1903

Þjóðólfur, 16. október 1903, 55. árg., 42. tbl., bls. 166:

Vegavinnan á Mýrunum 1903.
Hr. Erlendur Zakaríasson vegfræðingur hefur í sumar staðið fyrir vegagerðinni vestur á Mýrum, og er nú nýkominn heim. Hefur hann látið oss í té eftirfarandi skýrslu um þessa vegagerð:
Byrjað var að vinna 15. maí skammt fyrir neðan Fíflholt og komið að Hítará hjá Brúarfossi, þar er brúarstæði á ánni, en áin var ekki brúuð í þetta sinn. Þessi vegalengd er 1.486 faðmar.
Ennfremur var lagður vegur frá Hítará vestur eftir, og endað á Brúarhraunsás við Garðamela. Þessi vegalengd er 1.227 faðmar. Öll vegalengdin, sem lögð var, er 2.713 faðmar. 424 faðma langur vegur var ruddur vestur á melana. Vinnunni við þennan veg frá Fíflholti var lokið 6. ágúst.
Á þessu svæði var heldur gott að leggja veg, miklum mun þurrlendara en áður hefur verið á þessum vegi, það gerði mikið til, hvað tíðin var góð. Á þessum vegi eru 17 þverrennur og ein lítil brú 7 1/2 alin löng. Ofaníburður var heldur góður, og víðast ekki mjög langt að aka honum.
Að þessu verki unnu flest 39 menn og fæst 24, 15 vagnhestar (með 7 vögnum), þar af 7 eign landsjóðs og 8 leiguhestar. Borgun fyrir þá á dag kr. 0,45-0,50. Kaup verkamanna kr. 2,50-3,00, unglingar kr. 2,10, flokkstjórar kr. 3,40.
Breidd vegarins er 10 fet. Allur kostnaður við þessa vegagerð er kr. 6.244,49. Hver hlaðinn faðmur í veginum, af því sem er lagður vegur hefur kostað kr. 2,28, og 11 aura faðmurinn í því sem rutt var.
Öll vegalengdin úr Borgarnesi vestur að Garðamelum eru rúmir 16 þúsund faðmar. Þessi mæling er ekki nákvæm, það þyrfti að mæla allan veginn upp og setja vegalengdarsteina við hverja 5 kílóm. Það hefur mikla þýðingu, ekki síst ef menn villast og koma að merkjasteini, þá eru menn vissir að rata úr því, fyrir utan hvað það er ánægjulegra, að vita upp á víst, hvað búið er að fara og hvað eftir er. Það er furða að ekki er búið að setja þá á veginn að Þingvöllum. Útlendingar sakna þess að minnsta kosti mikið.
Á veginum upp Borgarhreppinn var byrjað 7. ágúst, og hætt 9. október við Borgarnesveginn, þar sem hann beygist vestur á Mýrarnar, og haldið upp Kárastaðamýri yfir Grímúlfskeldu fyrir vestan Hamar, yfir Hamarslæk og hann brúaður. Brúin 9 álna löng, stöplarnir steinlímdir, hæð þeirra 7 1/2 fet, breidd stöplanna að ofan 13 fet, að neðan 11 1/2 fet; svo var endað í miðjum flóanum milli Hamarslæks og Bjarnhólalæks. Þessi vegalengd er 1758 faðmar. Vegurinn er 6 álna breiður. Ofaníburður er heldur góður, en nokkuð langt að aka honum, minnsta kosti sumstaðar. Vegarstæðið er mýri þurrlend og mjög gott vegarstæði. Á þessum vegi eru 7 þverrennur.
Að þessu verki unnu 24 menn, seinast um 2 vikur rúmir 30 menn, 15 vagnhestar og 7 vagnar. Kaup sama og við hina vegagerðina. Þessi vegagerð hefur kostað rúm 5 þúsund krónur. Brúin á Hamarslæk hefur kostað 4-5 hundruð krónur. Eftir því hefur hver faðmur í veginum kostað kr. 2,60.
Hvað kostnaðinn snertir, getur þessi skýrsla ekki verið vel nákvæm. Það er ekki búið að fullgera reikningana, en miklu munar það ekki.


Þjóðólfur, 16. október 1903, 55. árg., 42. tbl., bls. 166:

Vegavinnan á Mýrunum 1903.
Hr. Erlendur Zakaríasson vegfræðingur hefur í sumar staðið fyrir vegagerðinni vestur á Mýrum, og er nú nýkominn heim. Hefur hann látið oss í té eftirfarandi skýrslu um þessa vegagerð:
Byrjað var að vinna 15. maí skammt fyrir neðan Fíflholt og komið að Hítará hjá Brúarfossi, þar er brúarstæði á ánni, en áin var ekki brúuð í þetta sinn. Þessi vegalengd er 1.486 faðmar.
Ennfremur var lagður vegur frá Hítará vestur eftir, og endað á Brúarhraunsás við Garðamela. Þessi vegalengd er 1.227 faðmar. Öll vegalengdin, sem lögð var, er 2.713 faðmar. 424 faðma langur vegur var ruddur vestur á melana. Vinnunni við þennan veg frá Fíflholti var lokið 6. ágúst.
Á þessu svæði var heldur gott að leggja veg, miklum mun þurrlendara en áður hefur verið á þessum vegi, það gerði mikið til, hvað tíðin var góð. Á þessum vegi eru 17 þverrennur og ein lítil brú 7 1/2 alin löng. Ofaníburður var heldur góður, og víðast ekki mjög langt að aka honum.
Að þessu verki unnu flest 39 menn og fæst 24, 15 vagnhestar (með 7 vögnum), þar af 7 eign landsjóðs og 8 leiguhestar. Borgun fyrir þá á dag kr. 0,45-0,50. Kaup verkamanna kr. 2,50-3,00, unglingar kr. 2,10, flokkstjórar kr. 3,40.
Breidd vegarins er 10 fet. Allur kostnaður við þessa vegagerð er kr. 6.244,49. Hver hlaðinn faðmur í veginum, af því sem er lagður vegur hefur kostað kr. 2,28, og 11 aura faðmurinn í því sem rutt var.
Öll vegalengdin úr Borgarnesi vestur að Garðamelum eru rúmir 16 þúsund faðmar. Þessi mæling er ekki nákvæm, það þyrfti að mæla allan veginn upp og setja vegalengdarsteina við hverja 5 kílóm. Það hefur mikla þýðingu, ekki síst ef menn villast og koma að merkjasteini, þá eru menn vissir að rata úr því, fyrir utan hvað það er ánægjulegra, að vita upp á víst, hvað búið er að fara og hvað eftir er. Það er furða að ekki er búið að setja þá á veginn að Þingvöllum. Útlendingar sakna þess að minnsta kosti mikið.
Á veginum upp Borgarhreppinn var byrjað 7. ágúst, og hætt 9. október við Borgarnesveginn, þar sem hann beygist vestur á Mýrarnar, og haldið upp Kárastaðamýri yfir Grímúlfskeldu fyrir vestan Hamar, yfir Hamarslæk og hann brúaður. Brúin 9 álna löng, stöplarnir steinlímdir, hæð þeirra 7 1/2 fet, breidd stöplanna að ofan 13 fet, að neðan 11 1/2 fet; svo var endað í miðjum flóanum milli Hamarslæks og Bjarnhólalæks. Þessi vegalengd er 1758 faðmar. Vegurinn er 6 álna breiður. Ofaníburður er heldur góður, en nokkuð langt að aka honum, minnsta kosti sumstaðar. Vegarstæðið er mýri þurrlend og mjög gott vegarstæði. Á þessum vegi eru 7 þverrennur.
Að þessu verki unnu 24 menn, seinast um 2 vikur rúmir 30 menn, 15 vagnhestar og 7 vagnar. Kaup sama og við hina vegagerðina. Þessi vegagerð hefur kostað rúm 5 þúsund krónur. Brúin á Hamarslæk hefur kostað 4-5 hundruð krónur. Eftir því hefur hver faðmur í veginum kostað kr. 2,60.
Hvað kostnaðinn snertir, getur þessi skýrsla ekki verið vel nákvæm. Það er ekki búið að fullgera reikningana, en miklu munar það ekki.