1903

Ísafold, 10. janúar 1903, 30. árg., 2. tbl., forsíða:

Landsvegabætur 1902.
Að þeim hefur unnið verið í sumar er leið á 5 stöðum, eða af 5 vinnusveitum, sem hér segir:
1. Að Stykkishólmsveginum frá Borgarnesi. Þar var byrjað, sem síðast var hætt, við Urriðaá, og fullgerður nýr vegur þaðan vestur að Grunnuvötnum, fyrir neðan Fíflholt, rúmar 2 mílur, en þar af eru 1750 faðm. melar, sem ekki þurfti annað en að ryðja; hitt, 6.672 faðm., fullkominn vegur, gerður alveg að nýju, og yfir mikil fen og foræði, sem voru þó óvenju vatnslítil, sakir hinna miklu þurrka. Brú var og gerð á Álftá, 22 álna löng og 11 álna stöplar undir; hún kostaði á 19. hundr. kr.
Fullgerð var áður af vegi þessum 10½ röst rúm, frá Borgarnesi, utan lítill kafli rétt hjá því kauptúni, í brattlendi; hann var nú gerður í haust, nær 200 faðm., og kostaði á 6. kr. faðmurinn.
Af kaflanum milli Borgarness og Hítár eru nú eftir 1.750 faðm. vestast, næst ánni.
Þessari vegavinnu á Mýrum stýrði nú sem að undanförnu Erlendur Zakaríasson, og hafði nál. 60 verkmanna vor og haust, en fram undir 40 um sláttinn; og 23 vagnhesta. Kaupið var 2,75-3,00, nema unglingar 2 kr., og flokksstjórar og smiðir 3,40. Hestaleiga lægri en áður, 45 a. í stað 60; suma hestana átti landssjóður, keypti þá fyrir um 80 kr., og kemur þeim í fóður að vetrinum fyrir 30-35 kr.
Meðalkostnaður á faðm af fullgerða veginum varð 2.53, að fráskildum kaflanum hjá Borgarnesi og að ótöldum brúm og ruðningum. Það er óvenju-lítið, sem er að þakka hinum dæmafáu þurrviðrum; alls engin vinnutöf að kalla fyrir veðurs sakir. Vinnutíminn frá því snemma í maí og fram í miðjan október.
Kostnaður allur um 9.000 kr.
2. Að vegi yfir Laxárdalsheiði í Dölum m.m. Lagðir 1.730 faðm. af nýjum vegi á heiðinni. Auk þess rutt og lagað bæði þar og í Hrútafirði, og smákaflar gerðir af nýju hingað og þangað.
Þessari vegagerð stýrði Sigurgeir Gíslason, frá Hafnarfirði. Verkalið hans kringum 30. Kaup líkt og á Mýrum. Byrjað snemma í júním. og endað seint í septbr. Kostnaður alls um 7.000 kr.
3. Að veginum yfir Hrútafjarðarháls m. m. Vesturkafli hálsins áður full vegaður. Nú lagður kaflinn frá Sveðjustöðum niður að Miðfjarðará, nál. 3370 faðm. Auk þess lögð brú á Sveðjustaðalæk, 12½ alin.
Fyrir þessari vegagerð stóð Árni Zakaríasson, með 32-40 verkamenn, er höfðu sama kaup hér um bil eins og goldið var á hinum stöðunum. Sá hópur gerði og nokkuð við veginn á Miðfjarðarhálsi.
Byrjað var í miðjum júní og haldið áfram til 17. okt., nema brúin á Sveðjustaðalæk þó gerð síðar. Kostnaður allur nær 10.000 kr.
4. Unnið í Múlasýslum að viðgerð á vegum og vegaruðningi: í Hróarstungu, á Jökuldal, í Skriðdal og á Berufjarðarskarði.
Því verki stýrði Magnús Vigfússon frá Reykjavík og hafði 20-30 verkamanna, frá því snemma í júní og þangað til seint í septbr. Kostnaður nær 8.000., þar í brú á Sauðá, er kostaði nokkur hundr. kr.
5. Loks var varið um 10.000 kr. til viðgerðar á Eyrarbakkavegi, milli Selfoss og Eyrarbakka, og Hellisheiðarvegi. Borið ofan í allan Eyrarbakkaveginn og gert við rennur fram með honum m. m. Ofaníburð varð að sækja út yfir Ölfusá annars vegar og niður í Hraunsás hjá Stokkseyri hins vegar; ófáanlegur góður nær. Sú vinna stóð frá 1. júlí til 6. okt. með 26 mönnum, 16 vögnum og 32 hestum og kostaði rúm 6.700 kr. Verkstjóri Tómas Petersen.
Hann og hans lið vann bæði áður og eftir eða frá 5. maí til 30. júní og 10. til 25. okt. að viðgerð á veginum frá Reykjavík austur um Hellisheiði, byrjaði fyrir neðan Elliðaár og hélt austur í Kamba, gerði af nýju 860 faðm., er ónýtt var orðið, mest hjá Rauðavatni og Hólmi – 14 ár síðan sá vegur var lagður-, en bar ofan í 1.960 faðma. Svínahraunsvegur meðal annars lagaður svo, að hann er vagnfær. Þetta kostaði nær 3.400 kr.
Að því rekur sýnilega áður en langt um líður, að landsvegaféð, þótt allmikið sé orðið, 70-80 þús um árið, gerir naumast meir en að hrökkva til viðhalds þegar lögðum vegum.
Þá verður um þessa kosti að velja, og engan góðan; að auka til muna vegafjárveitinguna, að láta staðar numið um nýja vegagerð, að láta vegina sem fullgerðir eru, ganga úr sér og ónýtast gersamlega með tímanum, eða loks að leggja viðhaldið að meira eða minna leyti á héruðin sem vegirnir liggja um.
Engum þarf að koma á óvart, þótt viðhaldið sé dýrt. Og fráleitt er vit í að eigna það verra landslagi eða óhagstæðara loftslagi (veðráttu) en gerist annarsstaðar. Það er þar upp og niður hvorttveggja, sumstaðar betra, sumstaðar miklu verra.
Danir vörðu ógrynni fjár til að leggja ágæta vegi um land sitt, byrjuðu á því á ofanverðri 18. öld og héldu því áfram öldina sem leið, eftir ófriðar- og eymdarárin framan af henni, bæði áður en járnbrautir komu þar til sögunnar (1817) og eftir það. Nú hafa þeir komið sér upp járnbrautum um landið þvert og endilangt, 300 mílum alls, og mun þá margur ímynda sér litla þörf orðna á vegum og því fé mjög á glæ kastað, er til þeirra hefir verið varið. En þeir segja þeirra litlu eða engu minni þörf og not fyrir það; fólksfjöldinn hefur aukist það og viðskiptalífið örvast í enn meira mæli. Þeir verja því 4 millj.. kr. um árið til viðhalds vegum hjá sér, og telja því fé vel varið. Og þó er, eins og kunnugt er, Danmörk ekki stærri en sem svarar einum þriðjung af Íslandi auk þess fjallalaus.


Ísafold, 10. janúar 1903, 30. árg., 2. tbl., forsíða:

Landsvegabætur 1902.
Að þeim hefur unnið verið í sumar er leið á 5 stöðum, eða af 5 vinnusveitum, sem hér segir:
1. Að Stykkishólmsveginum frá Borgarnesi. Þar var byrjað, sem síðast var hætt, við Urriðaá, og fullgerður nýr vegur þaðan vestur að Grunnuvötnum, fyrir neðan Fíflholt, rúmar 2 mílur, en þar af eru 1750 faðm. melar, sem ekki þurfti annað en að ryðja; hitt, 6.672 faðm., fullkominn vegur, gerður alveg að nýju, og yfir mikil fen og foræði, sem voru þó óvenju vatnslítil, sakir hinna miklu þurrka. Brú var og gerð á Álftá, 22 álna löng og 11 álna stöplar undir; hún kostaði á 19. hundr. kr.
Fullgerð var áður af vegi þessum 10½ röst rúm, frá Borgarnesi, utan lítill kafli rétt hjá því kauptúni, í brattlendi; hann var nú gerður í haust, nær 200 faðm., og kostaði á 6. kr. faðmurinn.
Af kaflanum milli Borgarness og Hítár eru nú eftir 1.750 faðm. vestast, næst ánni.
Þessari vegavinnu á Mýrum stýrði nú sem að undanförnu Erlendur Zakaríasson, og hafði nál. 60 verkmanna vor og haust, en fram undir 40 um sláttinn; og 23 vagnhesta. Kaupið var 2,75-3,00, nema unglingar 2 kr., og flokksstjórar og smiðir 3,40. Hestaleiga lægri en áður, 45 a. í stað 60; suma hestana átti landssjóður, keypti þá fyrir um 80 kr., og kemur þeim í fóður að vetrinum fyrir 30-35 kr.
Meðalkostnaður á faðm af fullgerða veginum varð 2.53, að fráskildum kaflanum hjá Borgarnesi og að ótöldum brúm og ruðningum. Það er óvenju-lítið, sem er að þakka hinum dæmafáu þurrviðrum; alls engin vinnutöf að kalla fyrir veðurs sakir. Vinnutíminn frá því snemma í maí og fram í miðjan október.
Kostnaður allur um 9.000 kr.
2. Að vegi yfir Laxárdalsheiði í Dölum m.m. Lagðir 1.730 faðm. af nýjum vegi á heiðinni. Auk þess rutt og lagað bæði þar og í Hrútafirði, og smákaflar gerðir af nýju hingað og þangað.
Þessari vegagerð stýrði Sigurgeir Gíslason, frá Hafnarfirði. Verkalið hans kringum 30. Kaup líkt og á Mýrum. Byrjað snemma í júním. og endað seint í septbr. Kostnaður alls um 7.000 kr.
3. Að veginum yfir Hrútafjarðarháls m. m. Vesturkafli hálsins áður full vegaður. Nú lagður kaflinn frá Sveðjustöðum niður að Miðfjarðará, nál. 3370 faðm. Auk þess lögð brú á Sveðjustaðalæk, 12½ alin.
Fyrir þessari vegagerð stóð Árni Zakaríasson, með 32-40 verkamenn, er höfðu sama kaup hér um bil eins og goldið var á hinum stöðunum. Sá hópur gerði og nokkuð við veginn á Miðfjarðarhálsi.
Byrjað var í miðjum júní og haldið áfram til 17. okt., nema brúin á Sveðjustaðalæk þó gerð síðar. Kostnaður allur nær 10.000 kr.
4. Unnið í Múlasýslum að viðgerð á vegum og vegaruðningi: í Hróarstungu, á Jökuldal, í Skriðdal og á Berufjarðarskarði.
Því verki stýrði Magnús Vigfússon frá Reykjavík og hafði 20-30 verkamanna, frá því snemma í júní og þangað til seint í septbr. Kostnaður nær 8.000., þar í brú á Sauðá, er kostaði nokkur hundr. kr.
5. Loks var varið um 10.000 kr. til viðgerðar á Eyrarbakkavegi, milli Selfoss og Eyrarbakka, og Hellisheiðarvegi. Borið ofan í allan Eyrarbakkaveginn og gert við rennur fram með honum m. m. Ofaníburð varð að sækja út yfir Ölfusá annars vegar og niður í Hraunsás hjá Stokkseyri hins vegar; ófáanlegur góður nær. Sú vinna stóð frá 1. júlí til 6. okt. með 26 mönnum, 16 vögnum og 32 hestum og kostaði rúm 6.700 kr. Verkstjóri Tómas Petersen.
Hann og hans lið vann bæði áður og eftir eða frá 5. maí til 30. júní og 10. til 25. okt. að viðgerð á veginum frá Reykjavík austur um Hellisheiði, byrjaði fyrir neðan Elliðaár og hélt austur í Kamba, gerði af nýju 860 faðm., er ónýtt var orðið, mest hjá Rauðavatni og Hólmi – 14 ár síðan sá vegur var lagður-, en bar ofan í 1.960 faðma. Svínahraunsvegur meðal annars lagaður svo, að hann er vagnfær. Þetta kostaði nær 3.400 kr.
Að því rekur sýnilega áður en langt um líður, að landsvegaféð, þótt allmikið sé orðið, 70-80 þús um árið, gerir naumast meir en að hrökkva til viðhalds þegar lögðum vegum.
Þá verður um þessa kosti að velja, og engan góðan; að auka til muna vegafjárveitinguna, að láta staðar numið um nýja vegagerð, að láta vegina sem fullgerðir eru, ganga úr sér og ónýtast gersamlega með tímanum, eða loks að leggja viðhaldið að meira eða minna leyti á héruðin sem vegirnir liggja um.
Engum þarf að koma á óvart, þótt viðhaldið sé dýrt. Og fráleitt er vit í að eigna það verra landslagi eða óhagstæðara loftslagi (veðráttu) en gerist annarsstaðar. Það er þar upp og niður hvorttveggja, sumstaðar betra, sumstaðar miklu verra.
Danir vörðu ógrynni fjár til að leggja ágæta vegi um land sitt, byrjuðu á því á ofanverðri 18. öld og héldu því áfram öldina sem leið, eftir ófriðar- og eymdarárin framan af henni, bæði áður en járnbrautir komu þar til sögunnar (1817) og eftir það. Nú hafa þeir komið sér upp járnbrautum um landið þvert og endilangt, 300 mílum alls, og mun þá margur ímynda sér litla þörf orðna á vegum og því fé mjög á glæ kastað, er til þeirra hefir verið varið. En þeir segja þeirra litlu eða engu minni þörf og not fyrir það; fólksfjöldinn hefur aukist það og viðskiptalífið örvast í enn meira mæli. Þeir verja því 4 millj.. kr. um árið til viðhalds vegum hjá sér, og telja því fé vel varið. Og þó er, eins og kunnugt er, Danmörk ekki stærri en sem svarar einum þriðjung af Íslandi auk þess fjallalaus.