1903

Norðurland, 15. ágúst, 1903, 2. árg., 47. tbl., bls. 186:

Frá Alþingi. Fjárlaganefndin.
Álit fjárlaganefndarinnar kom með Vestu nú í vikunni. Það fer eindregið í framfaraátt. Hér skal getið nokkurra helstu atriðanna.
Til flutningabrauta vill nefndin veita 45 þús kr. á næsta fjárhagstímabili og skipta þeirri upphæð í tvennt aðeins: til brautar upp frá Borgarnesi 15 þús. kr. og á Fagradal 30 þús. kr. “Nefndin er á því máli, að samband milli Norðurlands og Reykjavíkur eigi aðallega, og sem fyrst, að verða gegnum Borgarnes, þannig að stöðugar bátsferðir árið í kring verði frá Reykjavík til Borgarness, og þaðan sem greiðastur vegur til Norðurlands. Samkvæmt því verður flutningabrautin upp frá Borgarnesi með þeim efstu á dagskrá, en þjóðvegurinn frá Reykjavík til Boragarfjarðar að bíða. Viðvíkjandi Fagradalsbrautinni er það hugsun nefndarinnar, að hún verði fullgerð á 2 næstu fjárhagstímabilum, úr því snúist er að henni, enda er nefndin á því að þar sé hin mesta flutningsþörf.”
Til þjóðvega ætlar nefndin 8.000 krónur í Suðuramtinu, 20.000 kr. í Vesturamtinu, 30.000 kr. í Norðuramtinu og 12.000 kr. í Austuramtinu.
Til brúargerðar á Jökulsá í Axarfirði 50.000 kr., samkv. lögum Alþingis 1902.
Konsúl D. Thomsen í Reykjavík vill nefndin veita 2.000 kr. styrk til þess að fá mótorvagn frá útlöndum og gera með honum tilraunir á vegunum frá Reykjavík.


Norðurland, 15. ágúst, 1903, 2. árg., 47. tbl., bls. 186:

Frá Alþingi. Fjárlaganefndin.
Álit fjárlaganefndarinnar kom með Vestu nú í vikunni. Það fer eindregið í framfaraátt. Hér skal getið nokkurra helstu atriðanna.
Til flutningabrauta vill nefndin veita 45 þús kr. á næsta fjárhagstímabili og skipta þeirri upphæð í tvennt aðeins: til brautar upp frá Borgarnesi 15 þús. kr. og á Fagradal 30 þús. kr. “Nefndin er á því máli, að samband milli Norðurlands og Reykjavíkur eigi aðallega, og sem fyrst, að verða gegnum Borgarnes, þannig að stöðugar bátsferðir árið í kring verði frá Reykjavík til Borgarness, og þaðan sem greiðastur vegur til Norðurlands. Samkvæmt því verður flutningabrautin upp frá Borgarnesi með þeim efstu á dagskrá, en þjóðvegurinn frá Reykjavík til Boragarfjarðar að bíða. Viðvíkjandi Fagradalsbrautinni er það hugsun nefndarinnar, að hún verði fullgerð á 2 næstu fjárhagstímabilum, úr því snúist er að henni, enda er nefndin á því að þar sé hin mesta flutningsþörf.”
Til þjóðvega ætlar nefndin 8.000 krónur í Suðuramtinu, 20.000 kr. í Vesturamtinu, 30.000 kr. í Norðuramtinu og 12.000 kr. í Austuramtinu.
Til brúargerðar á Jökulsá í Axarfirði 50.000 kr., samkv. lögum Alþingis 1902.
Konsúl D. Thomsen í Reykjavík vill nefndin veita 2.000 kr. styrk til þess að fá mótorvagn frá útlöndum og gera með honum tilraunir á vegunum frá Reykjavík.