1903

Norðurland, 29. ágúst, 1903, 2. árg., 49. tbl., forsíða:

Vond vegagerð.
Þrátt fyrir þá stórvægilegu umbót, sem orðin er á vegagerð hér á landi á síðari árum, getur engum dulist það, sem ferðast um þetta land, að vegir eru sumstaðar so illa gerðir, að því er ekki bót mælandi.
Einkum er mein að skorti á góðum ofaníburði. Menn freistast þar til að leggja heldur brautina kippnum lengra, en að leggja stund á hitt, að frá því, sem lokið er við, sé gengið svo vel, að það geti enst.
Afleiðingin verður svo sú, að brautin treðst upp og stórskemmist á örstuttum tíma, eða verður jafnvel bráðlega ófær.
Sumstaðar er ekki séð nærri því nógu vel fyrir framrás vatns, og svo skemmir það brautirnar innan skamms.
Mjög nýlegir vegir eru sumstaðar afar hættulegir – holur hér og þar, sem menn grunar síst, og mesta furða, að ekki skuli oftar hljótast slys af því en frá er greint.
Þessir vegir eru lagðir fyrir fé almennings. Oss virðist, að mönnum ætti alls ekki að vera heimilt að leggja slíka vegi.
Eftirlit er verið að myndast við að hafa hér á landi með því, hvernig fé almennings er varið. Stundum verður svo og svo mikil rekistefna út af fáeinum krónum, sem hreppsnefndir eða sýslunefndir hafa varið á annan hátt en lög mæla fyrir. Og ekki ber að finna að því.
En allir hljóta að sjá hvílíkt smáræði það er í samanburði við það, ef lagðir eru vegir, sem eftur skamma stund koma að litlu eða engu haldi. Þar eru ekki hverjar 100 krónurnar lengi að fara til ónýtis.
Nú vitum vér Íslendingar vel, hvað til þess þarf, að vegur verði haldgóður. Eða að minnsta kosti ætti oss ekki að vera nein vorkunn að fá að vita það – engum þeim, sem eitthvað eru við slíkt starf riðnir.
Hver vegna þá ekki að leyfa því aðeins að nota fé almennings til vegagerðar, að svo vel sé gengið frá verkinu, að það komi að tilætluðum notum og endist sæmilega vel?
Oss virðist enginn vafi geta á því leikið, að löggjöf þarf um þetta efni, og svo eftirlit með því, að þeim lögum sé hlýtt.
Hitt er ekki auðsætt, hvers vegna vér eigum að vera að eyða fé í það, sem allir eiga að geta séð fyrirfram, að kemur að nauðalitlu haldi.


Norðurland, 29. ágúst, 1903, 2. árg., 49. tbl., forsíða:

Vond vegagerð.
Þrátt fyrir þá stórvægilegu umbót, sem orðin er á vegagerð hér á landi á síðari árum, getur engum dulist það, sem ferðast um þetta land, að vegir eru sumstaðar so illa gerðir, að því er ekki bót mælandi.
Einkum er mein að skorti á góðum ofaníburði. Menn freistast þar til að leggja heldur brautina kippnum lengra, en að leggja stund á hitt, að frá því, sem lokið er við, sé gengið svo vel, að það geti enst.
Afleiðingin verður svo sú, að brautin treðst upp og stórskemmist á örstuttum tíma, eða verður jafnvel bráðlega ófær.
Sumstaðar er ekki séð nærri því nógu vel fyrir framrás vatns, og svo skemmir það brautirnar innan skamms.
Mjög nýlegir vegir eru sumstaðar afar hættulegir – holur hér og þar, sem menn grunar síst, og mesta furða, að ekki skuli oftar hljótast slys af því en frá er greint.
Þessir vegir eru lagðir fyrir fé almennings. Oss virðist, að mönnum ætti alls ekki að vera heimilt að leggja slíka vegi.
Eftirlit er verið að myndast við að hafa hér á landi með því, hvernig fé almennings er varið. Stundum verður svo og svo mikil rekistefna út af fáeinum krónum, sem hreppsnefndir eða sýslunefndir hafa varið á annan hátt en lög mæla fyrir. Og ekki ber að finna að því.
En allir hljóta að sjá hvílíkt smáræði það er í samanburði við það, ef lagðir eru vegir, sem eftur skamma stund koma að litlu eða engu haldi. Þar eru ekki hverjar 100 krónurnar lengi að fara til ónýtis.
Nú vitum vér Íslendingar vel, hvað til þess þarf, að vegur verði haldgóður. Eða að minnsta kosti ætti oss ekki að vera nein vorkunn að fá að vita það – engum þeim, sem eitthvað eru við slíkt starf riðnir.
Hver vegna þá ekki að leyfa því aðeins að nota fé almennings til vegagerðar, að svo vel sé gengið frá verkinu, að það komi að tilætluðum notum og endist sæmilega vel?
Oss virðist enginn vafi geta á því leikið, að löggjöf þarf um þetta efni, og svo eftirlit með því, að þeim lögum sé hlýtt.
Hitt er ekki auðsætt, hvers vegna vér eigum að vera að eyða fé í það, sem allir eiga að geta séð fyrirfram, að kemur að nauðalitlu haldi.