1903

Þjóðólfur, 1. maí 1903, 55. árg., 18 tbl., forsíða:

Sýslufundur Árnesinga
Var haldinn á Eyrarbakka dagana 14.-18. f. m. Voru þar mjög mörg mál á dagskrá, og verður hér að eins fátt eitt talið, er helst þykir máli skipta.
Um samgöngumál var lengi rætt og skorað á tilvonandi alþingismenn sýslunnar, að gangast fyrir því á næsta þingi, að flutningabrautin milli ánna verði lengd frá Flatholti (nál. Bitru) upp að Laxá og að lögð verði álma út úr henni að Iðu, einnig að álma verði lögð út úr brautinni utan Ölfusár að Alviðru. Er þetta einkum gert vegna rjómabúanna. Gangi þetta fram lofar sýslunefndin að taka að sér að gera brú á Sogið í sameiningu við Grímsneshrepp og án fjárframlaga úr landsjóði. – Skorað var og á þingmennina að reyna að fá því framgengt, að brúargæslu verði létt af sýslusjóði, að útvegaðar verði upplýsingar um, hvort koma megi á >motor<-vagnferðum, og að sýslu- og hreppsnefndum verði leyft, ef nauðsyn þykir, að hækka allt að helmingi mælikvarða vegagjalds. – Til dragferju á Hvítá hjá Iðu voru veittar 550 kr. Lagt til að aftaka lögferju á Spóastöðum, en Óseyrarnessferju vildu menn ekki missa. Mælst var til, að Stokkseyri og Eyrarbakki (eða Þorlákshöfn) væri tekin í strandferðaáætlanir frá maíbyrjun til septemberloka. Mælt með 200 kr. veitingu úr amtsjóði til Guðna á Kolviðarhóli, í viðurkenningarskyni og einnig með styrkveitingu úr landsjóði til gistihússtofnunar nálægt Hólmsbrú (sbr. uppást. Í Þjóðólfi 20. mars).


Þjóðólfur, 1. maí 1903, 55. árg., 18 tbl., forsíða:

Sýslufundur Árnesinga
Var haldinn á Eyrarbakka dagana 14.-18. f. m. Voru þar mjög mörg mál á dagskrá, og verður hér að eins fátt eitt talið, er helst þykir máli skipta.
Um samgöngumál var lengi rætt og skorað á tilvonandi alþingismenn sýslunnar, að gangast fyrir því á næsta þingi, að flutningabrautin milli ánna verði lengd frá Flatholti (nál. Bitru) upp að Laxá og að lögð verði álma út úr henni að Iðu, einnig að álma verði lögð út úr brautinni utan Ölfusár að Alviðru. Er þetta einkum gert vegna rjómabúanna. Gangi þetta fram lofar sýslunefndin að taka að sér að gera brú á Sogið í sameiningu við Grímsneshrepp og án fjárframlaga úr landsjóði. – Skorað var og á þingmennina að reyna að fá því framgengt, að brúargæslu verði létt af sýslusjóði, að útvegaðar verði upplýsingar um, hvort koma megi á >motor<-vagnferðum, og að sýslu- og hreppsnefndum verði leyft, ef nauðsyn þykir, að hækka allt að helmingi mælikvarða vegagjalds. – Til dragferju á Hvítá hjá Iðu voru veittar 550 kr. Lagt til að aftaka lögferju á Spóastöðum, en Óseyrarnessferju vildu menn ekki missa. Mælst var til, að Stokkseyri og Eyrarbakki (eða Þorlákshöfn) væri tekin í strandferðaáætlanir frá maíbyrjun til septemberloka. Mælt með 200 kr. veitingu úr amtsjóði til Guðna á Kolviðarhóli, í viðurkenningarskyni og einnig með styrkveitingu úr landsjóði til gistihússtofnunar nálægt Hólmsbrú (sbr. uppást. Í Þjóðólfi 20. mars).