1903

Þjóðólfur, 26. júní 1903, 55. árg., 26. tbl., bls. 102:

Þingmálafundur Árnesinga.
Árið 1903, 20. dag júnímánaðar, var þingmálafundur haldinn að Selfossi. Voru þar komnir báðir þingmenn sýslunnar. Fundarstjóri var Eggert Benediktsson í Laugardælum, en fundarskrifari séra Ólafur Helgason á Stóra-Hrauni.
Þessi mál komu til umræðu:
14. Vegamál.
Fundurinn skorar á alþingi:
a. að framlenging flutningabrautarinnar frá Eyrarbakka upp Árnessýslu verði ákveðin þannig, að hún leggist frá þjóðveginum fyrir ofan Bitru upp yfir Skeiðin að Laxá fyrst um sinn og að fé verði veitt til þess á næsta fjárhagstímabili, og að lögð verði einnig á næsta fjárhagstímabili vegarálma frá þjóðveginum í Ölfusi að Alviðruferjustað við Sog og önnur álma af hinni fyrirhuguðu flutningabraut upp yfir Skeiðin frá Reykjum að Iðuferjustað við Hvítá;
b. að flutningabrautin frá Rvk. austur að Geysi verði framlengd frá Þingvöllum að Gjábakka og fé veitt til þess í næstu fjárlögum;
c. að flutningabrautin frá Rvk. til Geysis, samkvæmt vegalögunum 1894, verði ekki lögð austur Laugardal, heldur um hina fyrirhuguðu Sogsbrú og upp mitt Grímsnes og Biskupstungur.
d. Fundurinn óskar þess, að þingið hlutist til um, að rannsakað verði, hvort mótorvagnar muni geta komið hér að notum á þeim vegum, sem hér eru nú.


Þjóðólfur, 26. júní 1903, 55. árg., 26. tbl., bls. 102:

Þingmálafundur Árnesinga.
Árið 1903, 20. dag júnímánaðar, var þingmálafundur haldinn að Selfossi. Voru þar komnir báðir þingmenn sýslunnar. Fundarstjóri var Eggert Benediktsson í Laugardælum, en fundarskrifari séra Ólafur Helgason á Stóra-Hrauni.
Þessi mál komu til umræðu:
14. Vegamál.
Fundurinn skorar á alþingi:
a. að framlenging flutningabrautarinnar frá Eyrarbakka upp Árnessýslu verði ákveðin þannig, að hún leggist frá þjóðveginum fyrir ofan Bitru upp yfir Skeiðin að Laxá fyrst um sinn og að fé verði veitt til þess á næsta fjárhagstímabili, og að lögð verði einnig á næsta fjárhagstímabili vegarálma frá þjóðveginum í Ölfusi að Alviðruferjustað við Sog og önnur álma af hinni fyrirhuguðu flutningabraut upp yfir Skeiðin frá Reykjum að Iðuferjustað við Hvítá;
b. að flutningabrautin frá Rvk. austur að Geysi verði framlengd frá Þingvöllum að Gjábakka og fé veitt til þess í næstu fjárlögum;
c. að flutningabrautin frá Rvk. til Geysis, samkvæmt vegalögunum 1894, verði ekki lögð austur Laugardal, heldur um hina fyrirhuguðu Sogsbrú og upp mitt Grímsnes og Biskupstungur.
d. Fundurinn óskar þess, að þingið hlutist til um, að rannsakað verði, hvort mótorvagnar muni geta komið hér að notum á þeim vegum, sem hér eru nú.