1904

Norðurland, 19. nóv 1904, 4. árg., 8. tbl., bls. 30:

Framfaramál Húnvetninga.
Tillögur sýslunefndar til landsstjórnarinnar.
Blönduóssbryggja.
Eins og kunnugt er, var fyrir allmörgum árum byggð bryggja af landssjóðs- og sýslufé nokkuru fyrir utan ána Blöndu. Bryggja þessi hefir komið alloft að notum, þegar eigi hefir verið hægt að lenda annarsstaðar hér fyrir brimi, en þó hafa notin eigi verið fullnægjandi, þar sem bryggjan er eigi nógu löng til þess hægt sé að lenda við hana um fjöru, þegar illt er í sjóinn og svo einnig þess vegna, að hún liggur nokkurn veg frá kauptúninu og slæmur vegur að henni.
Til þess því að bryggjan á Blönduósi gæti orðið fullnægjandi eða öruggur lendingarstaður og yfir höfuð komið að góðu gagni fyrir kauptúnið og héruð þau, er að því liggja, virtist sýslunefndinni nauðsynlegt að lengja hana að miklum mun og síðan leggja veg frá henni til kauptúnsins Blönduóss, sem óefað um langan aldur hlýtur að verða aðalkaupstaður sýslunnar, og því afarnauðsynlegt, að hann sé ekki hafður útundan, að því er skipaferðir snertir, en það mun hann verða meðan engin trygg lending er nálægt honum.
Flutningabraut vestur Húnavatnssýslu.
Flutningabraut er, með lögum 13. apríl 1894, ákveðin af Blönduósi vestur Húnavatnssýslu og væntir sýslunefndin að sýslan verði ekki útundan að því er lagningu slíkrar brautar snertir og er það því nauðsynlegra að fá góða vegi - helst akvegi - úr nefndu kauptúni og vestur sýsluna, þar sem ætla má, að bráðlega verði sett á stofn rjómabú í Vatnsdal. Sérstaklega skal það tekið fram, að þar sem stefna hinnar væntanlegu flutningabrautar og þjóðvegarins mun falla saman, væri til mikilla bóta og nauðsynlegt að ár þær, Laxá, Skriðuvað, Gljúfurá o. fl., er á veginum eru, yrðu brúaðar sem allra fyrst. - Þá álítur sýslunefndin einnig æskilegt, að vegur væri lagður af flutningabrautinni fyrir vestan Sporð til Hvammstanga, með því kauptún þetta er í talsverðri framför og sækir þangað yfirborð af mönnum í Víðidal og Vesturhópi.
Póstvegur um Langadal.
Í hitt eð fyrra var byrjað á því að leggja póstveginn í gegn um Langadal. Er vegur sá ekki langt kominn, en óhjákvæmilegt að honum sé sem fyrst lokið fram að Geitaskarði, með því stefnu hans var breytt, svo nú endar hann í vegleysu, en ekki hægt að nota hinn gamla veg, hvorki vetur né vor.
Vegur fram Miðfjörð.
Með því Miðfjörður er allfjölmennt hérað, sem búast má við að eigi góða framtíð fyrir höndum, að því er búnað snertir, þykir sýslunefndinni nauðsynlegt að vegur yrði lagður af flutningabrautinni fram Miðfjörðinn.
Svifferja á Blöndu.
Eins og kunnugt er, er brúin á Blöndu útundir sjó, en slæm eða engin vöð á þeirri á þaðan og fram til fjalla. Væri það því hin besta samgöngubót fyrir fremri hluta Húnavatnssýslu, ef svifferju yrði komið á hjá Tungunesi. Er það því ósk sýslunefndarinnar að verkfræðingur landsins yrði látinn skoða téð svifferjustæði og ef honum þætti tiltækilegt að koma ferjunni á, að styrkur fengist til þess af opinberu fé.


Norðurland, 19. nóv 1904, 4. árg., 8. tbl., bls. 30:

Framfaramál Húnvetninga.
Tillögur sýslunefndar til landsstjórnarinnar.
Blönduóssbryggja.
Eins og kunnugt er, var fyrir allmörgum árum byggð bryggja af landssjóðs- og sýslufé nokkuru fyrir utan ána Blöndu. Bryggja þessi hefir komið alloft að notum, þegar eigi hefir verið hægt að lenda annarsstaðar hér fyrir brimi, en þó hafa notin eigi verið fullnægjandi, þar sem bryggjan er eigi nógu löng til þess hægt sé að lenda við hana um fjöru, þegar illt er í sjóinn og svo einnig þess vegna, að hún liggur nokkurn veg frá kauptúninu og slæmur vegur að henni.
Til þess því að bryggjan á Blönduósi gæti orðið fullnægjandi eða öruggur lendingarstaður og yfir höfuð komið að góðu gagni fyrir kauptúnið og héruð þau, er að því liggja, virtist sýslunefndinni nauðsynlegt að lengja hana að miklum mun og síðan leggja veg frá henni til kauptúnsins Blönduóss, sem óefað um langan aldur hlýtur að verða aðalkaupstaður sýslunnar, og því afarnauðsynlegt, að hann sé ekki hafður útundan, að því er skipaferðir snertir, en það mun hann verða meðan engin trygg lending er nálægt honum.
Flutningabraut vestur Húnavatnssýslu.
Flutningabraut er, með lögum 13. apríl 1894, ákveðin af Blönduósi vestur Húnavatnssýslu og væntir sýslunefndin að sýslan verði ekki útundan að því er lagningu slíkrar brautar snertir og er það því nauðsynlegra að fá góða vegi - helst akvegi - úr nefndu kauptúni og vestur sýsluna, þar sem ætla má, að bráðlega verði sett á stofn rjómabú í Vatnsdal. Sérstaklega skal það tekið fram, að þar sem stefna hinnar væntanlegu flutningabrautar og þjóðvegarins mun falla saman, væri til mikilla bóta og nauðsynlegt að ár þær, Laxá, Skriðuvað, Gljúfurá o. fl., er á veginum eru, yrðu brúaðar sem allra fyrst. - Þá álítur sýslunefndin einnig æskilegt, að vegur væri lagður af flutningabrautinni fyrir vestan Sporð til Hvammstanga, með því kauptún þetta er í talsverðri framför og sækir þangað yfirborð af mönnum í Víðidal og Vesturhópi.
Póstvegur um Langadal.
Í hitt eð fyrra var byrjað á því að leggja póstveginn í gegn um Langadal. Er vegur sá ekki langt kominn, en óhjákvæmilegt að honum sé sem fyrst lokið fram að Geitaskarði, með því stefnu hans var breytt, svo nú endar hann í vegleysu, en ekki hægt að nota hinn gamla veg, hvorki vetur né vor.
Vegur fram Miðfjörð.
Með því Miðfjörður er allfjölmennt hérað, sem búast má við að eigi góða framtíð fyrir höndum, að því er búnað snertir, þykir sýslunefndinni nauðsynlegt að vegur yrði lagður af flutningabrautinni fram Miðfjörðinn.
Svifferja á Blöndu.
Eins og kunnugt er, er brúin á Blöndu útundir sjó, en slæm eða engin vöð á þeirri á þaðan og fram til fjalla. Væri það því hin besta samgöngubót fyrir fremri hluta Húnavatnssýslu, ef svifferju yrði komið á hjá Tungunesi. Er það því ósk sýslunefndarinnar að verkfræðingur landsins yrði látinn skoða téð svifferjustæði og ef honum þætti tiltækilegt að koma ferjunni á, að styrkur fengist til þess af opinberu fé.