnús Sigurðsson kaupmaður á Grund, Stefán Stefánsson kennari, Sigurður Jónasson sýslunefndarmaður á Bakka, Páll Briem amtmaður og Friðrik Kristjánsson kaupmaður.
Nefndin hefir fyrir nokkru lokið starfi sínu og er svar hennar á þessa leið:
Eins og kunnugt er liggur Akureyri við botninn á Eyjafirði, sem er einhver lengsti og fiskisælastur fjörður á landinu. Inn frá Akureyri gengur Eyjafjarðardalurinn og rennur eftir honum, mikið vatnsfall, Eyjafjarðará, en austanvert við Eyjafjörð liggur Vaðlaheiði, einn af hæstu fjallgörðum á landinu, sem póstvegur liggur yfir. Út frá Akureyri liggur mikið land, og skerast upp í fjallgarðinn vestan megin Eyjafjarðar miklir dalir, svo sem Öxnadalur, sem póstvegurinn liggur um, Hörgárdalur og Svarfaðardalur, en utar eru Ólafsfjörður og Siglufjörður. Siglufjörður er einhver besta höfn á landinu og sama er að segja um Eyjafjarðarbotninn við Akureyri. Eyjafjarðarkaupstaður er annar stærsti kaupstaðurinn. Þar eru nú um 1600 manns, en auk þess dvelja þar iðulega 2-400 manns.
Þessir menn hafa sest að á Akureyri, af því að frá náttúrunnar hendi eru skilyrðin þar að mörgu leyti mjög góð. Eins og áður er sagt, er Eyjafjörður einhver fiskisælastur fjörður á landinu og svo eru sveitirnar við fjörðinn einhverjar hinu bestu landbúnaðarsveitir. Frá náttúrunnar hendi er Eyjafjörður ríkulega útbúinn, en að því er snertir almanna ráðstafanir til þess að nota sér auð þann, sem falinn er í skauti náttúrunnar, þá eru þær mjög litlar og óverulegar og er því hin mesta nauðsyn á að farið sé að rétta atvinnuvegunum hjálparhönd.
Það sem þá fyrst og fremst er spurning um, er að geta farið á sem kostnaðar minnstan og greiðastan hátt úr einum stað í annan og komið afurðum landsins á markaðinn og flutt þaðan nauðsynjavörur. En í þessu efni hafa almennar ráðstafanir verið mjög litlar. Það helsta, sem gert hefir verið frá landstjórnarinnar hálfu, er að láta gera akveg frá Akureyri um 2 mílur inn Eyjafjarðardalinn að Grund, að styrkja brúarbyggingu á Hörgá, að byrja á vegi nú í sumar frá Akureyri út yfir Glerá, að veita fé til gistihúss í Bakkaseli og að leggja fé til að gera þjóðveginn í Öxnadal um Akureyri greiðfæran.
Það liggur í hlutarins eðli að meira þarf að gera og það mjög bráðlega.
Í raun réttri þarf að gera allan þjóðveginn akfæran. Það þarf að stefna að því, að geta komist um landið á hraðskreiðum vögnum, mótorvögnum, en fyrst þarf að gera akveg og brúa ár í allra fjölbyggðustu héruðum landsins. Þess vegna er það hin mesta nauðsyn að halda áfram veginum út frá Akureyri fram hjá Hörgárbrú áleiðis til Öxnadals. Fyrri en sá vegur kemur getur búnaður í Kræklingahlíð og úthluta Hörgárdals varla blómgast að mun. Sérstaklega mundi vegur þessi greiða mjög fyrir flutningum frá og til rjómabús þess, sem afráðið er að koma á fót næsta vor í nánd við Hörgárbú og að því leyti styðja að eflingu þess og arðsemi. En reynslan er þegar fengin fyrir því hér á landi að góð rjómabú bæta hag sveitabænda að miklum mun.
Þá er hin mesta nauðsyn á að brúa Eyjafjarðará. Þessi á er ófær nema á ferju á vorin og langt fram á sumar og meðan hún er óbrúuð, geta bændur austan árinnar eigi notað vagna til flutninga, sem þó er margfalt kostnaðarminna en að flytja á reiðingshestum. Auk þess verður fé á haustin fyrir miklum hrakningum í ánni, þegar það er rekið til slátrunar á Akureyri eða til útflutnings.
Akbrautin inn Eyjafjörð þarf að halda áfram inn að Saurbæ. Bændur þurfa að fá akfæra vegi, og hér er um fjölbyggt hérað að ræða, sem mundi hafa hin mestu not af akvegi. Akbrautin nær nú að Grund, en frá Grund að Saurbæ eru 4012 faðmar; á þessari leið eru tvær þverár, sem mundi mega brúa fyrir 1.500 kr. og að öðru leyti má ætla að eigi þyrfti til að gera veginn meira en 10.500 kr. eða alls til þessa vegar um 12.000 kr.
Vegurinn frá Akureyri framhjá Hörgárbrú að Laugalandi á Þelamörk mun kosta um 20.000 kr. og þaðan að Bægisá um 10.000 kr.
Eyjafjarðará er á póstleiðinni um 30 faðma á breidd, en að öllum líkindum má setja stöpla í ána.
Í Svarfaðardal er hin mesta nauðsyn á að brúa Svarfaðardalsá á aukapóstleið. Á þessi rennur eftir dalnum og er hún mesti farar- og flutningstálmi.