1904

Ísafold, 22. okt. 1904, 16.árg., 69. tbl., forsíða:

Lagarfljótsbrúin. Við hana var lokið nokkurn veginn í f. m., loksins, og hún opnuð til umferðar 21. f. mán. Það er langlengsta brúin á landinu, 480 álnir. Ölfusárbrúin er 180 álnir alls (þó að eins 120 yfir sjálfa ána), og Þjórsárbrúin hér um bil eins, - hafið yfir sjálfa ána þar 128 álnir. Brúarendarnir liggja á rúmlega 5 álna háum steinstöplum límdum. Frá þeim liggja langir upphlaðnir vegarspottar niður á jafnsléttu, 5-6 álna háir mest, 70 álna langur sá að norðanverðu við fljótið, og hinn eigi skemmri en 300 álnir. Nyrðri vegarspottinn er hlaðinn úr grjóti að mestu, en hinn úr sniddu. Undir brúna eru 6 álnir frá lægsta vatnsborði, en 18 þml. að eins frá því, sem fljótið verður mest í vatnavöxtum. Brúin er 4 álnir á breidd, eins og brúin á Ölfusá. Breiddin á Þjórsárbrúnni er 5½ alin. Þetta er fastabrú, en ekki hengibrú, eins og þær á Þjórsá og Ölfusá, og undir henni 29 tréstólpar með 16 álna millibili. Í hverjum tréstólpi eru 2-3 staurar, sem reknir eru niður í fljótsbotninn, eigi skemur en 20-25 álnir sumstaðar; svo er mikil leðjan í botninum, mest jökulleðja. Ofan á þessa stólpa eru lagðir járnbitar eftir endilangri brúnni, 2 í breiddina, og þar ofan á þvertré með 1 álnar millibili; á þau þvertré er sjálft gólfið lagt, úr plönkum. Handrið úr járni eiga að vera með fram brúnni beggja vegna, 1½ álnar há. Ekki var komið upp nema annað handriðið, er brúin var opnuð til umferðar, og gólfið ekki lagt í fullri breidd, enda hvorki steinstöplarnir við brúarendana fullgerðir né vegarkaflarnir upp frá þeim. Til hlífðar tréstólpunum í ísreki eiga að vera ísbrjótar svo nefndir upp frá þeim, 28 að tölu. En þeir koma fæstir fyr en að sumri, hvernig sem á því stendur; að eins 4-5 búist við að komið verði fyrir í haust. Þá má landssjóður biðja um góðan vetur. Ella við búið, að ísrek fari með brúna þá þegar vegar allra veraldar. En því má hann illa við, slík ógrynni fjár sem brú þessi hefir þegar kostað, fyrir hin og þessi óhöpp, eða þá handvömm brúarsmiðanna meðfram.


Ísafold, 22. okt. 1904, 16.árg., 69. tbl., forsíða:

Lagarfljótsbrúin. Við hana var lokið nokkurn veginn í f. m., loksins, og hún opnuð til umferðar 21. f. mán. Það er langlengsta brúin á landinu, 480 álnir. Ölfusárbrúin er 180 álnir alls (þó að eins 120 yfir sjálfa ána), og Þjórsárbrúin hér um bil eins, - hafið yfir sjálfa ána þar 128 álnir. Brúarendarnir liggja á rúmlega 5 álna háum steinstöplum límdum. Frá þeim liggja langir upphlaðnir vegarspottar niður á jafnsléttu, 5-6 álna háir mest, 70 álna langur sá að norðanverðu við fljótið, og hinn eigi skemmri en 300 álnir. Nyrðri vegarspottinn er hlaðinn úr grjóti að mestu, en hinn úr sniddu. Undir brúna eru 6 álnir frá lægsta vatnsborði, en 18 þml. að eins frá því, sem fljótið verður mest í vatnavöxtum. Brúin er 4 álnir á breidd, eins og brúin á Ölfusá. Breiddin á Þjórsárbrúnni er 5½ alin. Þetta er fastabrú, en ekki hengibrú, eins og þær á Þjórsá og Ölfusá, og undir henni 29 tréstólpar með 16 álna millibili. Í hverjum tréstólpi eru 2-3 staurar, sem reknir eru niður í fljótsbotninn, eigi skemur en 20-25 álnir sumstaðar; svo er mikil leðjan í botninum, mest jökulleðja. Ofan á þessa stólpa eru lagðir járnbitar eftir endilangri brúnni, 2 í breiddina, og þar ofan á þvertré með 1 álnar millibili; á þau þvertré er sjálft gólfið lagt, úr plönkum. Handrið úr járni eiga að vera með fram brúnni beggja vegna, 1½ álnar há. Ekki var komið upp nema annað handriðið, er brúin var opnuð til umferðar, og gólfið ekki lagt í fullri breidd, enda hvorki steinstöplarnir við brúarendana fullgerðir né vegarkaflarnir upp frá þeim. Til hlífðar tréstólpunum í ísreki eiga að vera ísbrjótar svo nefndir upp frá þeim, 28 að tölu. En þeir koma fæstir fyr en að sumri, hvernig sem á því stendur; að eins 4-5 búist við að komið verði fyrir í haust. Þá má landssjóður biðja um góðan vetur. Ella við búið, að ísrek fari með brúna þá þegar vegar allra veraldar. En því má hann illa við, slík ógrynni fjár sem brú þessi hefir þegar kostað, fyrir hin og þessi óhöpp, eða þá handvömm brúarsmiðanna meðfram.