1903

Þjóðólfur, 14. ágúst 1903, 55. árg., 33. tbl., bls. 130:

Alþingi.
Vegir. Frv. um viðhald vega (að það skyldi að hálfu kostað af sýslunum) var fellt í e.d. samkvæmt till. nefndarinnar í því máli (J. Havst., Guðj. Guðl., Kr. J.). Aftur á móti hefur hún borið fram frv. um, að heimild sú, sem veitt er með lögum 12. jan. 1900 til að krefjast, að vegum, er hér leptir verði lagðir á kostnað landsjóðs, verði haldið við allt að helmingi á kostnað sýslusjóða, skuli einnig ná til flutningabrauta, svo framarlega, sem brautin aðallega er lögð í þarfir sýslufélagsins og það álítzt hafa efni og ástæður til að bera kostnaðinn.
Felld frumvörp og þingsályktunartillögur, auk þeirra, er áður er getið:
Frv. um brúargerð á Héraðsvötn.
Uppgjöf Ölfusárbrúarlánsins, þess helmings, sem eftir er, var samþykkt í n.d. í gær með 12 atkv. gegn 4. Talið er víst, að mál þetta fái góðar viðtökur í efri deild.
Fjárlagafrv. var afgreitt frá n.d. á mánudaginn (10. þ. m.). Voru allmiklar breytingar gerðar á því frá því sem það kom frá stjórninni, og skal hér getið hinna helstu:
Útgjöldin til þjóðvega eru hækkuð um 2.000 kr.; ennfremur er bætt við 50 þús., kr. f. ár. til brúargerðar á Jökulsá í Öxarfirði, allt að 6.000 kr. f. á. til brúargerðar á Sogið hjá Alviðru (gegn því, að tvöfalt fé verði lagt fram annarsstaðar frá), allt að 40 þús. kr. f. á. til þess samkv. lögum 9. febr. 1900 að fullgera brú á Lagarfljóti hjá Egilsstöðum, og setja ferju á Steinsvaði, 1.000 kr. hv. á. til sýsluvegarins frá Laxárdalsheiði að Höskuldsstöðum í Laxárdalshreppi í Dalasýslu, og sömu upphæð til sýsluvegarins frá Hofsós að Ökrum í Skagafirði (tillög þessi eru því skilyrði bundin, að samtímis sé jafnmiklu fé varið til veganna annarsstaðar frá, og það sé eigi tekið af lögákveðnu sýsluvegagjaldi), 300 kr. hv. á. til dragferjuhalds á Héraðsvötnum í Skagafirði og 2.800 kr. hv. á. til aukapóstvegarins frá Hafnarfirði að Vogastapa (gegn því að jafnmiklu fé verði varið annarsstaðar frá).


Þjóðólfur, 14. ágúst 1903, 55. árg., 33. tbl., bls. 130:

Alþingi.
Vegir. Frv. um viðhald vega (að það skyldi að hálfu kostað af sýslunum) var fellt í e.d. samkvæmt till. nefndarinnar í því máli (J. Havst., Guðj. Guðl., Kr. J.). Aftur á móti hefur hún borið fram frv. um, að heimild sú, sem veitt er með lögum 12. jan. 1900 til að krefjast, að vegum, er hér leptir verði lagðir á kostnað landsjóðs, verði haldið við allt að helmingi á kostnað sýslusjóða, skuli einnig ná til flutningabrauta, svo framarlega, sem brautin aðallega er lögð í þarfir sýslufélagsins og það álítzt hafa efni og ástæður til að bera kostnaðinn.
Felld frumvörp og þingsályktunartillögur, auk þeirra, er áður er getið:
Frv. um brúargerð á Héraðsvötn.
Uppgjöf Ölfusárbrúarlánsins, þess helmings, sem eftir er, var samþykkt í n.d. í gær með 12 atkv. gegn 4. Talið er víst, að mál þetta fái góðar viðtökur í efri deild.
Fjárlagafrv. var afgreitt frá n.d. á mánudaginn (10. þ. m.). Voru allmiklar breytingar gerðar á því frá því sem það kom frá stjórninni, og skal hér getið hinna helstu:
Útgjöldin til þjóðvega eru hækkuð um 2.000 kr.; ennfremur er bætt við 50 þús., kr. f. ár. til brúargerðar á Jökulsá í Öxarfirði, allt að 6.000 kr. f. á. til brúargerðar á Sogið hjá Alviðru (gegn því, að tvöfalt fé verði lagt fram annarsstaðar frá), allt að 40 þús. kr. f. á. til þess samkv. lögum 9. febr. 1900 að fullgera brú á Lagarfljóti hjá Egilsstöðum, og setja ferju á Steinsvaði, 1.000 kr. hv. á. til sýsluvegarins frá Laxárdalsheiði að Höskuldsstöðum í Laxárdalshreppi í Dalasýslu, og sömu upphæð til sýsluvegarins frá Hofsós að Ökrum í Skagafirði (tillög þessi eru því skilyrði bundin, að samtímis sé jafnmiklu fé varið til veganna annarsstaðar frá, og það sé eigi tekið af lögákveðnu sýsluvegagjaldi), 300 kr. hv. á. til dragferjuhalds á Héraðsvötnum í Skagafirði og 2.800 kr. hv. á. til aukapóstvegarins frá Hafnarfirði að Vogastapa (gegn því að jafnmiklu fé verði varið annarsstaðar frá).