1903

Ísafold, 25. apríl 1903, 30. árg., 21. tbl., bls. 82:

Af sýslunefndarfundi Árnesinga.
Hann var haldinn 14.-18. þ.m. og skal hér getið helstu málanna:
Eitthvert mesta vandamál fundarins var að bjarga rjómabúunum úr hættu, en á þeim byggist mjög svo framtíðarvon landbúnaðarins. Hættan er sú, að smjörið seljist illa eða ekki, nema því að eins, að það sé í svo stórum kvartilum, að eigi sé fært að flytja þau á hestum nema stutta leið, einkum þar sem þetta er svo mikill flutningur. Virðist því bráðnauðsynlegt, að þau eigi sem allra skemmst til dráttar að vagnvegi. Til þess þyrfti að lengja flutningabrautina frá Eyrarbakka þann veg, að hún taki sig upp aftur frá þjóðveginum fyrir ofan Bitru og sé lögð þaðan upp að Laxá fyrst. Svo þyrfti álmu frá henni að Iðu, vegna Biskupstungnabúsins, og aðra frá Ölfusveginum að Alviðru, vegna Grímsness. Sýslunefndin sá eigi annan veg færan en að biðja alþingi að koma þessu áleiðis á næsta fjárhagstímabili, en hét þar á móti að taka að sér, í sambandi við Grímsnesinga, að brúa Sogið án landssjóðstillags; og mun það fullerfitt.
Þá var óskað, að sýslu- og hreppsnefndum yrði leyft, er þörf krefur, að hækka vegagjaldsmælikvarðann, þar eð verkfærir menn fækka, en vegir þurfa sins við fyrir því.
Beðið var um að losna við brúagæslukostnaðinn.
Og enn var beðið um, að hafnir hér verði gerðar að strandferðaviðkomustöðum að sumrinu.
Öllu þessu eiga nýju þingmennirnir okkar að reyna sig á að koma fram, og þó ýmsu fleiru, t.d. að fjölga vörðum með Mosfellsheiðarvegi, fá Geysisbrautina lengda o.fl.
Nýmæli var, að veittar voru 550 kr. til dragferju á Iðu. Spóastaðalögferju var lagt til að afnema, en Óseyrarnessferja, þótti eigi mega missast.
Í stað ferðamannaskýlis á Lækjarbotnum, var lagt til að styrkja gistihús nálægt Hólmsbrú, ef þess yrði óskað.


Ísafold, 25. apríl 1903, 30. árg., 21. tbl., bls. 82:

Af sýslunefndarfundi Árnesinga.
Hann var haldinn 14.-18. þ.m. og skal hér getið helstu málanna:
Eitthvert mesta vandamál fundarins var að bjarga rjómabúunum úr hættu, en á þeim byggist mjög svo framtíðarvon landbúnaðarins. Hættan er sú, að smjörið seljist illa eða ekki, nema því að eins, að það sé í svo stórum kvartilum, að eigi sé fært að flytja þau á hestum nema stutta leið, einkum þar sem þetta er svo mikill flutningur. Virðist því bráðnauðsynlegt, að þau eigi sem allra skemmst til dráttar að vagnvegi. Til þess þyrfti að lengja flutningabrautina frá Eyrarbakka þann veg, að hún taki sig upp aftur frá þjóðveginum fyrir ofan Bitru og sé lögð þaðan upp að Laxá fyrst. Svo þyrfti álmu frá henni að Iðu, vegna Biskupstungnabúsins, og aðra frá Ölfusveginum að Alviðru, vegna Grímsness. Sýslunefndin sá eigi annan veg færan en að biðja alþingi að koma þessu áleiðis á næsta fjárhagstímabili, en hét þar á móti að taka að sér, í sambandi við Grímsnesinga, að brúa Sogið án landssjóðstillags; og mun það fullerfitt.
Þá var óskað, að sýslu- og hreppsnefndum yrði leyft, er þörf krefur, að hækka vegagjaldsmælikvarðann, þar eð verkfærir menn fækka, en vegir þurfa sins við fyrir því.
Beðið var um að losna við brúagæslukostnaðinn.
Og enn var beðið um, að hafnir hér verði gerðar að strandferðaviðkomustöðum að sumrinu.
Öllu þessu eiga nýju þingmennirnir okkar að reyna sig á að koma fram, og þó ýmsu fleiru, t.d. að fjölga vörðum með Mosfellsheiðarvegi, fá Geysisbrautina lengda o.fl.
Nýmæli var, að veittar voru 550 kr. til dragferju á Iðu. Spóastaðalögferju var lagt til að afnema, en Óseyrarnessferja, þótti eigi mega missast.
Í stað ferðamannaskýlis á Lækjarbotnum, var lagt til að styrkja gistihús nálægt Hólmsbrú, ef þess yrði óskað.