1903

Norðurland, 2. maí, 1903, 2. árg., 32. tbl., bls. 127:

Haldinn á Sauðárkróki 10.-13. mars 1903. Ágrip:
Kláfdráttur.
Veittur 50 kr. styrkur til að koma á kláfdrætti á Kökulsá eystri, en jökulhlaup í ánni í vetur hafði tekið kláfinn.
Flutningabraut.
Skorað á þingmenn sýslunnar að sjá um að bráðlega verði undið að því að leggja hina lögákveðnu flutningabraut fram Skagafjörð.
Sýsluvegamál.
Veitt allt að 600 kr. til vegagerðar milli Framnes og Brekkna í Akrahreppi. Veitt allt að 400 kr. til að gera við veginn frá Kolkuósi að Hólum svo hann verði fær með kerrur; til þessarar vegagerðar hefur Flóvent Jóhannson á Hólum boðið að leggja fram 100 kr. og hreppsnefnd Hólahrepps allt hreppsvegagjaldið þetta ár.
Hallgrímur Þorsteinsson ráðinn verkstjóri við sýsluvegavinnu næsta vor.
Skorað á þingmenn sýslunnar að útvega 2.000 kr. styrk úr landsjóði til vegagerðar frá Hofsós fram að Stóru-Ökrum gegn jaf miklu framlagi frá sýslunni.
Brúarsjóðsgjald.
Samþykkt að leggja 20 aura brúarsjóðsgjald á hvert lausafjárhundrað og hvern verkfæran mann þ.á.


Norðurland, 2. maí, 1903, 2. árg., 32. tbl., bls. 127:

Haldinn á Sauðárkróki 10.-13. mars 1903. Ágrip:
Kláfdráttur.
Veittur 50 kr. styrkur til að koma á kláfdrætti á Kökulsá eystri, en jökulhlaup í ánni í vetur hafði tekið kláfinn.
Flutningabraut.
Skorað á þingmenn sýslunnar að sjá um að bráðlega verði undið að því að leggja hina lögákveðnu flutningabraut fram Skagafjörð.
Sýsluvegamál.
Veitt allt að 600 kr. til vegagerðar milli Framnes og Brekkna í Akrahreppi. Veitt allt að 400 kr. til að gera við veginn frá Kolkuósi að Hólum svo hann verði fær með kerrur; til þessarar vegagerðar hefur Flóvent Jóhannson á Hólum boðið að leggja fram 100 kr. og hreppsnefnd Hólahrepps allt hreppsvegagjaldið þetta ár.
Hallgrímur Þorsteinsson ráðinn verkstjóri við sýsluvegavinnu næsta vor.
Skorað á þingmenn sýslunnar að útvega 2.000 kr. styrk úr landsjóði til vegagerðar frá Hofsós fram að Stóru-Ökrum gegn jaf miklu framlagi frá sýslunni.
Brúarsjóðsgjald.
Samþykkt að leggja 20 aura brúarsjóðsgjald á hvert lausafjárhundrað og hvern verkfæran mann þ.á.