1903

Austri, 28. mars 1903, 13. árg., 7 tbl., forsíða:

Akbraut yfir Fagradal.
Í öðru tölublaði "Austra" þ. á. skrifar síra Magnús Bl. Jónsson í Vallanesi grein um akbraut yrir Fagradal. Skýrir hann það frá skoðun sinni á því hvar byrja eigi á hinni fyrirhuguðu akbrautarlagningu, og óskar jafnframt að fleiri Héraðsmenn láti álit sitt í ljós í þessu máli. Þareð ég er alveg á sömu skoðun, þá er mér því ljúfara að verða við þessari ósk hans, úr því enginn annar hefir látið til sín heyra í því máli. Ef það kæmi fyrir, eins og heyrzt hefir, að byrjaeigi á brautarlagningunni yfir Fagradal við Lagarfljótsbrúna fyrirhuguðu, þá verð eg að álíta slíkt mjög misráðið og mun það samhuga áliti flestra eða allra Héraðsbúa. Eg get heldur ekki álitið, að sá vegur eigi beinlínis skylt við akbraut yfir Fagradal, því eptir mínum skilningi tel eg akbrautarveginn yfir Fagardal fyrst einungis frá Búðareyri við Reyðarfjörð niður að brúnni að Eyvindará, nefnilega þar til hann kemur saman við póstveginn þar, og svo þarf maður að ganga út frá því, að brautin liggi niður að Lagarfjóti, en ekki að Lagarfljótsbrúnni, ef maður skoðaði akbrautina í sambandi við gufubát á Lagarfljóti. Hún ætti þá að liggja þangað sem hægt væri að hafa höfn fyrir bát og upplagsstað fyrir vörur og um það atriði þyrftu Héraðsbúar að koma sér saman, áður en vegurinn yrði langður. Vegur yfir Egilsstaðarnes er póstvegur, sem ekkert kemur akbraut yfir Fagradal við, ekki fremur en vér teldum brú yfir Lagarfljót akbraut yfir Fagradal, því litla fé, sem búið er að veita til akbrautarinnar held eg að engin heimild sé til að verja til annara vega. Ef þessum 6.000 kr., sem veittar eru til Fagradalsbrautarinnar, væri nú varið til vegagjörðar á Egilsstaðarnesi og upp að Eyvindarárbrúnni, þá væri það í reyndinni svo að á póstleiðinni frá Lagarfljóti til Seyðisfjarðar væri varið 12.000 kr., nefnilega þeim 6.000 kr. sem veittar eru til Fjarðarheiðar; en ekki einni einustu krónu til akbrautar yfir Fagradal. Okkur væri lofað sykurmola en stungið upp í okkur salti. Þó gengið væri út frá því, sem eg alls ekki gjöri, að brautin ætti að teljast alla leið niður til hinnar fyrirhuguðu Lagarfljótsbrúar, þá dylst engum manni, að réttara og praktiskara væri að byrja að leggja veginn frá sjónum eiða verzlunarstaðnum, þaðan sem flutningurinn byrjar, heldur en að byrja á hinum endanum og flytja öll áhöld og efni, sem til vegarins þurfa, yfir óruddan veg á hestum. Aptur á móti, ef byrjað bæri að neðan, mætti flytja allt efni og áhöld til vegagjörðarinnar t.d. efni í brýr yfir ár og læki eptir brautinni sjálfri, jafnframt og hún er lögð. Mundi vegurinn með því fyrirkomulagi verða bæði ódýrari og að öllu leyti greiðara að vinna að honum. Eg get búizt við því svari, að oss komi það ekki við hvar byrjað verði, eða hvernig unnið verði að veginum. En eg álít það blátt áfram skyldu vora að benda á það, sem betur gæti farið, og láta það ekki afskiptalaust eða óátalið, sem miður fer. Hér er tvennt, sem þar að hafa fyrir augum, hag þeirra, sem eiga að nota og njóta brautarinnar, og sparnað með því að byrja neðan frá sjónum, er þessu hvorutveggja fullnægt. Því eins og síra Magnús hefir tekið fram, eru mikil líkindi til að menn mundu geta haft mikið gagn af brautinni áður en hún yrði fullgjör, ef hún byrjaði að neðan, því það eru aðflutningar, sem öllum erfiðleikum valda; en ekki teljandi enn það sem menn þurfa að flytja frá sér. Að vísu verður lítið gjört með þessari litlu upphæð, sem þegar hefir verið veitt til akbrautarinnar. Það yrði aðeins lítill stúfur sem gjörður yrði fyrir þessar 6.000 kr, svo að því leyti væri minnst um að gjörn hvar byrjað væri, að öðru en því, að það er svo hætt við því og má ganga út frá því sem sjálfsögðu, að frá hvorum endanum, sem byrjað verður, að þaðan verði framhaldið, svo þess vegnaliggur það í augum uppi, að miklu réttara væri að byrja að neðan og meira að segja sjálfsagt, nema því aðeins, að vér séum þeim óhappa örlögum háðir að allt þurfi að fæðast á apturfótum hjá oss. Verði nú fjárveitingar til Fagradalsbrautarinnar framvegis sniðar eptir sama mælikvarða og þessi fyrsta, þá verður þessi margþráði vegur aðeins draumur fyrir okkur, sem nú eru farnir að eldast, og nærri því til þess að stinga okkur svefnþorni, því eg veit ekki hvað það er, sem frekar getur haft svæfandi og deyfandi áhrif á menn, en það að sjá byrjað á einhverju fyrirtæki, sem ekkert gengur. Eg tel það sama, sem það gangi ekkert með þetta mál, ef á hverju þingi væru veittar jafnar fjárveitingar þessari fyrstu til akbrautarinnar og það gengju ein 20 - 30 ár að koma henni upp. Þegar um svona fyrirtæki er að ræða, er annaðhvort að eiga ekkert við þau eða þá að drífa þau af í einu. Veita á fjárlögum í einu þá upphæð, semtil fyrirtækisins er áætlað, og láta svo verkið gana eptir því, sem föng eru á. Að veita smá upphæðir í einu til vega hingað og þangað út um landið, verður aldrei nema kák, sem ekkert eða lítið gegn verður að. Ef landi voru er nokkur framavon, þá þurfum vér að gjöra eitthvað, sem að verulegu gagni getur komið, eða sem vér álíutm að geti orðið til verulegara framfara. Atvinnuvegir vorir þurfa alvarlegra lækininga við, það duga engar homöopatha eða smáskamtalækningar, þær eru bara til þess að halda oss við þá trú að ekkert sé hægt að gjöra og bezt sé að móka í hálfgjörðu aðgjörðaleysi. Það má ekki sjá útí neinn skynsamlegar kostnað til að lækna meinsemdirnar. Fyrsta skilyrðið er að greiða samgöngur á sjó og landi eptir því sem kostur er á, þær hafa hingað til verið taldar lífæð framfaranna. Fyrir þetta hérað hef eg það trú að bættar samgöngur gætu haft sérlega mikla þýðingu. Akbraut yfir Fagradal og gufubátur eptir Lagarfljóti mundi með tímanum hafa meiri áhrif á landbúndaðinn í Fljótsdalshéraði, en menn almennt gjöra sér hugmynd um. Það eru mikil skilyrði fyrir að landbúnaðurinn í Fljótsdalshéraði gæti tekið stórkostlega miklum umbótum, ef að honum væri hlúð. Aðflutningur Héraðsbúa er einhver sá versti þröskuldur á vegi fyrir öllum framförum þess. Samlagsmjólkurbúum mundi mjög erfitt að koma hér á, eins og nú hagar til fyrir strjálbygðina, en ef gufubátsferðir kæmust á eptir Lagarfljóti mundi máske hvergi á landinu eins auðvelt að drífa samlagsmjólkurbú í stórum stíl, þar sem svo margir bæir liggja rétt meðfram Lagarfljóti. Víða hagar svo til á Héraðinu, að enginn svörður er til, og ekkert er til að brenna nema sauðatað og því víða mestu eða öllu brennt, allstaðar einhverju af því meira eða minna. Hvernig á grasrækt að vera í góðu lagi með þessu fyrirkomulagi. En hverju á að brenna öðru? Allir hafa fullt í fangi að flytja að sér þessar vanalegu nauðsynjar, og er því ekki að tala um að flytja kol til eldsneytis. Að líkindum myndi sá tími koma, ef greiðari væru aðflutningar að mönnum skildist að bezti áburðurinn væri eftir allt of dýr til eldsneytis. Þannig mætti máske lengi telja upp að mörgu mætti breyta og mörgu þyrfti að breyta emð greiðari aðflutningum. Það er ótalinn allur sá tími og allur sá kostnaður, sem gengur í vora núverandi flutninga; það eru peningar, sem vér gjörum oss alltof litla hugmund um, ef vér göngum út frá því, að tíminn sé peningar. Ef vér höfum trú á framtíð landsins, þurfum vér eitthvaðað gjöra til þess að bæta atvinnuvegi þess. Búskapur, á nær óræktuðu landi, með lítilli kunnáttu og litlum sem engum verkfærum, getur ekki borið sig. Það er ómuglegt aðnnað að segja, en það vér lifum á nær óræktuðu landi, þó vér höfum einhvern dálítinn þúfnareit kringum bæi vora, sem vér berum áburuð á. Gætum vér varið öllum tíma og öllu því verki og öllum öðrum kostnaði, sem nú gengur til vorra erfiðu aðflutninga, til jarðabóta, mætti mikið gjöra, og gætum vér sparað helminginn eða meira af því fóðri, sem vér þurfum nú handa vorum útþrælkuðu illa meðförnu hestum, mætti mörgu fé framfleyta á því í öllu Fljótsdalshéraði. Mættum vér nú meða vorum vonaraugum líta fram í tímann og hugsa oss akbraut fyrir Fagardal með motorvögnum, fram og til baka milli Reyðarfjarðar og Lagarfljóts, sem færðu oss allar vorar nauðþruftir, og svo gufubát eptir Lagarfljóti, sem gengi upp í fljótsbotn og út að fossinum við Kirkjubæ, og hver gæti svo tekið sinn varning við Lagarfljót, þar sem skemmst væri fr´æa bæjum, mundi oss ekki þá þykja munur á þægindunum. Þar hefðum vér flutningsveg c. 14 - 15 mílur, þar af kostaði landið 1/3 og náttúran 2/3 partana, sem aldrei þyrfti viðhald og ekkert uppá að kosta. Hvar á landinu væri hægt að fá ódýrari veg til flutninga yfir hverjar 15 mílur? Lagarfljót hefir hingað til verið talið Fljótsdalshéraði hið mesta óhagræði, og er það meðan það er ekkert notað, en sannarlega hefir það mikla blessun og hagræði í sér fólgið, ef vér vildum nota það. Öld eptir öld hefir það verið Fljótdalshéraði til bölvunar og erfiðisauka, af því menn hafa ekki skilið þýðingu þess og ætlunarverk. Nú sjáum vér að það hefir í sér flólgið tugi þúsunda króna sem flutningavegur; eptir að vér fáum akbraut frá sjónum. Höfum vér ráð á því að láta svona flutningsbætur lengur ónotaðar – Fagradal og Langadal -, sem af náttúrunnar hendi blasa við oss til þess að létta undir erfiði lífsins? Þetta er svo alvarlegt málefni fyrir Fljótsdalshérað að það ætti enginn hugsandi maður að láta sér það óviðkomandi, eða að liggja á liði sínu að styðja það á allan hátt. Undir því er framtíð - framfarir og blómgun - Fljótsdalshéraðs algjörlega komin.
Ritað í marz 1903
Jón Bergsson.


Austri, 28. mars 1903, 13. árg., 7 tbl., forsíða:

Akbraut yfir Fagradal.
Í öðru tölublaði "Austra" þ. á. skrifar síra Magnús Bl. Jónsson í Vallanesi grein um akbraut yrir Fagradal. Skýrir hann það frá skoðun sinni á því hvar byrja eigi á hinni fyrirhuguðu akbrautarlagningu, og óskar jafnframt að fleiri Héraðsmenn láti álit sitt í ljós í þessu máli. Þareð ég er alveg á sömu skoðun, þá er mér því ljúfara að verða við þessari ósk hans, úr því enginn annar hefir látið til sín heyra í því máli. Ef það kæmi fyrir, eins og heyrzt hefir, að byrjaeigi á brautarlagningunni yfir Fagradal við Lagarfljótsbrúna fyrirhuguðu, þá verð eg að álíta slíkt mjög misráðið og mun það samhuga áliti flestra eða allra Héraðsbúa. Eg get heldur ekki álitið, að sá vegur eigi beinlínis skylt við akbraut yfir Fagradal, því eptir mínum skilningi tel eg akbrautarveginn yfir Fagardal fyrst einungis frá Búðareyri við Reyðarfjörð niður að brúnni að Eyvindará, nefnilega þar til hann kemur saman við póstveginn þar, og svo þarf maður að ganga út frá því, að brautin liggi niður að Lagarfjóti, en ekki að Lagarfljótsbrúnni, ef maður skoðaði akbrautina í sambandi við gufubát á Lagarfljóti. Hún ætti þá að liggja þangað sem hægt væri að hafa höfn fyrir bát og upplagsstað fyrir vörur og um það atriði þyrftu Héraðsbúar að koma sér saman, áður en vegurinn yrði langður. Vegur yfir Egilsstaðarnes er póstvegur, sem ekkert kemur akbraut yfir Fagradal við, ekki fremur en vér teldum brú yfir Lagarfljót akbraut yfir Fagradal, því litla fé, sem búið er að veita til akbrautarinnar held eg að engin heimild sé til að verja til annara vega. Ef þessum 6.000 kr., sem veittar eru til Fagradalsbrautarinnar, væri nú varið til vegagjörðar á Egilsstaðarnesi og upp að Eyvindarárbrúnni, þá væri það í reyndinni svo að á póstleiðinni frá Lagarfljóti til Seyðisfjarðar væri varið 12.000 kr., nefnilega þeim 6.000 kr. sem veittar eru til Fjarðarheiðar; en ekki einni einustu krónu til akbrautar yfir Fagradal. Okkur væri lofað sykurmola en stungið upp í okkur salti. Þó gengið væri út frá því, sem eg alls ekki gjöri, að brautin ætti að teljast alla leið niður til hinnar fyrirhuguðu Lagarfljótsbrúar, þá dylst engum manni, að réttara og praktiskara væri að byrja að leggja veginn frá sjónum eiða verzlunarstaðnum, þaðan sem flutningurinn byrjar, heldur en að byrja á hinum endanum og flytja öll áhöld og efni, sem til vegarins þurfa, yfir óruddan veg á hestum. Aptur á móti, ef byrjað bæri að neðan, mætti flytja allt efni og áhöld til vegagjörðarinnar t.d. efni í brýr yfir ár og læki eptir brautinni sjálfri, jafnframt og hún er lögð. Mundi vegurinn með því fyrirkomulagi verða bæði ódýrari og að öllu leyti greiðara að vinna að honum. Eg get búizt við því svari, að oss komi það ekki við hvar byrjað verði, eða hvernig unnið verði að veginum. En eg álít það blátt áfram skyldu vora að benda á það, sem betur gæti farið, og láta það ekki afskiptalaust eða óátalið, sem miður fer. Hér er tvennt, sem þar að hafa fyrir augum, hag þeirra, sem eiga að nota og njóta brautarinnar, og sparnað með því að byrja neðan frá sjónum, er þessu hvorutveggja fullnægt. Því eins og síra Magnús hefir tekið fram, eru mikil líkindi til að menn mundu geta haft mikið gagn af brautinni áður en hún yrði fullgjör, ef hún byrjaði að neðan, því það eru aðflutningar, sem öllum erfiðleikum valda; en ekki teljandi enn það sem menn þurfa að flytja frá sér. Að vísu verður lítið gjört með þessari litlu upphæð, sem þegar hefir verið veitt til akbrautarinnar. Það yrði aðeins lítill stúfur sem gjörður yrði fyrir þessar 6.000 kr, svo að því leyti væri minnst um að gjörn hvar byrjað væri, að öðru en því, að það er svo hætt við því og má ganga út frá því sem sjálfsögðu, að frá hvorum endanum, sem byrjað verður, að þaðan verði framhaldið, svo þess vegnaliggur það í augum uppi, að miklu réttara væri að byrja að neðan og meira að segja sjálfsagt, nema því aðeins, að vér séum þeim óhappa örlögum háðir að allt þurfi að fæðast á apturfótum hjá oss. Verði nú fjárveitingar til Fagradalsbrautarinnar framvegis sniðar eptir sama mælikvarða og þessi fyrsta, þá verður þessi margþráði vegur aðeins draumur fyrir okkur, sem nú eru farnir að eldast, og nærri því til þess að stinga okkur svefnþorni, því eg veit ekki hvað það er, sem frekar getur haft svæfandi og deyfandi áhrif á menn, en það að sjá byrjað á einhverju fyrirtæki, sem ekkert gengur. Eg tel það sama, sem það gangi ekkert með þetta mál, ef á hverju þingi væru veittar jafnar fjárveitingar þessari fyrstu til akbrautarinnar og það gengju ein 20 - 30 ár að koma henni upp. Þegar um svona fyrirtæki er að ræða, er annaðhvort að eiga ekkert við þau eða þá að drífa þau af í einu. Veita á fjárlögum í einu þá upphæð, semtil fyrirtækisins er áætlað, og láta svo verkið gana eptir því, sem föng eru á. Að veita smá upphæðir í einu til vega hingað og þangað út um landið, verður aldrei nema kák, sem ekkert eða lítið gegn verður að. Ef landi voru er nokkur framavon, þá þurfum vér að gjöra eitthvað, sem að verulegu gagni getur komið, eða sem vér álíutm að geti orðið til verulegara framfara. Atvinnuvegir vorir þurfa alvarlegra lækininga við, það duga engar homöopatha eða smáskamtalækningar, þær eru bara til þess að halda oss við þá trú að ekkert sé hægt að gjöra og bezt sé að móka í hálfgjörðu aðgjörðaleysi. Það má ekki sjá útí neinn skynsamlegar kostnað til að lækna meinsemdirnar. Fyrsta skilyrðið er að greiða samgöngur á sjó og landi eptir því sem kostur er á, þær hafa hingað til verið taldar lífæð framfaranna. Fyrir þetta hérað hef eg það trú að bættar samgöngur gætu haft sérlega mikla þýðingu. Akbraut yfir Fagradal og gufubátur eptir Lagarfljóti mundi með tímanum hafa meiri áhrif á landbúndaðinn í Fljótsdalshéraði, en menn almennt gjöra sér hugmynd um. Það eru mikil skilyrði fyrir að landbúnaðurinn í Fljótsdalshéraði gæti tekið stórkostlega miklum umbótum, ef að honum væri hlúð. Aðflutningur Héraðsbúa er einhver sá versti þröskuldur á vegi fyrir öllum framförum þess. Samlagsmjólkurbúum mundi mjög erfitt að koma hér á, eins og nú hagar til fyrir strjálbygðina, en ef gufubátsferðir kæmust á eptir Lagarfljóti mundi máske hvergi á landinu eins auðvelt að drífa samlagsmjólkurbú í stórum stíl, þar sem svo margir bæir liggja rétt meðfram Lagarfljóti. Víða hagar svo til á Héraðinu, að enginn svörður er til, og ekkert er til að brenna nema sauðatað og því víða mestu eða öllu brennt, allstaðar einhverju af því meira eða minna. Hvernig á grasrækt að vera í góðu lagi með þessu fyrirkomulagi. En hverju á að brenna öðru? Allir hafa fullt í fangi að flytja að sér þessar vanalegu nauðsynjar, og er því ekki að tala um að flytja kol til eldsneytis. Að líkindum myndi sá tími koma, ef greiðari væru aðflutningar að mönnum skildist að bezti áburðurinn væri eftir allt of dýr til eldsneytis. Þannig mætti máske lengi telja upp að mörgu mætti breyta og mörgu þyrfti að breyta emð greiðari aðflutningum. Það er ótalinn allur sá tími og allur sá kostnaður, sem gengur í vora núverandi flutninga; það eru peningar, sem vér gjörum oss alltof litla hugmund um, ef vér göngum út frá því, að tíminn sé peningar. Ef vér höfum trú á framtíð landsins, þurfum vér eitthvaðað gjöra til þess að bæta atvinnuvegi þess. Búskapur, á nær óræktuðu landi, með lítilli kunnáttu og litlum sem engum verkfærum, getur ekki borið sig. Það er ómuglegt aðnnað að segja, en það vér lifum á nær óræktuðu landi, þó vér höfum einhvern dálítinn þúfnareit kringum bæi vora, sem vér berum áburuð á. Gætum vér varið öllum tíma og öllu því verki og öllum öðrum kostnaði, sem nú gengur til vorra erfiðu aðflutninga, til jarðabóta, mætti mikið gjöra, og gætum vér sparað helminginn eða meira af því fóðri, sem vér þurfum nú handa vorum útþrælkuðu illa meðförnu hestum, mætti mörgu fé framfleyta á því í öllu Fljótsdalshéraði. Mættum vér nú meða vorum vonaraugum líta fram í tímann og hugsa oss akbraut fyrir Fagardal með motorvögnum, fram og til baka milli Reyðarfjarðar og Lagarfljóts, sem færðu oss allar vorar nauðþruftir, og svo gufubát eptir Lagarfljóti, sem gengi upp í fljótsbotn og út að fossinum við Kirkjubæ, og hver gæti svo tekið sinn varning við Lagarfljót, þar sem skemmst væri fr´æa bæjum, mundi oss ekki þá þykja munur á þægindunum. Þar hefðum vér flutningsveg c. 14 - 15 mílur, þar af kostaði landið 1/3 og náttúran 2/3 partana, sem aldrei þyrfti viðhald og ekkert uppá að kosta. Hvar á landinu væri hægt að fá ódýrari veg til flutninga yfir hverjar 15 mílur? Lagarfljót hefir hingað til verið talið Fljótsdalshéraði hið mesta óhagræði, og er það meðan það er ekkert notað, en sannarlega hefir það mikla blessun og hagræði í sér fólgið, ef vér vildum nota það. Öld eptir öld hefir það verið Fljótdalshéraði til bölvunar og erfiðisauka, af því menn hafa ekki skilið þýðingu þess og ætlunarverk. Nú sjáum vér að það hefir í sér flólgið tugi þúsunda króna sem flutningavegur; eptir að vér fáum akbraut frá sjónum. Höfum vér ráð á því að láta svona flutningsbætur lengur ónotaðar – Fagradal og Langadal -, sem af náttúrunnar hendi blasa við oss til þess að létta undir erfiði lífsins? Þetta er svo alvarlegt málefni fyrir Fljótsdalshérað að það ætti enginn hugsandi maður að láta sér það óviðkomandi, eða að liggja á liði sínu að styðja það á allan hátt. Undir því er framtíð - framfarir og blómgun - Fljótsdalshéraðs algjörlega komin.
Ritað í marz 1903
Jón Bergsson.