1903

Þjóðólfur, 13. febrúar 1903, 55. árg., 7. tbl., bls. 26:

Um vegavinnu.
Það er orðið ekki svo lítið sem unnið er að vegagerð árlega hér á landi, og að líkindum fer það fremur í vöxt.
Enn sem komið er mun öll vegagerð hér vera framkvæmd með daglaunavinnu, eða að minnsta kosti hef eg aldrei orðið þess var, að samningsvinna (akkorð) hafi verið reynd hér við vegagerð.
Menn, sem eru fróðari en eg, og þeir, sem komið hafa > út fyrir pollinn <, hafa sagt mér, að í útlöndum sé venjulegast að framkvæma slíka vinnu sem >akkorð<, eða láta vegagerðarflokkana gera undirboð í þá vegakafla, er gera skal, og fáist vinnan mikið ódýrari með því móti. Ætlunarverk verkfræðinga og umsjónarmanna stjórnarinnar er þá að ákveða vegina, semja um akkorðin og sjá um, að verkið sé gert eins og á að vera.
Mér skilst svo, að þetta gæti átt við hér, eins og annarsstaðar, nema ef svo skyldi vera, að landssjóður Íslands væri svo stöndugur, að það, sem unnið er fyrir hann, þurfi endilega að vera sem dýrast, til að koma honum í lóg! Og þó veit eg, að við sumir gjaldendurnir gætum Þegið, að einhverju væri á okkur létt, í stað þess, að brúka fé landssjóðs að nauðsynjalausu eða til óþarfa, til að létta hann.
Sumum virðist kaupgjald vegavinnumanna ekki heldur numið við neglur sér, þó hvíldirnar séu nægar, enda vilja nú allir piltar, sem geta girt sig hjálparlaust annaðhvort komast í vegavinnu eða > vera til sjós <; landbúskaparvinna þykir nú flestum óaðgengileg.
Sumt ráðlag vegavinnustjórnarinnar sýnist okkur bændamyndunum ekki sem hyggilegast, og skal eg nefna nýjasta dæmið, sem eg þekki.
Nú í haustskammdeginu hefur flokkur vegavinnumanna úr Rvík verið nokkrar vikur að gera við veginn frá Elliðaám fram að Sogum, sama kaflann, sem gert var við fyrir skömmu, (hálfu öðru ári að mig minnir), og sem stóð sig best af öllum þeim vegi, þó að rennurnar utan við veginn væru horfnar í 3 stuttum melskörðum, sem ekkert vatnsrennsli var um. Mennirnir hafa nú gert rennur í skörðin, og mokað því, sem upp úr þeim kom, upp á melabrúnirnar, svo nú setjast skaflar enn hærra í skörðin, en áður, vegna þess, að brúnirnar eru hærri. Auk þess hefur verið rjóðrað sandi á veginn, þar sem síst þurfti, á þessum kafla.
Því má eigi gleyma að sami flokkur setti rið á Elliðaárbrúarstöplana, og tel eg það eitt þarft af þessari vinnu hans. Það var búið að dragast óforsvaranlega lengi. Lítið eitt ofar á sama vegi (Hellisheiðarveginum), eru margir kaflar enn óviðgerðir, sem verða ófærir, þegar leysir á vorin, fyrir rennu- og íburðarleysi, og hefði sýnst þarfara að gera við þá, úr því farið var að nota svartasta skammdegið og óveðratíð, þá ódrýgst verður úr verki, til vegagerðarvinnu.
Nú verður þó ekki tvískipting valdsins um ólagið kennt, þar sem landsingeniörinn hefur einn öll völdin – eða er ekki svo?
Í des. 1902.
Sveitabóndi.


Þjóðólfur, 13. febrúar 1903, 55. árg., 7. tbl., bls. 26:

Um vegavinnu.
Það er orðið ekki svo lítið sem unnið er að vegagerð árlega hér á landi, og að líkindum fer það fremur í vöxt.
Enn sem komið er mun öll vegagerð hér vera framkvæmd með daglaunavinnu, eða að minnsta kosti hef eg aldrei orðið þess var, að samningsvinna (akkorð) hafi verið reynd hér við vegagerð.
Menn, sem eru fróðari en eg, og þeir, sem komið hafa > út fyrir pollinn <, hafa sagt mér, að í útlöndum sé venjulegast að framkvæma slíka vinnu sem >akkorð<, eða láta vegagerðarflokkana gera undirboð í þá vegakafla, er gera skal, og fáist vinnan mikið ódýrari með því móti. Ætlunarverk verkfræðinga og umsjónarmanna stjórnarinnar er þá að ákveða vegina, semja um akkorðin og sjá um, að verkið sé gert eins og á að vera.
Mér skilst svo, að þetta gæti átt við hér, eins og annarsstaðar, nema ef svo skyldi vera, að landssjóður Íslands væri svo stöndugur, að það, sem unnið er fyrir hann, þurfi endilega að vera sem dýrast, til að koma honum í lóg! Og þó veit eg, að við sumir gjaldendurnir gætum Þegið, að einhverju væri á okkur létt, í stað þess, að brúka fé landssjóðs að nauðsynjalausu eða til óþarfa, til að létta hann.
Sumum virðist kaupgjald vegavinnumanna ekki heldur numið við neglur sér, þó hvíldirnar séu nægar, enda vilja nú allir piltar, sem geta girt sig hjálparlaust annaðhvort komast í vegavinnu eða > vera til sjós <; landbúskaparvinna þykir nú flestum óaðgengileg.
Sumt ráðlag vegavinnustjórnarinnar sýnist okkur bændamyndunum ekki sem hyggilegast, og skal eg nefna nýjasta dæmið, sem eg þekki.
Nú í haustskammdeginu hefur flokkur vegavinnumanna úr Rvík verið nokkrar vikur að gera við veginn frá Elliðaám fram að Sogum, sama kaflann, sem gert var við fyrir skömmu, (hálfu öðru ári að mig minnir), og sem stóð sig best af öllum þeim vegi, þó að rennurnar utan við veginn væru horfnar í 3 stuttum melskörðum, sem ekkert vatnsrennsli var um. Mennirnir hafa nú gert rennur í skörðin, og mokað því, sem upp úr þeim kom, upp á melabrúnirnar, svo nú setjast skaflar enn hærra í skörðin, en áður, vegna þess, að brúnirnar eru hærri. Auk þess hefur verið rjóðrað sandi á veginn, þar sem síst þurfti, á þessum kafla.
Því má eigi gleyma að sami flokkur setti rið á Elliðaárbrúarstöplana, og tel eg það eitt þarft af þessari vinnu hans. Það var búið að dragast óforsvaranlega lengi. Lítið eitt ofar á sama vegi (Hellisheiðarveginum), eru margir kaflar enn óviðgerðir, sem verða ófærir, þegar leysir á vorin, fyrir rennu- og íburðarleysi, og hefði sýnst þarfara að gera við þá, úr því farið var að nota svartasta skammdegið og óveðratíð, þá ódrýgst verður úr verki, til vegagerðarvinnu.
Nú verður þó ekki tvískipting valdsins um ólagið kennt, þar sem landsingeniörinn hefur einn öll völdin – eða er ekki svo?
Í des. 1902.
Sveitabóndi.